Kolbeinn Þórðarson: Ég væri klár á morgun í 90 mínútur í þessu umspili Sverrir Mar Smárason skrifar 11. júní 2022 21:47 Kolbeinn fagnar marki með liðsfélögum sínum í leiknum í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Kolbeinn Þórðarson, miðjumaður íslenska u21 landsliðsins, var að vonum gríðarlega glaður í leikslok þegar liðið tryggði sér í umspil fyrir lokamót EM2023. „Tilfinningin er æðisleg. Þetta er frábær leikur. Við vinnum þetta 5-0. Fullkominn leikur í alla staði. Það var smá stress þegar við vorum að bíða eftir úrslitunum (í Portúgal-Grikkland), sérstaklega af því þeir skoruðu þarna seint Grikkirnir. En mér bara líður ekkert eðlilega vel,“ sagði Kolbeinn. Stúkan í Víkinni var svo gott sem full í kvöld og þegar flautað var af í Portúgal og ljóst var að Ísland hefði tryggt sér í umspil þá brutust út mikil fagnaðarlæti. „Þetta er bara æðislegt. Við erum svo ánægðir með stuðninginn sem við fengum og bara frábært að fá fullt af fólki. Þau létu vel í sér heyra og strákarnir á trommunum eiga allt hrós í heiminum skilið. Þeir voru magnaðir,“ sagði Kolbeinn um stuðninginn í dag. Kýpur vann fyrr í þessum glugga 3-0 sigur á Grikklandi. Þeir koma svo og mæta Íslandi í dag en fá varla færi til þess að skora. Allt samkvæmt plani og ekkert kom á óvart segir Kolbeinn. „Leikurinn fór eiginlega akkúrat eins og við lögðum upp með. Við vorum að pressa þá hátt og vinna boltann og vorum að njóta þess að sækja á þá. Við vorum frábærir sóknarlega og sýnum það bara með því að skora fimm mörk.“ U21 landsliðið spilaði þrjá leiki á heimavelli í þessum landsleikjaglugga, vann þá alla og var með markatöluna 17-1. „Mér finnst við vera búnir að spila vel alla undankeppnina en núna erum við að skora á lykilaugnablikum. Við erum að nýta færin sem við fáum, við erum ekki að gefa klaufamörk, við erum að spila nánast fullkomna leiki og þetta er bara frábær hópur og það er frábært að vera í þessu liði,“ sagði Kolbeinn. Umspilið fer fram í september en Kolbeinn væri klár á morgun. „Ég væri klár á morgun í 90 mínútur í þessu umspili. Þetta er geggjað og við erum spenntir,“ sagði Kolbeinn að lokum. Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
„Tilfinningin er æðisleg. Þetta er frábær leikur. Við vinnum þetta 5-0. Fullkominn leikur í alla staði. Það var smá stress þegar við vorum að bíða eftir úrslitunum (í Portúgal-Grikkland), sérstaklega af því þeir skoruðu þarna seint Grikkirnir. En mér bara líður ekkert eðlilega vel,“ sagði Kolbeinn. Stúkan í Víkinni var svo gott sem full í kvöld og þegar flautað var af í Portúgal og ljóst var að Ísland hefði tryggt sér í umspil þá brutust út mikil fagnaðarlæti. „Þetta er bara æðislegt. Við erum svo ánægðir með stuðninginn sem við fengum og bara frábært að fá fullt af fólki. Þau létu vel í sér heyra og strákarnir á trommunum eiga allt hrós í heiminum skilið. Þeir voru magnaðir,“ sagði Kolbeinn um stuðninginn í dag. Kýpur vann fyrr í þessum glugga 3-0 sigur á Grikklandi. Þeir koma svo og mæta Íslandi í dag en fá varla færi til þess að skora. Allt samkvæmt plani og ekkert kom á óvart segir Kolbeinn. „Leikurinn fór eiginlega akkúrat eins og við lögðum upp með. Við vorum að pressa þá hátt og vinna boltann og vorum að njóta þess að sækja á þá. Við vorum frábærir sóknarlega og sýnum það bara með því að skora fimm mörk.“ U21 landsliðið spilaði þrjá leiki á heimavelli í þessum landsleikjaglugga, vann þá alla og var með markatöluna 17-1. „Mér finnst við vera búnir að spila vel alla undankeppnina en núna erum við að skora á lykilaugnablikum. Við erum að nýta færin sem við fáum, við erum ekki að gefa klaufamörk, við erum að spila nánast fullkomna leiki og þetta er bara frábær hópur og það er frábært að vera í þessu liði,“ sagði Kolbeinn. Umspilið fer fram í september en Kolbeinn væri klár á morgun. „Ég væri klár á morgun í 90 mínútur í þessu umspili. Þetta er geggjað og við erum spenntir,“ sagði Kolbeinn að lokum.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti