Vann fyrstu keppni ofurdeildarinnar en segist ekki pæla í hvaðan peningarnir koma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2022 08:01 Charl Schwartzel þénaði töluvert um helgina. Craig Mercer/Getty Images Atvinnukylfingurinn Charl Schwartzel vann fyrsta mót LIV-mótaraðarinnar sem fram fór á Centurion-vellinum í Englandi í gær. Mótaröðin er eins og áður hefur komið fram á Vísi fjármögnuð af stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Í aðdraganda mótsins hefur mikið verið fjallað um eignarhald mótaraðarinnar sem hefur verið sett upp til höfuðs PGA-mótaröðinni. Þónokkrir af frægustu kylfingum heims sögðu sig úr PGA-móti til að taka þátt á Centurion-vellinum. Í kjölfarið ákvað PGA að banna þeim kylfingum að taka þátt. Hinn 37 ára gamli Schwartzel sér eflaust ekki eftir ákvörðuninni en hann vann sér inn samtals 4,75 milljónir Bandararíkjadala um helgina. Aðspurður hvort honum væri sama hvaðan peningurinn kæmi þá sagði hann svo vera. „Ég hef aldrei á mínum 20 ára ferli alvarlega íhugað hvaðan peningarnar koma. Ef ég væri að grandskoða alla þá staði sem ég hef spilað þá mætti eflaust finna eitthvað að í hvert skipti. Það er erfit tað svara þessari spurningu, við getum rætt þetta í allan dag.“ "Where money comes from is not something I've ever looked at in my career"Charl Schwartzel responds to concerns over the source of the LIV Series prize fund.pic.twitter.com/vFWFugTYm3— Sky Sports (@SkySports) June 12, 2022 Líkt og aðrir kylfingar mótaraðarinnar þá hafa menn ekki viljað svara spurningum varðandi rót peninganna. Það Hinn 37 ára gamli Schwartzel er frá Suður-Afríku og hefur áður keppt á PGA-mótaröðinni, Evrópu-mótaröðinni og Sólskins-mótaröðinni. Nú er hann er kominn í sögubækurnar sem sigurvegari fyrstu keppni LIV-mótaraðarinnar. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Í aðdraganda mótsins hefur mikið verið fjallað um eignarhald mótaraðarinnar sem hefur verið sett upp til höfuðs PGA-mótaröðinni. Þónokkrir af frægustu kylfingum heims sögðu sig úr PGA-móti til að taka þátt á Centurion-vellinum. Í kjölfarið ákvað PGA að banna þeim kylfingum að taka þátt. Hinn 37 ára gamli Schwartzel sér eflaust ekki eftir ákvörðuninni en hann vann sér inn samtals 4,75 milljónir Bandararíkjadala um helgina. Aðspurður hvort honum væri sama hvaðan peningurinn kæmi þá sagði hann svo vera. „Ég hef aldrei á mínum 20 ára ferli alvarlega íhugað hvaðan peningarnar koma. Ef ég væri að grandskoða alla þá staði sem ég hef spilað þá mætti eflaust finna eitthvað að í hvert skipti. Það er erfit tað svara þessari spurningu, við getum rætt þetta í allan dag.“ "Where money comes from is not something I've ever looked at in my career"Charl Schwartzel responds to concerns over the source of the LIV Series prize fund.pic.twitter.com/vFWFugTYm3— Sky Sports (@SkySports) June 12, 2022 Líkt og aðrir kylfingar mótaraðarinnar þá hafa menn ekki viljað svara spurningum varðandi rót peninganna. Það Hinn 37 ára gamli Schwartzel er frá Suður-Afríku og hefur áður keppt á PGA-mótaröðinni, Evrópu-mótaröðinni og Sólskins-mótaröðinni. Nú er hann er kominn í sögubækurnar sem sigurvegari fyrstu keppni LIV-mótaraðarinnar.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira