Prjónahátíð á Blönduósi um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. júní 2022 12:23 Svanhildur Pálsdóttir, sem er viðburðastjóri Prjónahátíðarinnar á Blönduósi um helgina. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmenni er á Blönduósi um helgina, þó aðallega konur á öllum aldri því þar stendur yfir prjónahátíð. Markmiðið hátíðarinnar er að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum við prjónaskapinn. Prjónahátíðin er haldin á vegum Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi en hún hefur verið haldin í nokkur ár alltaf aðra helgina í júní. Hátíðin stækkar og stækkar með hverju ári en núna um helgina verða til dæmis haldin 25 mismunandi prjónanámskeið og áhugaverðir fyrirlestrar eru á sínum stað, auk nokkurra örkynninga á prjónatengdum viðfangsefnum. Þá er sérstakt garnatorg í íþróttamiðstöðinni og þar eru líka um 30 söluaðilar að selja spennandi vörur fyrir prjónalífið. Foreldrar þessara tvíbura frá Stokkseyri eru mætt á Blönduós til að taka þátt í hátíð helgarinnar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Svanhildur Pálsdóttir, er viðburðastjóri Prjónahátíðarinnar. „Okkur finnst svo gaman að hittast þannig að það er alveg tilvalið að halda prjónahátíð. Við erum með mjög fjölbreytta dagskrá því það er mjög margt um að vera alla helgina. Í íþróttamiðstöðinni er til dæmis svokallað garntorg og þar eru 30 söluaðilar, sem ætla að selja garn og allskonar prjónatengdar vörur. Þar er líka stórt prjónakaffihús og þar eru sýningar, segir Svanhildur og bætir við: Prjónagleðin er alltaf haldin á Blönduósi aðra helgina í júní.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Á morgun, sunnudag er t.d. prjónamessa og prjónaganga, þannig að það er endalaust eitthvað af viðburðum. Það eru líka sýningar í Húnabúð, þannig að fólk er svo mikið að taka þátt núna, bæjarbúar að fitja upp á einhverju skemmtilegu og vera með okkur í þessu, sem að skiptir ótrúlega miklu máli.“ En geta allir lært að prjóna? Já, það geta allir lært að prjóna og þessi hátíð er fyrir alla,“ segir Svanhildur kampakát yfir vinsældum hátíðarinnar. Búið er að skreyta víða utandyra á Blönduósi um helgina með prjóni hér og þar á skemmtilegan hátt.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Handverk Prjónaskapur Húnabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Prjónahátíðin er haldin á vegum Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi en hún hefur verið haldin í nokkur ár alltaf aðra helgina í júní. Hátíðin stækkar og stækkar með hverju ári en núna um helgina verða til dæmis haldin 25 mismunandi prjónanámskeið og áhugaverðir fyrirlestrar eru á sínum stað, auk nokkurra örkynninga á prjónatengdum viðfangsefnum. Þá er sérstakt garnatorg í íþróttamiðstöðinni og þar eru líka um 30 söluaðilar að selja spennandi vörur fyrir prjónalífið. Foreldrar þessara tvíbura frá Stokkseyri eru mætt á Blönduós til að taka þátt í hátíð helgarinnar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Svanhildur Pálsdóttir, er viðburðastjóri Prjónahátíðarinnar. „Okkur finnst svo gaman að hittast þannig að það er alveg tilvalið að halda prjónahátíð. Við erum með mjög fjölbreytta dagskrá því það er mjög margt um að vera alla helgina. Í íþróttamiðstöðinni er til dæmis svokallað garntorg og þar eru 30 söluaðilar, sem ætla að selja garn og allskonar prjónatengdar vörur. Þar er líka stórt prjónakaffihús og þar eru sýningar, segir Svanhildur og bætir við: Prjónagleðin er alltaf haldin á Blönduósi aðra helgina í júní.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Á morgun, sunnudag er t.d. prjónamessa og prjónaganga, þannig að það er endalaust eitthvað af viðburðum. Það eru líka sýningar í Húnabúð, þannig að fólk er svo mikið að taka þátt núna, bæjarbúar að fitja upp á einhverju skemmtilegu og vera með okkur í þessu, sem að skiptir ótrúlega miklu máli.“ En geta allir lært að prjóna? Já, það geta allir lært að prjóna og þessi hátíð er fyrir alla,“ segir Svanhildur kampakát yfir vinsældum hátíðarinnar. Búið er að skreyta víða utandyra á Blönduósi um helgina með prjóni hér og þar á skemmtilegan hátt.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Handverk Prjónaskapur Húnabyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira