Sport

Serena Williams stefnir á endurkomu á Wimbledon

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Serena Williams stefnir á endurkomu.
Serena Williams stefnir á endurkomu. Julian Finney/Getty Images

Bandaríska tenniskonan Serena Williams stefnir á að keppa á Wimbledon-mótinu í tennis í sumar eftir árs fjarveru frá keppni vegna meiðsla.

Þessi áður efsta kona heimslistans í tennis gaf þetta til kynna í færslu á samfélagsmiðlum sínum.

„SW og SW19, það er stefnu­mót. 2022 Sé ykk­ur þar,“ skrifaði Serena, en SW19 vísar til póst­núm­ers­ins þar sem Wimbledon-mótið er haldið hjá All Eng­land Lawn Tenn­is Club.

Serena er nú orðin fertug og situr í sæti númer 1.208 á heimslistanum. Hún hefur ekki keppt á stórmóti síðan hún féll úr keppni í fyrstu um­ferð Wimbledon-móts­ins síðasta sum­ar. Hún hef­ur unnið Wimbledon-mótið sjö sinn­um á ferl­in­um og alls hrósað 23 sinn­um sigri á ri­sa­mót­um í tenn­is.

Hún er ekki skráð til leiks í einliðal­eik móts­ins og þarf því sér­stakt leyfi, svo­kallað „wildcard“ til að fá að keppa á mót­inu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×