Anna Hildur endurkjörin formaður SÁÁ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. júní 2022 22:22 Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður og Þráinn Farestveit varaformaður SÁÁ. Vísir/Hulda Margrét Anna Hildur Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður SÁÁ nú fyrr í kvöld og Þráinn Farestveit varaformaður sömuleiðis. Núverandi stjórn félagasamtakanna hélt velli þrátt fyrir mótframboð. 368 einstaklingar sóttu fundinn og fór hann vel fram að sögn varaformanns. „Við erum mjög jákvæð, við höfum verið mjög bjartsýn og horfum auðvitað fram á það að efla starfið, opna félagið, það má breyta ýmsu til batnaðar,“ segir Þráinn Farestveit varaformaður samtakanna í samtali við fréttastofu. „Meirihluti þeirra sem sátu fundinn kýs þá stjórn sem hefur verið starfandi síðustu tvö ár og styður hana í þeim málefnum og gildum sem við leggjum fram.“ Þráinn segir núverandi stjórn vilja opna félagið meira. „Við viljum fá fólk úr öllum stéttum, fólk sem hefur starfað faglega að málefnum þessara skjólstæðinga frá öllum stöðum því að markmið okkar auðvitað er að samþætta þetta betur, það er að segja tengingin milli ríkis og borgar og sveitarfélaganna, eiga náið samtal um hvernig þessi vettvangur er, með því teljum við okkur geta unnið betur.“ Þráinn leggur áherslu á að vilji stjórnarinnar sé að hinn almenni borgari geti nálgast samtökin betur og án skilyrða „ef það er fólk sem hefur áhuga á að vinna með okkur þá viljum við þannig fólk.“ Fólk horfir til þess að við tókum rétta ákvörðun Þráinn segir sjálfsaflafé félagsins aldrei hafa verið meira og verði það til þess að opið verði á göngudeild og Vík í sumar en félagið hafi ekki getað kostað það áður. „Við teljum að það sýni sig að þrátt fyrir þessa ágjöf og umræðu og það hvernig hlutirnir voru svona svolítið erfiðir, þá studdi fólkið okkur samt og líklega betur þar sem ákvörðun núverandi framkvæmdastjórnar var sú að við myndum draga okkur út úr spilakassaágóða og lögðum það til hliðar. Urðum þar af auðvitað tugum milljóna í tekjur sem skilar sér svo aftur í því að fólk horfir til þess að við tókum rétta ákvörðun.“ Félagasamtök Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Anna Hildur og Þráinn vilja áfram leiða SÁÁ Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ og Þráinn Farestveit varaformaður hafa tilkynnt að þau gefi kost á sér til að halda áfram á næsta aðalfundi samtakanna. 17. maí 2022 14:36 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Við erum mjög jákvæð, við höfum verið mjög bjartsýn og horfum auðvitað fram á það að efla starfið, opna félagið, það má breyta ýmsu til batnaðar,“ segir Þráinn Farestveit varaformaður samtakanna í samtali við fréttastofu. „Meirihluti þeirra sem sátu fundinn kýs þá stjórn sem hefur verið starfandi síðustu tvö ár og styður hana í þeim málefnum og gildum sem við leggjum fram.“ Þráinn segir núverandi stjórn vilja opna félagið meira. „Við viljum fá fólk úr öllum stéttum, fólk sem hefur starfað faglega að málefnum þessara skjólstæðinga frá öllum stöðum því að markmið okkar auðvitað er að samþætta þetta betur, það er að segja tengingin milli ríkis og borgar og sveitarfélaganna, eiga náið samtal um hvernig þessi vettvangur er, með því teljum við okkur geta unnið betur.“ Þráinn leggur áherslu á að vilji stjórnarinnar sé að hinn almenni borgari geti nálgast samtökin betur og án skilyrða „ef það er fólk sem hefur áhuga á að vinna með okkur þá viljum við þannig fólk.“ Fólk horfir til þess að við tókum rétta ákvörðun Þráinn segir sjálfsaflafé félagsins aldrei hafa verið meira og verði það til þess að opið verði á göngudeild og Vík í sumar en félagið hafi ekki getað kostað það áður. „Við teljum að það sýni sig að þrátt fyrir þessa ágjöf og umræðu og það hvernig hlutirnir voru svona svolítið erfiðir, þá studdi fólkið okkur samt og líklega betur þar sem ákvörðun núverandi framkvæmdastjórnar var sú að við myndum draga okkur út úr spilakassaágóða og lögðum það til hliðar. Urðum þar af auðvitað tugum milljóna í tekjur sem skilar sér svo aftur í því að fólk horfir til þess að við tókum rétta ákvörðun.“
Félagasamtök Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Anna Hildur og Þráinn vilja áfram leiða SÁÁ Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ og Þráinn Farestveit varaformaður hafa tilkynnt að þau gefi kost á sér til að halda áfram á næsta aðalfundi samtakanna. 17. maí 2022 14:36 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02
Anna Hildur og Þráinn vilja áfram leiða SÁÁ Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ og Þráinn Farestveit varaformaður hafa tilkynnt að þau gefi kost á sér til að halda áfram á næsta aðalfundi samtakanna. 17. maí 2022 14:36