Átján dagar í EM: Næringarfræðingurinn fær fjölskylduna á fjórða stórmótið Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2022 14:00 ísland Kýpur undankeppni HM Laugardalsvöllur KSÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Eyjakonan Elísa Viðarsdóttir er sú sjötta í röðinni. Rithöfundurinn og hægri bakvörðurinn Elísa hefur leikið 46 A-landsleiki fyrir Ísland eftir að hafa spilað þann fyrsta gegn Þýskalandi í febrúar 2012. Elísa er 31 árs gömul og öfugt við systur sína Margréti, sem er langmarkahæst í sögu landsliðsins, bíður Elísa eftir sínu fyrsta landsliðsmarki. Hún hefur þess í stað reynst liðinu traustur varnarmaður sem er óþreytandi við að þjóta fram hægri vænginn þegar það hentar. Elísa hóf ferilinn með uppeldisfélagi sínu ÍBV en fór frá Eyjum til Kristianstad í Svíþjóð og spilaði þar tvær leiktíðir í sænsku úrvalsdeildinni, árin 2014 og 2015. Sleit krossband, fæddi barn og varð Íslandsmeistari Hún sneri svo heim til Íslands og gekk í raðir Vals þar sem hún hefur verið síðan og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Elísa hefði án vafa farið með Íslandi á EM 2017 en sleit krossband í hné í aðdraganda mótsins. Sama ár varð hún svo ólétt að sínu fyrsta barni og var hún því tæp tvö ár frá keppni en sneri aftur af fullum krafti 2019 og varð Íslandsmeistari. Utan fótboltans hefur Elísa svo getið sér gott orð sem matvæla- og næringarfræðingur og hún skrifaði bókina Næringin skapar meistarann, sem kom út í fyrra, auk þess sem hún deilir uppskriftum og góðum ráðum á Instagram. Elísa Viðarsdóttir hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari og lyftir hér verðlaunagripnum með Margréti Láru systur sinni haustið 2019.vísir/Daníel Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2007 fyrir ÍBV, þá 16 ára gömul. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Ég hef tileinkað mér það að læra eitthvað af öllum sem hafa orðið á minni leið á ferlinum. Ég hef haft marga frábæra þjálfara og síðan á ég góða fjölskyldu sem hefur mikinn áhuga á fótbolta og þau hafa líka haft áhrif á ferilinn. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Eitthvað lag með GusGus. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Heldur betur. Fjölskyldan mín (foreldrar og systkini) mun fylgja mér á EM og er á leiðinni á sitt fjórða stórmót. Stærsta spurningarmerkið er hvort kærasti minn [Rasmus Christiansen, leikmaður Vals] nái að skjótast á leik með dóttur okkur en hann sjálfur er í fótbolta og ekki mikið svigrúm en vonandi mun það ganga upp. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Ég er menntaður matvæla- og næringarfræðingur. Ég hef unnið í gæðamálum hjá Kjarnavörum hf. undanfarin 3 ár. Auk þess vinn ég sem næringarfræðingur hjá Heil heilsumiðstöð. Í hvernig skóm spilarðu? Ég hef spilað í Nike að undanförnu. Ég á tvö Puma skópör upp í skáp sem mig langar til þess að fara að prófa. Uppáhaldslið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki. Uppáhalds matur? Ég er mjög hrifin af fiskréttum. Fyndnust í landsliðinu? Mjög margar fyndnar en ég á tvær uppáhalds: Hallbera og Cessa [Cecilía Rán]. Gáfuðust í landsliðinu? Harvard-meistarinn, Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Eftir síðustu ferð þá eru það ég og Sif. Við skitum á okkur nokkrum sinnum sem er mjög ólíkt okkur. Oftast erum við mættar fyrstar en klukkan var eitthvað að stríða okkur í þeirri ferð. Annars verð ég að setja þetta á Sveindísi og Cessu, þær eru alltaf að gera TikTok og gleyma tímanum. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Íslands)? Spánn. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Taka góðan spjall-bolla með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Enginn sérstakur. Finnst mjög skemmtilegt að spila á móti leikmönnum sem einbeita sér meira að umhverfinu (dómurum, andstæðingum, þjálfurum eða áhorfendum) en sjálfum sér og leiknum sjálfum. Átrúnaðargoð í æsku? Ég þurfti ekki að leita langt til að finna mína fyrirmynd í fótboltanum. Það voru systkini mín og Margrét Lára þar fremst í flokki. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Ég hef bæði orðið Íslandsmeistari í meistaraflokki í hand- og fótbolta. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Nítján dagar í EM: Finnst sveppir ógeðslegir, elskar að prjóna og er sprenglærð Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United, er þriðja í röðinni. 21. júní 2022 11:01 Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01 Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Rithöfundurinn og hægri bakvörðurinn Elísa hefur leikið 46 A-landsleiki fyrir Ísland eftir að hafa spilað þann fyrsta gegn Þýskalandi í febrúar 2012. Elísa er 31 árs gömul og öfugt við systur sína Margréti, sem er langmarkahæst í sögu landsliðsins, bíður Elísa eftir sínu fyrsta landsliðsmarki. Hún hefur þess í stað reynst liðinu traustur varnarmaður sem er óþreytandi við að þjóta fram hægri vænginn þegar það hentar. Elísa hóf ferilinn með uppeldisfélagi sínu ÍBV en fór frá Eyjum til Kristianstad í Svíþjóð og spilaði þar tvær leiktíðir í sænsku úrvalsdeildinni, árin 2014 og 2015. Sleit krossband, fæddi barn og varð Íslandsmeistari Hún sneri svo heim til Íslands og gekk í raðir Vals þar sem hún hefur verið síðan og unnið tvo Íslandsmeistaratitla. Elísa hefði án vafa farið með Íslandi á EM 2017 en sleit krossband í hné í aðdraganda mótsins. Sama ár varð hún svo ólétt að sínu fyrsta barni og var hún því tæp tvö ár frá keppni en sneri aftur af fullum krafti 2019 og varð Íslandsmeistari. Utan fótboltans hefur Elísa svo getið sér gott orð sem matvæla- og næringarfræðingur og hún skrifaði bókina Næringin skapar meistarann, sem kom út í fyrra, auk þess sem hún deilir uppskriftum og góðum ráðum á Instagram. Elísa Viðarsdóttir hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari og lyftir hér verðlaunagripnum með Margréti Láru systur sinni haustið 2019.vísir/Daníel Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2007 fyrir ÍBV, þá 16 ára gömul. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Ég hef tileinkað mér það að læra eitthvað af öllum sem hafa orðið á minni leið á ferlinum. Ég hef haft marga frábæra þjálfara og síðan á ég góða fjölskyldu sem hefur mikinn áhuga á fótbolta og þau hafa líka haft áhrif á ferilinn. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Eitthvað lag með GusGus. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Heldur betur. Fjölskyldan mín (foreldrar og systkini) mun fylgja mér á EM og er á leiðinni á sitt fjórða stórmót. Stærsta spurningarmerkið er hvort kærasti minn [Rasmus Christiansen, leikmaður Vals] nái að skjótast á leik með dóttur okkur en hann sjálfur er í fótbolta og ekki mikið svigrúm en vonandi mun það ganga upp. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Ég er menntaður matvæla- og næringarfræðingur. Ég hef unnið í gæðamálum hjá Kjarnavörum hf. undanfarin 3 ár. Auk þess vinn ég sem næringarfræðingur hjá Heil heilsumiðstöð. Í hvernig skóm spilarðu? Ég hef spilað í Nike að undanförnu. Ég á tvö Puma skópör upp í skáp sem mig langar til þess að fara að prófa. Uppáhaldslið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki. Uppáhalds matur? Ég er mjög hrifin af fiskréttum. Fyndnust í landsliðinu? Mjög margar fyndnar en ég á tvær uppáhalds: Hallbera og Cessa [Cecilía Rán]. Gáfuðust í landsliðinu? Harvard-meistarinn, Áslaug Munda. Óstundvísust í landsliðinu? Eftir síðustu ferð þá eru það ég og Sif. Við skitum á okkur nokkrum sinnum sem er mjög ólíkt okkur. Oftast erum við mættar fyrstar en klukkan var eitthvað að stríða okkur í þeirri ferð. Annars verð ég að setja þetta á Sveindísi og Cessu, þær eru alltaf að gera TikTok og gleyma tímanum. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Íslands)? Spánn. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Taka góðan spjall-bolla með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Enginn sérstakur. Finnst mjög skemmtilegt að spila á móti leikmönnum sem einbeita sér meira að umhverfinu (dómurum, andstæðingum, þjálfurum eða áhorfendum) en sjálfum sér og leiknum sjálfum. Átrúnaðargoð í æsku? Ég þurfti ekki að leita langt til að finna mína fyrirmynd í fótboltanum. Það voru systkini mín og Margrét Lára þar fremst í flokki. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Ég hef bæði orðið Íslandsmeistari í meistaraflokki í hand- og fótbolta.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Nítján dagar í EM: Finnst sveppir ógeðslegir, elskar að prjóna og er sprenglærð Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United, er þriðja í röðinni. 21. júní 2022 11:01 Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01 Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Nítján dagar í EM: Finnst sveppir ógeðslegir, elskar að prjóna og er sprenglærð Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United, er þriðja í röðinni. 21. júní 2022 11:01
Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01
Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02