Hækkað vexti íbúðalána þrisvar á einum mánuði Eiður Þór Árnason skrifar 16. júní 2022 13:20 Vaxtahækkunin hefur ekki áhrif á viðskiptavini sem hafa áður fest húsnæðislánavexti sína. Vísir/Vilhelm Landsbankinn hækkaði í dag fasta vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum í þriðja sinn á einum mánuði. Einnig voru fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum hækkaðir í fyrsta sinn frá því í mars. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til þriggja ára hækkuðu í dag um 0,50 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til fimm ára um 0,45 prósentustig. Þá hækka fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til fimm ára um 0,30 prósentustig. Landsbankinn hækkaði síðast fasta vexti óverðtryggðra íbúðalána þann 1. júní og þar áður 17. maí. Á sama tíma hafa bæði Íslandsbanki og Arion banki einungis hækkað vexti einu sinni frá því um miðjan maí. Fastir vextir nýrra óverðtryggða lána til þriggja ára hjá Landsbankanum hafa samanlagt hækkað um 1,0 prósentustig eftir síðustu þrjár vaxtaákvarðanir. Sambærileg lán með fasta vexti til fimm ára hafa hækkað um 0,85 prósentustig. Bjóðast nú 6,8% vextir Vaxtakjör taka mið af hlutfalli veðsetningar. Íbúðakaupendur með 30% eigið fé gátu í lok apríl fengið óverðtryggt lán hjá Landsbankanum með föstum vöxtum til þriggja ára með 5,90% vöxtum en bjóðast nú 6,90% vextir. Á sama tíma hafa fastir vextir óverðtryggðra lána til fimm ára hækkað úr 5,95% í 6,80% miðað við sama 70% veðsetningarhlutfall. Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Landsbankanum.Landsbankinn Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsbankanum, sagði við síðustu vaxtahækkun í byrjun júní að það væri sjaldgæft að bankinn breyti vöxtum sínum svona ört. Vextir óverðtryggðra húsnæðislána með fasta vexti hafi að jafnaði verið breytt einu sinni í mánuði á fyrri hluta ársins, sem sé tíðar en á seinustu árum. Vaxtatöflur lífeyrissjóða og hinna viðskiptabankanna bera þess sömuleiðis merki að samkeppnisaðilarnir hafi verið að hreyfa sig örar en áður. Skýrist af hröðum breytingum á skuldabréfamarkaði Hreiðar sagði skýringuna liggja í hröðum breytingum á skuldabréfamarkaði sem bankinn nýti meðal annars til að fjármagna sig til þriggja eða fimm ára. Sú hækkun hafi svo endurspeglast í þeim kjörum sem bankinn lánar út með þegar fólk festir húsnæðislánavexti sína til þriggja eða fimm ára. Líkur eru taldar á því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni kynna enn eina stýrivaxtahækkunina þann 22. júní sem muni hafa áhrif á vaxtakjör viðskiptabankanna.Vísir/Sigurjón Bæði hefur ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa og sértryggðra skuldabréfa hækkað nokkuð skarpt á seinustu misserum. Á sama tíma hafa verðbólguhorfur versnað bæði á Íslandi og erlendis sem leiðir til væntinga um frekari stýrivaxtahækkana sem aftur hafa áhrif til hækkunar á ávöxtunarkröfu á skuldabréfamörkuðum. Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir næstu stýrivaxtaákvörðun sína þann 22. júní næstkomandi og hafa bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spáð því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,75 prósentustig. Ef sú spá gengur eftir má gera ráð fyrir að vaxtahækkunin muni hafa áhrif á húsnæðislánakjör bankanna og lífeyrissjóða. Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hækka íbúðalánavexti í annað sinn á tveimur vikum Landsbankinn hækkaði á miðvikudag vexti óverðtryggðra íbúðalána í annað sinn á um tveimur vikum. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum lánum til þriggja ára hækkuðu um 0,35 prósentustig og 0,30 prósentustig í tilfelli nýrra lána með föstum vöxtum til fimm ára. 3. júní 2022 08:00 Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. 16. júní 2022 09:22 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til þriggja ára hækkuðu í dag um 0,50 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til fimm ára um 0,45 prósentustig. Þá hækka fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til fimm ára um 0,30 prósentustig. Landsbankinn hækkaði síðast fasta vexti óverðtryggðra íbúðalána þann 1. júní og þar áður 17. maí. Á sama tíma hafa bæði Íslandsbanki og Arion banki einungis hækkað vexti einu sinni frá því um miðjan maí. Fastir vextir nýrra óverðtryggða lána til þriggja ára hjá Landsbankanum hafa samanlagt hækkað um 1,0 prósentustig eftir síðustu þrjár vaxtaákvarðanir. Sambærileg lán með fasta vexti til fimm ára hafa hækkað um 0,85 prósentustig. Bjóðast nú 6,8% vextir Vaxtakjör taka mið af hlutfalli veðsetningar. Íbúðakaupendur með 30% eigið fé gátu í lok apríl fengið óverðtryggt lán hjá Landsbankanum með föstum vöxtum til þriggja ára með 5,90% vöxtum en bjóðast nú 6,90% vextir. Á sama tíma hafa fastir vextir óverðtryggðra lána til fimm ára hækkað úr 5,95% í 6,80% miðað við sama 70% veðsetningarhlutfall. Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Landsbankanum.Landsbankinn Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsbankanum, sagði við síðustu vaxtahækkun í byrjun júní að það væri sjaldgæft að bankinn breyti vöxtum sínum svona ört. Vextir óverðtryggðra húsnæðislána með fasta vexti hafi að jafnaði verið breytt einu sinni í mánuði á fyrri hluta ársins, sem sé tíðar en á seinustu árum. Vaxtatöflur lífeyrissjóða og hinna viðskiptabankanna bera þess sömuleiðis merki að samkeppnisaðilarnir hafi verið að hreyfa sig örar en áður. Skýrist af hröðum breytingum á skuldabréfamarkaði Hreiðar sagði skýringuna liggja í hröðum breytingum á skuldabréfamarkaði sem bankinn nýti meðal annars til að fjármagna sig til þriggja eða fimm ára. Sú hækkun hafi svo endurspeglast í þeim kjörum sem bankinn lánar út með þegar fólk festir húsnæðislánavexti sína til þriggja eða fimm ára. Líkur eru taldar á því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni kynna enn eina stýrivaxtahækkunina þann 22. júní sem muni hafa áhrif á vaxtakjör viðskiptabankanna.Vísir/Sigurjón Bæði hefur ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa og sértryggðra skuldabréfa hækkað nokkuð skarpt á seinustu misserum. Á sama tíma hafa verðbólguhorfur versnað bæði á Íslandi og erlendis sem leiðir til væntinga um frekari stýrivaxtahækkana sem aftur hafa áhrif til hækkunar á ávöxtunarkröfu á skuldabréfamörkuðum. Peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir næstu stýrivaxtaákvörðun sína þann 22. júní næstkomandi og hafa bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spáð því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,75 prósentustig. Ef sú spá gengur eftir má gera ráð fyrir að vaxtahækkunin muni hafa áhrif á húsnæðislánakjör bankanna og lífeyrissjóða.
Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hækka íbúðalánavexti í annað sinn á tveimur vikum Landsbankinn hækkaði á miðvikudag vexti óverðtryggðra íbúðalána í annað sinn á um tveimur vikum. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum lánum til þriggja ára hækkuðu um 0,35 prósentustig og 0,30 prósentustig í tilfelli nýrra lána með föstum vöxtum til fimm ára. 3. júní 2022 08:00 Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. 16. júní 2022 09:22 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Hækka íbúðalánavexti í annað sinn á tveimur vikum Landsbankinn hækkaði á miðvikudag vexti óverðtryggðra íbúðalána í annað sinn á um tveimur vikum. Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum lánum til þriggja ára hækkuðu um 0,35 prósentustig og 0,30 prósentustig í tilfelli nýrra lána með föstum vöxtum til fimm ára. 3. júní 2022 08:00
Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent. 16. júní 2022 09:22