Flúor ekki mælst meiri í lofti og lömbum við Grundartanga Eiður Þór Árnason skrifar 15. júní 2022 16:28 Álver Norðuráls á Grundartanga. Landsvirkjun Magn flúors var óvenjuhátt í kringum iðnaðarsvæðið á Grundartanga á seinasta ári þar sem Norðurál, Alur Álvinnsla og Elkem eru meðal annars með starfsemi. Þá var styrkur brennisteinstvíoxíðs og brennisteinsvetnis með því hæsta sem mælst hefur. Loftgæðamælingar á flúor við mælistöðina á Kríuvörðu voru fyrir ofan viðmiðunarmörk í starfsleyfi Norðuráls. Styrkur loftkennds flúors og flúors í svifryki í andrúmslofti rúmlega tvöfaldaðist þar milli ára og hefur aldrei mælst hærri. Aðrar mælingar á flúor voru innan starfsleyfismarka Norðuráls. Styrkur brennisteinstvíoxíðs og brennisteinsvetnis var í öllum tilvikum undir umhverfismörkum. Aðrar loftgæðamælingar í andrúmslofti uppfylltu viðmiðunarmörk í reglugerðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Eflu verkfræðistofu vegna umhverfisvöktunar á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Að sögn Eflu tengjast óvenju háar niðurstöður fyrir flúor og brennistein hugsanlega staðsetningu mælistöðva, veðurfari og áhrifum frá eldgosinu í Geldingadölum. Styrkur nituroxíða, svifryks og bensó(a)pýrens mældist í öllum tilvikum undir skilgreindum umhverfismörkum. Á Kríuvörðu mældist magn áfallins flúors og súlfats með úrkomu mjög hátt miðað við undanfarin ár en á Gröf II mældist magn áfallins flúors og súlfats svipað og árin á undan. Sýrustig úrkomu mældist það lægsta frá upphafi mælinga á öllum mælistöðvum, að því er fram kemur í samantekt Eflu. Ekki eru skilgreind umhverfismörk í reglugerðum fyrir styrk uppleystra efna og sýrustig í úrkomu. Styrkur flúors ekki mælst hærri í Kalmansá og Urriðaá Styrkur flúors í Kalmansá og Urriðaá var sá hæsti á seinasta ári frá upphafi mælinga í báðum ám. Sýrustig og meðalstyrkur flúors og súlfats var þó í öllum vöktunarám innan þeirra marka sem skilgreind eru í neysluvatnsreglugerð. Styrkur flúors í dragánum hefur haldist óbreyttur undanfarin ár og er um fjórum sinnum lægri en í Kalmansá og Urriðaá. Mælingar í gróðri leiddu í ljós að niðurstöður fyrir flúor í grasi árið 2021 voru óvenjulegar. Að sögn Eflu var hækkun á flúor í grasi á öllum svæðum milli ára nema í Stekkjarási sem er innan þynningarsvæðisins í kringum iðnaðarsvæðið. Mest var hækkunin í Kjós og í viðmiðunarsýnum í Skorradal og hefur viðlíka hækkun aldrei sést áður síðan þar hófst vöktun. Álver Norðuráls á Grundartanga var gangsett árið 1998.Vísir/Vilhelm Í öllum tilvikum mældist flúor í grasi þó undir töldum þolmörkum grasa og undir reglugerðarmörkum um magn flúors í fóðri, að sögn Eflu. Hækkun var á meðalstyrk flúors í grasi bæði norðan og sunnan fjarðar miðað við árið 1997 en engin breyting var miðað við árið 2007. Niðurstöður fyrir flúor í laufi sýna sömu fylgni og grassýnin. Flúor hækkaði á milli ára á öllum svæðum nema Stekkjarás sem er innan þynningarsvæðis. Hækkunin var mest í Kjós og austan iðnaðarsvæðisins, og í viðmiðunarsýnunum í Skorradal. Styrkur flúors í laufi mældist á öllum vöktunarstöðum undir þolmörkum lauftrjáa. Engin breyting var á meðalstyrk flúors í eins árs eða tveggja ára barri norðan fjarðar miðað við árið 1997 og árið 2007. Hins vegar mældist hækkun á meðalstyrk flúors í eins og tveggja ára barri sunnan fjarðar miðað við árið 1997, en engin breyting miðað við árið 2007. Aldrei mælst hærri styrkur flúors í lambi Jafnframt kemur fram í skýrslu Eflu að meðalstyrkur flúors í lömbum austan, norðan og norðvestur af iðnaðarsvæðinu hafi ekki mælst jafn hár síðan 2007. Meðalstyrkur flúors í lömbum frá öðrum vöktunarbæjum norðan fjarðar hafi verið innan þeirra sveiflu sem mælingar hafi sýnt frá árinu 2007. Ekki eru skilgreind viðmiðunarmörk í íslenskum reglugerðum fyrir styrk flúors í kjálkabeinum lamba eða fullorðins fjár. „Frá því að vöktun hófst hefur aldrei áður mælst hærri styrkur flúors í lambi. Í tveimur tilfellum mældist flúor yfir þeim mörkum sem talin eru valda tannskemmdum vegna flúors í dádýrum samkvæmt norskri rannsókn og í einu tilfelli yfir þeim mörkum þar sem hætta er talin á tannskemmdum í dádýrum,“ segir í skýrslunni. Þó hafi ekki verið greinilegt samband milli tannheilsu og styrks flúors í kjálkabeinum lamba. Árið 2021 var breyting til hækkunar á meðalstyrk flúors í kjálkum lamba norðan fjarðar miðað við árin 1997 og 2020, en var óbreyttur miðað við árið 2007. Sunnan fjarðar var meðalstyrkur flúors hærri árið 2021 miðað við árin 1997, 2007 og 2020. „Frá einum bæ mældist meðalstyrkur flúors í kjálkabeinum fullorðins fjár yfir þeim mörkum sem talin eru valda tannskemmdum í dádýrum. Meðalstyrkur flúors frá öðrum fimm bæjum var yfir viðmiðum, þar sem hætta er talin á tannskemmdum vegna flúors í dádýrum samkvæmt norskri rannsókn.“ Ástand tanna og liðamóta innan marka Ekki var marktæk breyting á meðalstyrk flúors í fullorðnu fé norðan Hvalfjarðar miðað við árin 2007 og 2020 en marktæk hækkun var miðað við árið 1997. Sunnan fjarðar var marktæk breyting til hækkunar á meðalstyrk flúors í fullorðnu fé miðað við árin 1997, 2007 og 2020. Niðurstöður skoðunar dýralæknis á tönnum og liðamótum framfóta lifandi sauðfjár og hrossa gáfu til kynna að áhrif flúors séu ekki greinanleg. Að sögn Eflu var ástand tanna og liðamóta innan þeirra marka sem dýralæknir taldi eðlilegt. Niðurstöður fyrir ferskvatn, gras, sjó, krækling leiddu í ljós að öll viðmiðunarmörk voru uppfyllt sem sett eru í reglugerðum. Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga fór fram samkvæmt umhverfisvöktunaráætlun sem gildir til ársins 2028 en tilgangur vöktunarinnar er að meta áhrif starfsemi á iðnaðarsvæðinu á umhverfið. Árið 2021 voru gerðar mælingar á loftgæðum, ferskvatni, umhverfi flæðigryfja í sjó, lífríki sjávar, móareitum, gróðri og grasbítum. Alur Álvinnsla, Elkem Ísland og Norðurál Grundartangi taka þátt í umhverfisvöktuninni. Umhverfismál Hvalfjarðarsveit Áliðnaður Stóriðja Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Loftgæðamælingar á flúor við mælistöðina á Kríuvörðu voru fyrir ofan viðmiðunarmörk í starfsleyfi Norðuráls. Styrkur loftkennds flúors og flúors í svifryki í andrúmslofti rúmlega tvöfaldaðist þar milli ára og hefur aldrei mælst hærri. Aðrar mælingar á flúor voru innan starfsleyfismarka Norðuráls. Styrkur brennisteinstvíoxíðs og brennisteinsvetnis var í öllum tilvikum undir umhverfismörkum. Aðrar loftgæðamælingar í andrúmslofti uppfylltu viðmiðunarmörk í reglugerðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Eflu verkfræðistofu vegna umhverfisvöktunar á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Að sögn Eflu tengjast óvenju háar niðurstöður fyrir flúor og brennistein hugsanlega staðsetningu mælistöðva, veðurfari og áhrifum frá eldgosinu í Geldingadölum. Styrkur nituroxíða, svifryks og bensó(a)pýrens mældist í öllum tilvikum undir skilgreindum umhverfismörkum. Á Kríuvörðu mældist magn áfallins flúors og súlfats með úrkomu mjög hátt miðað við undanfarin ár en á Gröf II mældist magn áfallins flúors og súlfats svipað og árin á undan. Sýrustig úrkomu mældist það lægsta frá upphafi mælinga á öllum mælistöðvum, að því er fram kemur í samantekt Eflu. Ekki eru skilgreind umhverfismörk í reglugerðum fyrir styrk uppleystra efna og sýrustig í úrkomu. Styrkur flúors ekki mælst hærri í Kalmansá og Urriðaá Styrkur flúors í Kalmansá og Urriðaá var sá hæsti á seinasta ári frá upphafi mælinga í báðum ám. Sýrustig og meðalstyrkur flúors og súlfats var þó í öllum vöktunarám innan þeirra marka sem skilgreind eru í neysluvatnsreglugerð. Styrkur flúors í dragánum hefur haldist óbreyttur undanfarin ár og er um fjórum sinnum lægri en í Kalmansá og Urriðaá. Mælingar í gróðri leiddu í ljós að niðurstöður fyrir flúor í grasi árið 2021 voru óvenjulegar. Að sögn Eflu var hækkun á flúor í grasi á öllum svæðum milli ára nema í Stekkjarási sem er innan þynningarsvæðisins í kringum iðnaðarsvæðið. Mest var hækkunin í Kjós og í viðmiðunarsýnum í Skorradal og hefur viðlíka hækkun aldrei sést áður síðan þar hófst vöktun. Álver Norðuráls á Grundartanga var gangsett árið 1998.Vísir/Vilhelm Í öllum tilvikum mældist flúor í grasi þó undir töldum þolmörkum grasa og undir reglugerðarmörkum um magn flúors í fóðri, að sögn Eflu. Hækkun var á meðalstyrk flúors í grasi bæði norðan og sunnan fjarðar miðað við árið 1997 en engin breyting var miðað við árið 2007. Niðurstöður fyrir flúor í laufi sýna sömu fylgni og grassýnin. Flúor hækkaði á milli ára á öllum svæðum nema Stekkjarás sem er innan þynningarsvæðis. Hækkunin var mest í Kjós og austan iðnaðarsvæðisins, og í viðmiðunarsýnunum í Skorradal. Styrkur flúors í laufi mældist á öllum vöktunarstöðum undir þolmörkum lauftrjáa. Engin breyting var á meðalstyrk flúors í eins árs eða tveggja ára barri norðan fjarðar miðað við árið 1997 og árið 2007. Hins vegar mældist hækkun á meðalstyrk flúors í eins og tveggja ára barri sunnan fjarðar miðað við árið 1997, en engin breyting miðað við árið 2007. Aldrei mælst hærri styrkur flúors í lambi Jafnframt kemur fram í skýrslu Eflu að meðalstyrkur flúors í lömbum austan, norðan og norðvestur af iðnaðarsvæðinu hafi ekki mælst jafn hár síðan 2007. Meðalstyrkur flúors í lömbum frá öðrum vöktunarbæjum norðan fjarðar hafi verið innan þeirra sveiflu sem mælingar hafi sýnt frá árinu 2007. Ekki eru skilgreind viðmiðunarmörk í íslenskum reglugerðum fyrir styrk flúors í kjálkabeinum lamba eða fullorðins fjár. „Frá því að vöktun hófst hefur aldrei áður mælst hærri styrkur flúors í lambi. Í tveimur tilfellum mældist flúor yfir þeim mörkum sem talin eru valda tannskemmdum vegna flúors í dádýrum samkvæmt norskri rannsókn og í einu tilfelli yfir þeim mörkum þar sem hætta er talin á tannskemmdum í dádýrum,“ segir í skýrslunni. Þó hafi ekki verið greinilegt samband milli tannheilsu og styrks flúors í kjálkabeinum lamba. Árið 2021 var breyting til hækkunar á meðalstyrk flúors í kjálkum lamba norðan fjarðar miðað við árin 1997 og 2020, en var óbreyttur miðað við árið 2007. Sunnan fjarðar var meðalstyrkur flúors hærri árið 2021 miðað við árin 1997, 2007 og 2020. „Frá einum bæ mældist meðalstyrkur flúors í kjálkabeinum fullorðins fjár yfir þeim mörkum sem talin eru valda tannskemmdum í dádýrum. Meðalstyrkur flúors frá öðrum fimm bæjum var yfir viðmiðum, þar sem hætta er talin á tannskemmdum vegna flúors í dádýrum samkvæmt norskri rannsókn.“ Ástand tanna og liðamóta innan marka Ekki var marktæk breyting á meðalstyrk flúors í fullorðnu fé norðan Hvalfjarðar miðað við árin 2007 og 2020 en marktæk hækkun var miðað við árið 1997. Sunnan fjarðar var marktæk breyting til hækkunar á meðalstyrk flúors í fullorðnu fé miðað við árin 1997, 2007 og 2020. Niðurstöður skoðunar dýralæknis á tönnum og liðamótum framfóta lifandi sauðfjár og hrossa gáfu til kynna að áhrif flúors séu ekki greinanleg. Að sögn Eflu var ástand tanna og liðamóta innan þeirra marka sem dýralæknir taldi eðlilegt. Niðurstöður fyrir ferskvatn, gras, sjó, krækling leiddu í ljós að öll viðmiðunarmörk voru uppfyllt sem sett eru í reglugerðum. Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðisins á Grundartanga fór fram samkvæmt umhverfisvöktunaráætlun sem gildir til ársins 2028 en tilgangur vöktunarinnar er að meta áhrif starfsemi á iðnaðarsvæðinu á umhverfið. Árið 2021 voru gerðar mælingar á loftgæðum, ferskvatni, umhverfi flæðigryfja í sjó, lífríki sjávar, móareitum, gróðri og grasbítum. Alur Álvinnsla, Elkem Ísland og Norðurál Grundartangi taka þátt í umhverfisvöktuninni.
Umhverfismál Hvalfjarðarsveit Áliðnaður Stóriðja Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira