Vilji til valdsins - minnimáttarkennd - mikilmennskubrjálæði Ástþór Ólafsson skrifar 22. júní 2022 14:30 Ég hef verið mikið hugsi yfir stöðunni í samfélaginu sem virðist bæði vera að ýfa upp og berja niður þá sem brjóta glerþakið og sækjast eftir sannleikanum. Það er nefnilega verið að brjóta glerþök sem hafa skapast í gegnum tímann í anda Aristóteles glerbúrsins (allt snýst um jörðina og við erum nafli alheimsins) vegna þess að andinn innan glerbúrsins vill leita upp. Mörgum finnst illskiljanlegt af hverju manneskjur sem hafa orðið fyrir kúgun, ofbeldi, niðurlægingu og algjöru niðurbroti á sjálfsmynd séu að reyna að brjóta þessi glerþök. Vegna þess að þetta skapar læti, óþægilegt orðbragð, uppreisn og ögrun gagnvart línunni. Það er nefnilega oftast þannig að þeir sem eru óháðir og horfa á glerþökin brotna - vilja frekar drekka sitt góða kaffi, lesa blaðið, græða pening og fylla fyllilega í glasið til að gleyma stað og stund. En þær manneskjur sem brjóta glerþök eru að meina það sem þær segja! Enda, að búa við ofbeldi í einhvers konar mynd, er engin óskhyggja eða þrá. Heldur sjálfskaparvíti þeirra manneskju sem er að beita ofbeldinu í einhvers konar mynd. En af einhverjum hluta til þá lítur þetta í flestum tilfellum þannig út að manneskjan sem lendir í ofbeldi, að hún hafi skapað þetta sjálf vegna þess, að það er hún sem þarf að eiga við raunveruleikann með sár á sálinni. Ekki sá sem valdi ofbeldinu enda heldur hann áfram að lifa eins og ekkert hafi í skorist en gæti sundlað fyrir samvisku og sektarkennd á einhverjum tíma en síðan er spurning hversu langt nær það, einhvers konar yfirborðskenndur speglasalur, mögulega. Ég hef áður skrifað um þetta hér, hér og hér. En núna ætla ég að rannsaka þetta frá öðrum hugsuðum. Þeir eru þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche sem kom fram með hugmyndin um vilji til valdsins (e. will to power) og austurríski sálgreinandinn Alfred Adler sem fjallar mikið um minnimáttarkennd (e. inferiority complex) og mikilmennskubrjálæði (e. superiority complex). Mig langar að hugleiða þessar kenningar út frá af hverju fólk beitir ofbeldi. Vilji til valdsins Friedrich Nietzsche gaf út bókina „Will to Power“ sem fjallar um hvernig vilji til valdsins hefur orðið að merkingu á öllum sviðum lífsins. Hann vill meina að metnaður, framsækni og stórhugur sé búið að breytast í vilja til valdsins. Þetta snýst ekkert lengur um að ná árangri í lífinu heldur að ná yfirráðum yfir fólki. Hann horfir og mótar sína hugmynd út frá hvernig gildi í samfélaginu sem stendur af kristin trú og er búið að eiga sér stað. Þar horfir hann á gildi eins og kærleikur, samkennd, auðmýkt og þakklæti sem eru að hans mati af hverfandi hveli og í staðin fyrir eru komin gildi eins og hatur, tilfinningaleysi, hroki og vanþakklæti. Með þessu telur hann að siðferðið í vestrænu samfélagi sé dáið og talar í því samhengi um að sinn guð sé dáinn. Vegna þess að þróun í sögu tímans hefur ekkert með þessi gildi að gera eins og kærleikur o.s.frv. heldur er andstæðan fyrirferðameiri. Þannig að trú á guð og siðferðið hans samkvæmt kristinlegum gildum er alveg að hruni komið enda prestar, stjórnmálamenn og kirkjurækið fólk búið að valda hrottalegum atvikum sem felur í sér að sýna andúð gagnvart fólki með að misþyrma, beita miklu ofbeldi, myrða, nauðga og brjóta algjörlega sál þeirra (Nietzsche, 2017). Þannig Nietzsche telur að þessi vörn sem er búin að titlast sem siðferði samfélagsins sé hrunið og þar af leiðandi er hans guð dáinn. Vegna þess að hann trúir ekki á þetta fyrirkomulag lengur. Þar með vill Nietzsche (Nietzsche, 2017) meina að vilji til valdsins sé eina sem eigi sér stað og stund í þessum veruleika. Að lífið snúist um að ná tökum á völdum hvort sem það sé yfir landi, samfélagi, smáum hópum eða einni manneskju. En á sama tíma telur hann að viljinn til að ná valdi yfir sjálfum sér gengur í berhögg við það sem á að vera. Að manneskjan ætti að ná valdi á sjálfum sér því þar myndi kærleikur, samkennd, auðmýkt og þakklæti vaxa sem um munar. Hann talar líka um hugrekki í þessu sambandi og að manneskjan eigi að skapa sín eigin gildi og lifa eftir þeim en gildin eiga ekki að skilgreina siðrof eða mannþrot (Nietzsche, 2017). Minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði Alfred Adler var með þessa kenningu þegar hann skoðar minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði sem hann fjallar um í bók sinni „Understanding Human Nature.“ En þar leggur hann til grundvallar hvernig þessi vilji til valdsins stýrist út frá minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði. En þetta tvennt á sér raunir hvort sem manneskjan hefur náð miklum árangri í lífinu eða ekki. Hann telur að minnimáttarkenndin og mikilmennskubrjálæðið sé bæði hjá manneskju sem býr við fátækt og ekki. En hvað liggur þarna á bakvið? Hann vill meina að minnimáttarkenndin og mikilmennskubrjálæðið komi frá bæði vernduðu og óvernduðu umhverfi og talar um „pampered children“ og „nonpampered children.“ Að þau börn sem fá einum of mikla athygli og þau sem fá enga athygli. Að þarna verður til minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði. Vegna þess að þau sem fá mikla athygli búa við umbunarvænt umhverfi þar sem verðlaun er ávallt í boði fyrir hugsun og hegðun þótt hún eigi ekki rétt á sér. Þannig, engin ábyrgð sem býr til enga tillitssemi né virðingu. En þau börn sem fá enga athygli búa ekki í umbunarvænu umhverfi heldur anstæðunni og eru sífellt að reyna sanna sig fyrir einhverri ímyndaðri veru eða eitthvað sem er ekki til og er ekki til staðar. Sama, engin ábyrgð sem býr til enga tillitssemi né virðingu. Þegar þessi börn vaxa upp úr grasi þá hafa þau sterkari tilhneigingu til að vilja sigra heiminn en gleyma að sigra sjálfan sig. Þarna verða til sterkar forsendur fyrir sjálflægum persónuleika (e. narsasistic personality) þar sem heimurinn snýst um þau en ekki þau um heiminn, andstæðan við Kópernikusar byltinguna (jörðin snýst um sólina og öfugt). Þarna verður ást fyrir sjálfum sér svo mikil að sjálfsdýrkun, ofbeldi, ótti, minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði verður rauði þráðurinn í þeirra tilvist. Það snýst allt um að ná valdi yfir fólki til þess eins að sýna mátt sinn og meginn (Adler, 2010). Horft til samfélagsins Þegar þessar tvær kenningar, vilji til valdsins og minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði eru settar saman þá kemur ákveðinn samhljómur sem nær til atvika í samfélaginu. Vegna þess að mikið af fólki þrífst á að beita öðrum ofbeldi bara þess eins til að sýna almættið sitt. Getur skýringin verið að foreldri/ar sé/u að kaffæra barninu /börnunum í athygli sem gerir það að verkum að þau læra inn á veröldina með þeim hætti að þegar eitthvað bjátar á þá eru þau keypt frá því að bera ábyrgð? Eru verðlaunuð fyrir að beita ofbeldi? Þannig þau læra inn á sama hvað ég geri ég þarf aldrei að bera ábyrgð eins og þegar ofbeldi er beitt? En börnin sem fá enga athygli gæti skýringin verið að þau upplifa sig ábyrgðarfull fyrir eigin veröld? Þannig að þau byrja að leita af leiðum til að fá viðurkenningu sem endar með athygli sem er oft ofbeldi í einhvers konar mynd? Adler (Adler, 2010), talar um í þessu samhengi að þetta sé skírskotun í að foreldri/ar sé/u einum of upptekið/uppteknir af sjálfum sér. En það er ekki hægt að horfa eingöngu á foreldri/a vegna þess að þegar kemur á eldri árin þá á fólk að geta borið ábyrgð á sinni hugsun og hegðun en þá er spurning hver á að kenna þeim það og er það kannski orðið of seint? Þetta eru spurningar sem liggja á mörgum enda höfum við séð atvik þar sem fullorðnir aðilar eru að sýna algjört ábyrgðarleysi en eiga að koma fram sem sterkir samfélagsþegnar sem bera ábyrgð. Fyrirmyndir hvort sem litið er til íþrótta, tónlistar, leiklistar, fjölmiðla eða viðskiptalífsins, þetta nær meira segja til sálfræðinga, geðlækna og fólk sem vinnur með andlega efnið hjá fólki. Þessi upptalning er rosaleg og fer á algjöra skjön við hvað árangur, metnaður og sigurvilji getur verið skrumskæld hugtök. En þarna liggja mikið af sigrum í lífinu sem viðurkennast sem orðspor og birtingarmynd um sjálfstæðan og sterkan aðila sem ber ábyrgð. Þá er spurning sjálfstæður og ber ábyrgð? Virðist ekki vera, vegna þess að það er ekki hægt að stýra sínum eigin hvötum heldur ræðst þetta á dýrslega eðlinu – aðeins þeir sterku lifa af. Þá kemur önnur spurning, sjálfstæður og sterkur? Virðist heldur ekki vera, vegna þess að minnimáttarkenndin er svo mikil að viðurkenningar úr lífinu ná ekki að uppfylla sterka sjálfsmynd heldur mikilmennskubrjálæði sem mótar fyrir mynd af veikbyggðari manneskju. Þannig geta þessa tvær kenningar skýrt betur fyrir okkur af hverju fólk beitir ofbeldi? Að of mikið athygli og einum of lítið athygl búa til farveg fyrir minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði sem endar með vilja til valdsins? Erfitt að segja en virðist vera samhljómur á milli fólksins sem beitir ofbeldi og ekki. Vegna þess að samkvæmt Adler (Adler, 2010), að fólkið sem beitir ekki ofbeldi eru lítið að velta fyrir sér viljanum til valdsins í einhvers konar truflaðri mynd þar sem minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði er í fyrirrúmi. Enda þau sem beita ekki ofbeldi eru í afskaplega góð jafnvægi varðandi sigra og töp í lífinu þar sem lífið er ekki tímabil heldur ferðalag. Eiga auðvelt með að viðurkenna sína veikleika og eru tilbúin að breyta sínum veikleikum í styrkleika. Hafa enga þörf fyrir því að að drottna yfir fólki og horfa fremur á stóru myndina sem tekur sinn tíma í að verða að veruleika. Það er hægt að skeggræða þetta fram og aftur og á sama tíma velta fyrir sér hvort að við séum á sama tíma og þegar Nietzsche og Adler voru að spekúlera um eðli manneskjunnar? Eða höfum við ekkert farið fram í þessum málum? Þeir og fleiri vildu líka meina að tæknin væri orðin svo mikill að sálarlíf manneskjunnar væri að undanhaldi. Hvernig er staðan í dag? Tæknin tröllríður öllu og manneskjan veigrar sér við eða frá því að vinna í sjálfum sér. Þar er framlengt öllu eingöngu til að fresta því að taka ábyrgð og í staðinn fyrir er keypt sér tíma í veraldlegum gæðum. Annað virðist bera á góma sem er að bera með sér þessa stóískuró sem hentar viljanum til valdsins, ofbeldinu, minnimáttarkenndinni, mikilmennskubrjálæðinu, óttanum og þessum kaldrifjaða andskota. Þannig línan er afskaplega óskýr eða hefur hún ætið verið það? Virðist vera vegna þess að við erum að vinna í málum sem áttu sér stað um miðbik tuttugustu aldarinnar. Margir fræðimenn vilja meina að ástæðan af hverju er vegna þess að við erum búin að vera í stríði á 10 ára fresti síðan seinni heimsstyrjöldin hófst. Þannig um leið og einhver hreyfingu fyrir réttlæti, mannlegum gildum, að sannleikurinn sé að opinberast þá hefst annað stríð með einhverjum hætti. En þetta er einmitt þessi vilji til valdsins og minnimáttarkenndin og mikilmennskubrjálæðið sem hefur einkennt heiminn að miklu leytinu til. Þannig margar spurningar sem við höldum áfram að reyna að svara með óteljandi kenningum til þess eins að skilja af hverju er fólk að beita ofbeldi? En á meðan við rannsökum ennfremur er ekki nær að fagna því að fólk sé að brjóta glerþakið og dást af þeirra uppreisn? Því það hvílir fegurð í þeim sannleika, ekki satt? Höfundur er seigluráðgjafi. Heimildir: Nietzsche, F. (2017). The Will to Power. R.K. Hill og M.S. Scarpitti (þýð.). London: Penguine Classics. Adler, A. (2010). Understanding Human Nature. W.B. Wolfe (þýð.). Hamburg: Albatross Publishers. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið mikið hugsi yfir stöðunni í samfélaginu sem virðist bæði vera að ýfa upp og berja niður þá sem brjóta glerþakið og sækjast eftir sannleikanum. Það er nefnilega verið að brjóta glerþök sem hafa skapast í gegnum tímann í anda Aristóteles glerbúrsins (allt snýst um jörðina og við erum nafli alheimsins) vegna þess að andinn innan glerbúrsins vill leita upp. Mörgum finnst illskiljanlegt af hverju manneskjur sem hafa orðið fyrir kúgun, ofbeldi, niðurlægingu og algjöru niðurbroti á sjálfsmynd séu að reyna að brjóta þessi glerþök. Vegna þess að þetta skapar læti, óþægilegt orðbragð, uppreisn og ögrun gagnvart línunni. Það er nefnilega oftast þannig að þeir sem eru óháðir og horfa á glerþökin brotna - vilja frekar drekka sitt góða kaffi, lesa blaðið, græða pening og fylla fyllilega í glasið til að gleyma stað og stund. En þær manneskjur sem brjóta glerþök eru að meina það sem þær segja! Enda, að búa við ofbeldi í einhvers konar mynd, er engin óskhyggja eða þrá. Heldur sjálfskaparvíti þeirra manneskju sem er að beita ofbeldinu í einhvers konar mynd. En af einhverjum hluta til þá lítur þetta í flestum tilfellum þannig út að manneskjan sem lendir í ofbeldi, að hún hafi skapað þetta sjálf vegna þess, að það er hún sem þarf að eiga við raunveruleikann með sár á sálinni. Ekki sá sem valdi ofbeldinu enda heldur hann áfram að lifa eins og ekkert hafi í skorist en gæti sundlað fyrir samvisku og sektarkennd á einhverjum tíma en síðan er spurning hversu langt nær það, einhvers konar yfirborðskenndur speglasalur, mögulega. Ég hef áður skrifað um þetta hér, hér og hér. En núna ætla ég að rannsaka þetta frá öðrum hugsuðum. Þeir eru þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche sem kom fram með hugmyndin um vilji til valdsins (e. will to power) og austurríski sálgreinandinn Alfred Adler sem fjallar mikið um minnimáttarkennd (e. inferiority complex) og mikilmennskubrjálæði (e. superiority complex). Mig langar að hugleiða þessar kenningar út frá af hverju fólk beitir ofbeldi. Vilji til valdsins Friedrich Nietzsche gaf út bókina „Will to Power“ sem fjallar um hvernig vilji til valdsins hefur orðið að merkingu á öllum sviðum lífsins. Hann vill meina að metnaður, framsækni og stórhugur sé búið að breytast í vilja til valdsins. Þetta snýst ekkert lengur um að ná árangri í lífinu heldur að ná yfirráðum yfir fólki. Hann horfir og mótar sína hugmynd út frá hvernig gildi í samfélaginu sem stendur af kristin trú og er búið að eiga sér stað. Þar horfir hann á gildi eins og kærleikur, samkennd, auðmýkt og þakklæti sem eru að hans mati af hverfandi hveli og í staðin fyrir eru komin gildi eins og hatur, tilfinningaleysi, hroki og vanþakklæti. Með þessu telur hann að siðferðið í vestrænu samfélagi sé dáið og talar í því samhengi um að sinn guð sé dáinn. Vegna þess að þróun í sögu tímans hefur ekkert með þessi gildi að gera eins og kærleikur o.s.frv. heldur er andstæðan fyrirferðameiri. Þannig að trú á guð og siðferðið hans samkvæmt kristinlegum gildum er alveg að hruni komið enda prestar, stjórnmálamenn og kirkjurækið fólk búið að valda hrottalegum atvikum sem felur í sér að sýna andúð gagnvart fólki með að misþyrma, beita miklu ofbeldi, myrða, nauðga og brjóta algjörlega sál þeirra (Nietzsche, 2017). Þannig Nietzsche telur að þessi vörn sem er búin að titlast sem siðferði samfélagsins sé hrunið og þar af leiðandi er hans guð dáinn. Vegna þess að hann trúir ekki á þetta fyrirkomulag lengur. Þar með vill Nietzsche (Nietzsche, 2017) meina að vilji til valdsins sé eina sem eigi sér stað og stund í þessum veruleika. Að lífið snúist um að ná tökum á völdum hvort sem það sé yfir landi, samfélagi, smáum hópum eða einni manneskju. En á sama tíma telur hann að viljinn til að ná valdi yfir sjálfum sér gengur í berhögg við það sem á að vera. Að manneskjan ætti að ná valdi á sjálfum sér því þar myndi kærleikur, samkennd, auðmýkt og þakklæti vaxa sem um munar. Hann talar líka um hugrekki í þessu sambandi og að manneskjan eigi að skapa sín eigin gildi og lifa eftir þeim en gildin eiga ekki að skilgreina siðrof eða mannþrot (Nietzsche, 2017). Minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði Alfred Adler var með þessa kenningu þegar hann skoðar minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði sem hann fjallar um í bók sinni „Understanding Human Nature.“ En þar leggur hann til grundvallar hvernig þessi vilji til valdsins stýrist út frá minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði. En þetta tvennt á sér raunir hvort sem manneskjan hefur náð miklum árangri í lífinu eða ekki. Hann telur að minnimáttarkenndin og mikilmennskubrjálæðið sé bæði hjá manneskju sem býr við fátækt og ekki. En hvað liggur þarna á bakvið? Hann vill meina að minnimáttarkenndin og mikilmennskubrjálæðið komi frá bæði vernduðu og óvernduðu umhverfi og talar um „pampered children“ og „nonpampered children.“ Að þau börn sem fá einum of mikla athygli og þau sem fá enga athygli. Að þarna verður til minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði. Vegna þess að þau sem fá mikla athygli búa við umbunarvænt umhverfi þar sem verðlaun er ávallt í boði fyrir hugsun og hegðun þótt hún eigi ekki rétt á sér. Þannig, engin ábyrgð sem býr til enga tillitssemi né virðingu. En þau börn sem fá enga athygli búa ekki í umbunarvænu umhverfi heldur anstæðunni og eru sífellt að reyna sanna sig fyrir einhverri ímyndaðri veru eða eitthvað sem er ekki til og er ekki til staðar. Sama, engin ábyrgð sem býr til enga tillitssemi né virðingu. Þegar þessi börn vaxa upp úr grasi þá hafa þau sterkari tilhneigingu til að vilja sigra heiminn en gleyma að sigra sjálfan sig. Þarna verða til sterkar forsendur fyrir sjálflægum persónuleika (e. narsasistic personality) þar sem heimurinn snýst um þau en ekki þau um heiminn, andstæðan við Kópernikusar byltinguna (jörðin snýst um sólina og öfugt). Þarna verður ást fyrir sjálfum sér svo mikil að sjálfsdýrkun, ofbeldi, ótti, minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði verður rauði þráðurinn í þeirra tilvist. Það snýst allt um að ná valdi yfir fólki til þess eins að sýna mátt sinn og meginn (Adler, 2010). Horft til samfélagsins Þegar þessar tvær kenningar, vilji til valdsins og minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði eru settar saman þá kemur ákveðinn samhljómur sem nær til atvika í samfélaginu. Vegna þess að mikið af fólki þrífst á að beita öðrum ofbeldi bara þess eins til að sýna almættið sitt. Getur skýringin verið að foreldri/ar sé/u að kaffæra barninu /börnunum í athygli sem gerir það að verkum að þau læra inn á veröldina með þeim hætti að þegar eitthvað bjátar á þá eru þau keypt frá því að bera ábyrgð? Eru verðlaunuð fyrir að beita ofbeldi? Þannig þau læra inn á sama hvað ég geri ég þarf aldrei að bera ábyrgð eins og þegar ofbeldi er beitt? En börnin sem fá enga athygli gæti skýringin verið að þau upplifa sig ábyrgðarfull fyrir eigin veröld? Þannig að þau byrja að leita af leiðum til að fá viðurkenningu sem endar með athygli sem er oft ofbeldi í einhvers konar mynd? Adler (Adler, 2010), talar um í þessu samhengi að þetta sé skírskotun í að foreldri/ar sé/u einum of upptekið/uppteknir af sjálfum sér. En það er ekki hægt að horfa eingöngu á foreldri/a vegna þess að þegar kemur á eldri árin þá á fólk að geta borið ábyrgð á sinni hugsun og hegðun en þá er spurning hver á að kenna þeim það og er það kannski orðið of seint? Þetta eru spurningar sem liggja á mörgum enda höfum við séð atvik þar sem fullorðnir aðilar eru að sýna algjört ábyrgðarleysi en eiga að koma fram sem sterkir samfélagsþegnar sem bera ábyrgð. Fyrirmyndir hvort sem litið er til íþrótta, tónlistar, leiklistar, fjölmiðla eða viðskiptalífsins, þetta nær meira segja til sálfræðinga, geðlækna og fólk sem vinnur með andlega efnið hjá fólki. Þessi upptalning er rosaleg og fer á algjöra skjön við hvað árangur, metnaður og sigurvilji getur verið skrumskæld hugtök. En þarna liggja mikið af sigrum í lífinu sem viðurkennast sem orðspor og birtingarmynd um sjálfstæðan og sterkan aðila sem ber ábyrgð. Þá er spurning sjálfstæður og ber ábyrgð? Virðist ekki vera, vegna þess að það er ekki hægt að stýra sínum eigin hvötum heldur ræðst þetta á dýrslega eðlinu – aðeins þeir sterku lifa af. Þá kemur önnur spurning, sjálfstæður og sterkur? Virðist heldur ekki vera, vegna þess að minnimáttarkenndin er svo mikil að viðurkenningar úr lífinu ná ekki að uppfylla sterka sjálfsmynd heldur mikilmennskubrjálæði sem mótar fyrir mynd af veikbyggðari manneskju. Þannig geta þessa tvær kenningar skýrt betur fyrir okkur af hverju fólk beitir ofbeldi? Að of mikið athygli og einum of lítið athygl búa til farveg fyrir minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði sem endar með vilja til valdsins? Erfitt að segja en virðist vera samhljómur á milli fólksins sem beitir ofbeldi og ekki. Vegna þess að samkvæmt Adler (Adler, 2010), að fólkið sem beitir ekki ofbeldi eru lítið að velta fyrir sér viljanum til valdsins í einhvers konar truflaðri mynd þar sem minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði er í fyrirrúmi. Enda þau sem beita ekki ofbeldi eru í afskaplega góð jafnvægi varðandi sigra og töp í lífinu þar sem lífið er ekki tímabil heldur ferðalag. Eiga auðvelt með að viðurkenna sína veikleika og eru tilbúin að breyta sínum veikleikum í styrkleika. Hafa enga þörf fyrir því að að drottna yfir fólki og horfa fremur á stóru myndina sem tekur sinn tíma í að verða að veruleika. Það er hægt að skeggræða þetta fram og aftur og á sama tíma velta fyrir sér hvort að við séum á sama tíma og þegar Nietzsche og Adler voru að spekúlera um eðli manneskjunnar? Eða höfum við ekkert farið fram í þessum málum? Þeir og fleiri vildu líka meina að tæknin væri orðin svo mikill að sálarlíf manneskjunnar væri að undanhaldi. Hvernig er staðan í dag? Tæknin tröllríður öllu og manneskjan veigrar sér við eða frá því að vinna í sjálfum sér. Þar er framlengt öllu eingöngu til að fresta því að taka ábyrgð og í staðinn fyrir er keypt sér tíma í veraldlegum gæðum. Annað virðist bera á góma sem er að bera með sér þessa stóískuró sem hentar viljanum til valdsins, ofbeldinu, minnimáttarkenndinni, mikilmennskubrjálæðinu, óttanum og þessum kaldrifjaða andskota. Þannig línan er afskaplega óskýr eða hefur hún ætið verið það? Virðist vera vegna þess að við erum að vinna í málum sem áttu sér stað um miðbik tuttugustu aldarinnar. Margir fræðimenn vilja meina að ástæðan af hverju er vegna þess að við erum búin að vera í stríði á 10 ára fresti síðan seinni heimsstyrjöldin hófst. Þannig um leið og einhver hreyfingu fyrir réttlæti, mannlegum gildum, að sannleikurinn sé að opinberast þá hefst annað stríð með einhverjum hætti. En þetta er einmitt þessi vilji til valdsins og minnimáttarkenndin og mikilmennskubrjálæðið sem hefur einkennt heiminn að miklu leytinu til. Þannig margar spurningar sem við höldum áfram að reyna að svara með óteljandi kenningum til þess eins að skilja af hverju er fólk að beita ofbeldi? En á meðan við rannsökum ennfremur er ekki nær að fagna því að fólk sé að brjóta glerþakið og dást af þeirra uppreisn? Því það hvílir fegurð í þeim sannleika, ekki satt? Höfundur er seigluráðgjafi. Heimildir: Nietzsche, F. (2017). The Will to Power. R.K. Hill og M.S. Scarpitti (þýð.). London: Penguine Classics. Adler, A. (2010). Understanding Human Nature. W.B. Wolfe (þýð.). Hamburg: Albatross Publishers.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun