„Við munum ekki hika við að berjast“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2022 15:01 Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína. AP/Danial Hakim Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið. Þá hét Wei því að ekkert myndi koma í veg fyrir „sameiningu“ Kína og Taívans. Hann hafnaði alfarið ásökunum Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um að Kínverjar væru að auka spennu á svæðinu með þrýstingi þeirra á Taívan og auknum hernaðarumsvifum. Austin sagði í ræðu sinni í gær að Bandaríkin þyrftu að vinna með ríkjum á svæðinu og tryggja öryggi. Wei sagði ummæli Austins til marks um að Bandaríkin ætluðu sér að einangra Kína. „Ekkert ríki ætti að koma vilja sínum yfir önnur ríki eða níðast á öðrum undir merkjum alþjóðasamvinnu,“ sagði Wei. Hann sagði áætlun Bandaríkjanna beinast gegn einu ríki og henni væri ætlað að efna til átaka og einangra og halda aftur af Kína, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Austin notaði ræðu sína einnig til þess að ítreka stuðning Bandaríkjanna við Taívan. Undanfarin ári hefur spennan milli Kína og Bandaríkjanna aukist töluvert. Bandaríkin hafa gagnrýnt Kína fyrir þann þrýsting sem kommúnistaríkið beitir Taívan, vegna ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs, vegna umfangsmikilla njósna í Bandaríkjunum, þjóðarmorð gegn Úígúrum í vesturhluta Kína og ýmislegt annað. Kínverjar hafa sömuleiðis gagnrýnt Bandaríkin vegna stuðnings þeirra við Taívan og skipasiglingar um Suður-Kínahaf. Þá hafa ráðamenn í Peking lengi sakað Bandaríkjamenn um að vilja halda aftur af Kína og koma í veg fyrir upprisu þess sem heimsveldi. Wei sagði á ráðstefnunni í morgun að Bandaríkjamenn væru ítrekað að beita „Taívan spilinu“ gegn Kína og sakaði Bandaríkjamenn um að fylgja ekki „eitt Kína“ stefnunni svokölluðu. Hann sagði einnig að samskipti Kína og Bandaríkjanna væru á ákveðnum vendipunkti og það væri á höndum Bandaríkjamann að bæta þau, samkvæmt frétt Reuters. „Við biðjum Bandaríkjamenn um að hætta að rógbera og halda aftur af Kína. Hætta að skipta sér að innanríkismálum Kína. Samskipti ríkjanna geta ekki skánað nema Bandaríkjamenn geri það," sagði Wei. Sagði ekkert geta stöðvað sameiningu Ráðherrann sagði Kínverja óska þess að Taívan yrði sameinað meginlandinu á friðsaman máta. Ráðamenn í Peking myndu þó gera hvað sem er til að ná yfirráðum yfir Taívan og hervald kæmi vel til greina. Ekkert gæti komið í veg fyrir „sameininguna“. Sjá einnig: Gætu lamað varnir Taívans í skyndi Wei sagði einnig að allar tilraunir Taívana til að lýsa yfir sjálfstæði myndu leiða til stríðs. „Við munum ekki hika við að berjast, hvað sem það kostar og við munum berjast til hins síðasta,“ sagði Wei. „Það yrði eini kostur Kína.“ Kína Bandaríkin Taívan Suður-Kínahaf Hernaður Tengdar fréttir Vilja ekki nýtt kalt stríð við Kínverja Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn ekki vilja nýtt kalt stríð við Kína og þeir muni ekki standa í vegi aukins hagvaxtar ríkisins. Þetta sagði Blinken í ræðu sem hann flutti í gær um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína og sagði hann að þó stríðið í Úkraínu væri stærsta ógn við stöðugleika í heiminum til skamms tíma, stafaði Bandaríkjunum meiri ógn af Kína. 27. maí 2022 11:42 Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans. 23. maí 2022 09:11 Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar. 1. apríl 2022 10:31 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Þá hét Wei því að ekkert myndi koma í veg fyrir „sameiningu“ Kína og Taívans. Hann hafnaði alfarið ásökunum Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um að Kínverjar væru að auka spennu á svæðinu með þrýstingi þeirra á Taívan og auknum hernaðarumsvifum. Austin sagði í ræðu sinni í gær að Bandaríkin þyrftu að vinna með ríkjum á svæðinu og tryggja öryggi. Wei sagði ummæli Austins til marks um að Bandaríkin ætluðu sér að einangra Kína. „Ekkert ríki ætti að koma vilja sínum yfir önnur ríki eða níðast á öðrum undir merkjum alþjóðasamvinnu,“ sagði Wei. Hann sagði áætlun Bandaríkjanna beinast gegn einu ríki og henni væri ætlað að efna til átaka og einangra og halda aftur af Kína, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Austin notaði ræðu sína einnig til þess að ítreka stuðning Bandaríkjanna við Taívan. Undanfarin ári hefur spennan milli Kína og Bandaríkjanna aukist töluvert. Bandaríkin hafa gagnrýnt Kína fyrir þann þrýsting sem kommúnistaríkið beitir Taívan, vegna ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs, vegna umfangsmikilla njósna í Bandaríkjunum, þjóðarmorð gegn Úígúrum í vesturhluta Kína og ýmislegt annað. Kínverjar hafa sömuleiðis gagnrýnt Bandaríkin vegna stuðnings þeirra við Taívan og skipasiglingar um Suður-Kínahaf. Þá hafa ráðamenn í Peking lengi sakað Bandaríkjamenn um að vilja halda aftur af Kína og koma í veg fyrir upprisu þess sem heimsveldi. Wei sagði á ráðstefnunni í morgun að Bandaríkjamenn væru ítrekað að beita „Taívan spilinu“ gegn Kína og sakaði Bandaríkjamenn um að fylgja ekki „eitt Kína“ stefnunni svokölluðu. Hann sagði einnig að samskipti Kína og Bandaríkjanna væru á ákveðnum vendipunkti og það væri á höndum Bandaríkjamann að bæta þau, samkvæmt frétt Reuters. „Við biðjum Bandaríkjamenn um að hætta að rógbera og halda aftur af Kína. Hætta að skipta sér að innanríkismálum Kína. Samskipti ríkjanna geta ekki skánað nema Bandaríkjamenn geri það," sagði Wei. Sagði ekkert geta stöðvað sameiningu Ráðherrann sagði Kínverja óska þess að Taívan yrði sameinað meginlandinu á friðsaman máta. Ráðamenn í Peking myndu þó gera hvað sem er til að ná yfirráðum yfir Taívan og hervald kæmi vel til greina. Ekkert gæti komið í veg fyrir „sameininguna“. Sjá einnig: Gætu lamað varnir Taívans í skyndi Wei sagði einnig að allar tilraunir Taívana til að lýsa yfir sjálfstæði myndu leiða til stríðs. „Við munum ekki hika við að berjast, hvað sem það kostar og við munum berjast til hins síðasta,“ sagði Wei. „Það yrði eini kostur Kína.“
Kína Bandaríkin Taívan Suður-Kínahaf Hernaður Tengdar fréttir Vilja ekki nýtt kalt stríð við Kínverja Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn ekki vilja nýtt kalt stríð við Kína og þeir muni ekki standa í vegi aukins hagvaxtar ríkisins. Þetta sagði Blinken í ræðu sem hann flutti í gær um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína og sagði hann að þó stríðið í Úkraínu væri stærsta ógn við stöðugleika í heiminum til skamms tíma, stafaði Bandaríkjunum meiri ógn af Kína. 27. maí 2022 11:42 Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans. 23. maí 2022 09:11 Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar. 1. apríl 2022 10:31 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Vilja ekki nýtt kalt stríð við Kínverja Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn ekki vilja nýtt kalt stríð við Kína og þeir muni ekki standa í vegi aukins hagvaxtar ríkisins. Þetta sagði Blinken í ræðu sem hann flutti í gær um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína og sagði hann að þó stríðið í Úkraínu væri stærsta ógn við stöðugleika í heiminum til skamms tíma, stafaði Bandaríkjunum meiri ógn af Kína. 27. maí 2022 11:42
Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans. 23. maí 2022 09:11
Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar. 1. apríl 2022 10:31