Þingi frestað fram í september Bjarki Sigurðsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 16. júní 2022 07:08 Ýmis mál voru afgreidd á lokametrunum fyrir sumarfrí. Vísir/Vilhelm Fundum Alþingis hefur verið frestað fram í september en það var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem gerði það um klukkan hálftvö í nótt. Ýmis mál voru afgreidd á lokametrunum fyrir sumarfrí og má þar nefna auknar endurgreiðslur til stærri kvikmyndaverkefna og þá verður áfengisframleiðendum hérlendis leyft að selja afurðir sínar á framleiðslustað. Þannig mega brugghús, sem eru orðin fjölmörg hér á landi nú selja bjórinn sinn en það var óheimilt áður. Frumvarpið var samþykkt af öllum þeim 54 þingmönnum sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna og þá var samþykkt breytingartillaga sem gerir ráð fyrir að lögin taki þegar gildi um næstu mánaðamót, en ekki um áramót eins og frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir. Fyrr um daginn var Rammaáætlun síðan loksins samþykkt, í fyrsta sinn í níu ár sem samstaða næst um það. Þing gæti verið kallað saman í júlí Forsætisráðherra sagði síðan í gærkvöldi að þótt þingfundum væri nú frestað fram á haust áskilji hún sér þó rétt til að kalla þing saman í sumar þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar um hina umdeildu sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka kemur út, en búist er við skýrslunni í júlí. Meðal annarra mála sem flutt voru í gærkvöldi voru þingsályktunartillaga Pírata um vistmorð og fengu Viðreisnarmenn frumvarp sitt sem auðveldar þolendum heimilisofbeldis að fá skilnað. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var flutningsmaður tillögu Pírata sem snýr að því að fela ríkisstjórninni það að leggja tillögu fyrir þing aðildarríkja Alþjóðlega sakadómstólsins um að vistmorð verði viðurkennt í Rómarsamþykktinni sem brot á alþjóðalögum. Þá skal ríkisstjórnin leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um að vistmorð verði bannað í landslögum. Náttúruspjöll á óhugsandi stærðargráðu Tilgangur tillögunnar er að tryggja réttarstöðu náttúrunnar svo hægt sé að berjast fyrir réttlæti í þágu náttúrunnar. Í tilkynningu segir Andrés að náttúruspjöll á nánast óhugsandi stærðargráðu séu framin á hverjum einasta degi af stórfyrirtækjum og stofnunum um allan heim. „Barátta okkar fyrir viðurkenningu vistmorðs sem refsiverðs athæfis og innleiðingu í alþjóðlega og innlenda refsilöggjöf skilaði sér loks í dag þegar Alþingi vísaði þingsályktunartillögu okkar til ríkisstjórnarinnar,“ segir Andrés. Auðveldara fyrir þolendur heimilisofbeldis að skilja Frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferlið fyrir fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka síns eða býr á heimili þar sem barn hefur verið beitt ofbeldi var samþykkt í gær. Héðan í frá geta þolendur krafist lögskilnaðar ef maki gengst við broti sínu eða hefur hlotið dóm fyrir það, fyrir liggja upplýsingar frá lögreglu sem staðfesta útkall vegna heimilisofbeldis, önnur gögn á borð við áverkavottorð eða mat sálfræðings benda til þess að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu makans eða heildarmat á aðstæðum og upplýsingum gefur af öðrum ástæðum tilefni til þess að ætla að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu hins. Hanna Katrín Friðriksdóttir, flutningsmaður frumvarpsins, segir þetta vera miklar réttarbætur fyrir fólk í viðkvæmri stöðu. „Langþráðar úrbætur á hjúskaparlögum eru loks í höfn eftir að Alþingi samþykkti frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferli fyrir þolendur heimilisofbeldis. Við í Viðreisn erum stolt ef þessu máli og þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Hanna. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Viðreisn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Ýmis mál voru afgreidd á lokametrunum fyrir sumarfrí og má þar nefna auknar endurgreiðslur til stærri kvikmyndaverkefna og þá verður áfengisframleiðendum hérlendis leyft að selja afurðir sínar á framleiðslustað. Þannig mega brugghús, sem eru orðin fjölmörg hér á landi nú selja bjórinn sinn en það var óheimilt áður. Frumvarpið var samþykkt af öllum þeim 54 þingmönnum sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna og þá var samþykkt breytingartillaga sem gerir ráð fyrir að lögin taki þegar gildi um næstu mánaðamót, en ekki um áramót eins og frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir. Fyrr um daginn var Rammaáætlun síðan loksins samþykkt, í fyrsta sinn í níu ár sem samstaða næst um það. Þing gæti verið kallað saman í júlí Forsætisráðherra sagði síðan í gærkvöldi að þótt þingfundum væri nú frestað fram á haust áskilji hún sér þó rétt til að kalla þing saman í sumar þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar um hina umdeildu sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka kemur út, en búist er við skýrslunni í júlí. Meðal annarra mála sem flutt voru í gærkvöldi voru þingsályktunartillaga Pírata um vistmorð og fengu Viðreisnarmenn frumvarp sitt sem auðveldar þolendum heimilisofbeldis að fá skilnað. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var flutningsmaður tillögu Pírata sem snýr að því að fela ríkisstjórninni það að leggja tillögu fyrir þing aðildarríkja Alþjóðlega sakadómstólsins um að vistmorð verði viðurkennt í Rómarsamþykktinni sem brot á alþjóðalögum. Þá skal ríkisstjórnin leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um að vistmorð verði bannað í landslögum. Náttúruspjöll á óhugsandi stærðargráðu Tilgangur tillögunnar er að tryggja réttarstöðu náttúrunnar svo hægt sé að berjast fyrir réttlæti í þágu náttúrunnar. Í tilkynningu segir Andrés að náttúruspjöll á nánast óhugsandi stærðargráðu séu framin á hverjum einasta degi af stórfyrirtækjum og stofnunum um allan heim. „Barátta okkar fyrir viðurkenningu vistmorðs sem refsiverðs athæfis og innleiðingu í alþjóðlega og innlenda refsilöggjöf skilaði sér loks í dag þegar Alþingi vísaði þingsályktunartillögu okkar til ríkisstjórnarinnar,“ segir Andrés. Auðveldara fyrir þolendur heimilisofbeldis að skilja Frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferlið fyrir fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka síns eða býr á heimili þar sem barn hefur verið beitt ofbeldi var samþykkt í gær. Héðan í frá geta þolendur krafist lögskilnaðar ef maki gengst við broti sínu eða hefur hlotið dóm fyrir það, fyrir liggja upplýsingar frá lögreglu sem staðfesta útkall vegna heimilisofbeldis, önnur gögn á borð við áverkavottorð eða mat sálfræðings benda til þess að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu makans eða heildarmat á aðstæðum og upplýsingum gefur af öðrum ástæðum tilefni til þess að ætla að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu hins. Hanna Katrín Friðriksdóttir, flutningsmaður frumvarpsins, segir þetta vera miklar réttarbætur fyrir fólk í viðkvæmri stöðu. „Langþráðar úrbætur á hjúskaparlögum eru loks í höfn eftir að Alþingi samþykkti frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferli fyrir þolendur heimilisofbeldis. Við í Viðreisn erum stolt ef þessu máli og þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Hanna.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Viðreisn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira