Húmbúkk að lögreglan þurfi heimildir til að halda fólki lengur í gæsluvarðhaldi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2022 13:01 Hæstaréttarlögmaður segir það stórt skref afturábak ef menn ætla að taka undir orð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um þörf á auknum heimildum lögreglu til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi. Lögmaðurinn segir Evrópuráðið og stofnanir þess hafa þrýst á íslensk stjórnvöld að herða skilyrði um gæsluvarðhald. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallaði í gær eftir vægari kröfum um gæsluvarðhald en hún vill að lögregla fái auknar heimildir til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi. Evrópuráðið hafi þrýst á íslenska löggjafann að herða skilyrðin Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður segir hugmyndina boða mikla afturför. „Þetta er skref aftur á bak í þeim lagalegu og réttarfarslegu framförum sem átt hafa sér stað. Evrópuráðið og stofnanir þess hafa þrýst á íslensk stjórnvöld og löggjafann á Íslandi að einmitt herða skilyrðin og minnka notkun á einangrun í gæsluvarðhaldi og gæsluvarðhaldi og herða skilyrði fyrir einangrun. Þetta yrði bara mikið skref aftur á bak og myndi þar að auki stórfjölga skaðabótamálum á hendur ríkinu, mál sem einstaklingar sem hefur verið haldið að ósekju eða of lengi myndu höfða.“ Lögreglustjórinn segir rannsókn á málum er varða skipulagða brotastarfsemi flókna og að heimild til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi myndu greiða fyrir rannsókn. Sveinn Andri segir lengri gæsluvarðhaldstíma ekki réttu leiðina til að takast á við málin heldur sé þetta spurning um skipulagsatriði hjá lögreglunni og rannsóknaraðilum. „Því miður hefur lögreglan í árana tíð misnotað þær gæsluvarðhaldsheimildir sem þeir hafa og það er því fráleitt að það sé ástæða til þess að slaka á kröfunum núna.“ Ekki rétta leiðin „Þetta er ekki leiðin. Það eru svo mörg skiptin sem maður hefur einmitt upplifað það að lögregla rýkur upp til handa og fóta rétt áður en gæsluvarðhaldi lýkur og tekur skýrslu. Tilgangurinn með gæsluvarðhaldi er auðvitað margskonar. Þetta sem þarna er vísað til eru rannsóknarhagsmunir. Rannsóknarhagsmunirnir felast fyrst og fremst í því að geta tekið skýrslur af sakborningum og vitnum án þess að þeir geti borið saman bækur sínar. Lögreglan hefur hins vegar haft þá tilhneigingu að reyna að halda mönnum í gæsluvarðhaldi þar til búið er að samræma framburð, sem er ekki tilgangurinn.“ Einnig snúist gæsluvarðhald um að geta farið í húsleitir. „Í þessu öllu eru einu rannsóknarhagsmunirnir. Þeir eru ekki svo gríðarlega flóknir. Það á ekki að taka það langan tíma að fara í þær rannsóknaraðgerðir, þó að málin séu flókin, til þess að rannsaka það sem sakborningarnir geta ekki haft áhrif á, sem eru framburðir annarra vitna eða sakborninga eða húsleitir og svo framvegis. Rannsóknargögnin í þessum stóru málum sem varða peningaþvætti, þau gögn liggja öll fyrir í bönkunum o.s.frv. og það eru að lang mestu leyti atriði sem sakborningar geta ekki haft áhrif á. Þannig þetta er bara húmbúkk, að það þurfi einhverjar auknar heimildir og það er stórkostlegt skref aftur á bak ef menn ætla að fara að taka undir þessi sjónarmið. Lögreglan Tengdar fréttir Vill vægari kröfur um gæsluvarðhald Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. 9. júní 2022 19:06 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallaði í gær eftir vægari kröfum um gæsluvarðhald en hún vill að lögregla fái auknar heimildir til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi. Evrópuráðið hafi þrýst á íslenska löggjafann að herða skilyrðin Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður segir hugmyndina boða mikla afturför. „Þetta er skref aftur á bak í þeim lagalegu og réttarfarslegu framförum sem átt hafa sér stað. Evrópuráðið og stofnanir þess hafa þrýst á íslensk stjórnvöld og löggjafann á Íslandi að einmitt herða skilyrðin og minnka notkun á einangrun í gæsluvarðhaldi og gæsluvarðhaldi og herða skilyrði fyrir einangrun. Þetta yrði bara mikið skref aftur á bak og myndi þar að auki stórfjölga skaðabótamálum á hendur ríkinu, mál sem einstaklingar sem hefur verið haldið að ósekju eða of lengi myndu höfða.“ Lögreglustjórinn segir rannsókn á málum er varða skipulagða brotastarfsemi flókna og að heimild til að halda fólki lengur en í tólf vikur í gæsluvarðhaldi myndu greiða fyrir rannsókn. Sveinn Andri segir lengri gæsluvarðhaldstíma ekki réttu leiðina til að takast á við málin heldur sé þetta spurning um skipulagsatriði hjá lögreglunni og rannsóknaraðilum. „Því miður hefur lögreglan í árana tíð misnotað þær gæsluvarðhaldsheimildir sem þeir hafa og það er því fráleitt að það sé ástæða til þess að slaka á kröfunum núna.“ Ekki rétta leiðin „Þetta er ekki leiðin. Það eru svo mörg skiptin sem maður hefur einmitt upplifað það að lögregla rýkur upp til handa og fóta rétt áður en gæsluvarðhaldi lýkur og tekur skýrslu. Tilgangurinn með gæsluvarðhaldi er auðvitað margskonar. Þetta sem þarna er vísað til eru rannsóknarhagsmunir. Rannsóknarhagsmunirnir felast fyrst og fremst í því að geta tekið skýrslur af sakborningum og vitnum án þess að þeir geti borið saman bækur sínar. Lögreglan hefur hins vegar haft þá tilhneigingu að reyna að halda mönnum í gæsluvarðhaldi þar til búið er að samræma framburð, sem er ekki tilgangurinn.“ Einnig snúist gæsluvarðhald um að geta farið í húsleitir. „Í þessu öllu eru einu rannsóknarhagsmunirnir. Þeir eru ekki svo gríðarlega flóknir. Það á ekki að taka það langan tíma að fara í þær rannsóknaraðgerðir, þó að málin séu flókin, til þess að rannsaka það sem sakborningarnir geta ekki haft áhrif á, sem eru framburðir annarra vitna eða sakborninga eða húsleitir og svo framvegis. Rannsóknargögnin í þessum stóru málum sem varða peningaþvætti, þau gögn liggja öll fyrir í bönkunum o.s.frv. og það eru að lang mestu leyti atriði sem sakborningar geta ekki haft áhrif á. Þannig þetta er bara húmbúkk, að það þurfi einhverjar auknar heimildir og það er stórkostlegt skref aftur á bak ef menn ætla að fara að taka undir þessi sjónarmið.
Lögreglan Tengdar fréttir Vill vægari kröfur um gæsluvarðhald Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. 9. júní 2022 19:06 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira
Vill vægari kröfur um gæsluvarðhald Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kallar eftir auknum heimildum lögreglu til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, líkt og þá sem greint var frá í dag en lögregla lagði nýlega hald á mesta magn fíkniefna sem hún hefur gert á Íslandi í einu og sama máli. 9. júní 2022 19:06
Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25