Þátttakendum á LIV vísað úr PGA-mótaröðinni Hjörvar Ólafsson skrifar 9. júní 2022 19:29 Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson er einn þeirra kylfinga sem hent hefur verið út úr PGA-mótaröðinni. Forráðamenn PGA-mótaraðarinnar í golfi hafa tekið þá ákvörðun að vísa öllum þeim kylfingum úr keppni sem taka þátt í LIV boðsmótinu í þessari viku. LIV-mótið sem fram fer í Centurion Club í nágrenni Lundúna hefur hlotið mikla gagnrýni í golfsamfélaginu en um er að ræða boðsmót á vegum sádí-arabísks fjárfestingarhóps. Verðlaunaféð á LIV-mótinu, sem er um það bil 25 milljón dollarar er það mesta í sögunni. Phil Mickelson, sem hefur unnið sex risamót á ferlinum, er stærsta nafnið sem vísað er af PGA-mótaröðinni vegna þátttöku sinnar á LIV-mótinu. Alls 17 kylfingum, sem leika á LIV-mótinu, hefur verið vísað úr PGA-mótaröðinni. Auk þeirra höfðu Dustin Johnson, Sergio Garcia, Martin Kaymer, Graeme McDowell og Lee Westwood nú þegar dregið sig úr keppni í PGA-mótaröðinni vegna þátttöku sinnar á LIV-mótinu. Fulltrúar LIV-mótsins sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar PGA-mótaraðarinnar þar sem fram kemur að harmað sé að mótaröð sem ætlað sé að skapa vettvang fyrir kylfinga verði til þess að hindra þeim að keppa annars staðar. Þessi ákvörðun skapi klofning milli PGA-mótaraðarinnar og annarra móta. Þá kemur fram í yfirlýsingu LIV-mótins að þessu verði svarað með ítarlegri og formlegri hætti á næstu dögum. PGA-mótaröðin kynnti ákvörðun sína hálftíma eftir að keppni hófst á LIV-mótinu en þar keppa 48 kylfingar um hið háa verðlaunafé sem í boði er. Áætlað er að halda átta boðsmót á vegum LIV Golf á næstu mánuðum. Greg Norman, sem var eitt sinn efstur á styrkleikalistanum í golfi karla, er stjórnarformaður LIV Golf. Rory McIlroy og Justin Thomas, sem báðir verða á meðal þátttakenda á PGA-mótinu sem haldið er í Kanada um komandi helgi fagna þessari ákvörðun forráðamanna PGA-mótaraðarinnar. „Þeir sem eru hissa á þessari ákvörðun hafa ekk verið að hlusta á umræðuna undanfarið. Þeir kylfingar sem ákváðu að fara á þetta mót tóku áhættuna og taka afleiðingum núna. Það er miklir fjámunir í boði og það er erfitt að hafna því. Ég hef mikla trú á því að PGA-mótaröðin muni halda áfram að vaxa og dafna og mig langar að taka þátt í því," sagði Thomas sem hefur unnið tvö risamót á ferli sínum. „Mér finnst þessi ákvörðun PGA-mótaraðarinnar réttmæt þar sem þessir kylfingar hafa brotið reglur. Það er óheimilt að taka þátt í boðsmótum utan PGA-mótaraðarinnar og það vissu þessir kylfingar," sagði Mcllroy. Golf PGA-meistaramótið LIV-mótaröðin Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
LIV-mótið sem fram fer í Centurion Club í nágrenni Lundúna hefur hlotið mikla gagnrýni í golfsamfélaginu en um er að ræða boðsmót á vegum sádí-arabísks fjárfestingarhóps. Verðlaunaféð á LIV-mótinu, sem er um það bil 25 milljón dollarar er það mesta í sögunni. Phil Mickelson, sem hefur unnið sex risamót á ferlinum, er stærsta nafnið sem vísað er af PGA-mótaröðinni vegna þátttöku sinnar á LIV-mótinu. Alls 17 kylfingum, sem leika á LIV-mótinu, hefur verið vísað úr PGA-mótaröðinni. Auk þeirra höfðu Dustin Johnson, Sergio Garcia, Martin Kaymer, Graeme McDowell og Lee Westwood nú þegar dregið sig úr keppni í PGA-mótaröðinni vegna þátttöku sinnar á LIV-mótinu. Fulltrúar LIV-mótsins sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar PGA-mótaraðarinnar þar sem fram kemur að harmað sé að mótaröð sem ætlað sé að skapa vettvang fyrir kylfinga verði til þess að hindra þeim að keppa annars staðar. Þessi ákvörðun skapi klofning milli PGA-mótaraðarinnar og annarra móta. Þá kemur fram í yfirlýsingu LIV-mótins að þessu verði svarað með ítarlegri og formlegri hætti á næstu dögum. PGA-mótaröðin kynnti ákvörðun sína hálftíma eftir að keppni hófst á LIV-mótinu en þar keppa 48 kylfingar um hið háa verðlaunafé sem í boði er. Áætlað er að halda átta boðsmót á vegum LIV Golf á næstu mánuðum. Greg Norman, sem var eitt sinn efstur á styrkleikalistanum í golfi karla, er stjórnarformaður LIV Golf. Rory McIlroy og Justin Thomas, sem báðir verða á meðal þátttakenda á PGA-mótinu sem haldið er í Kanada um komandi helgi fagna þessari ákvörðun forráðamanna PGA-mótaraðarinnar. „Þeir sem eru hissa á þessari ákvörðun hafa ekk verið að hlusta á umræðuna undanfarið. Þeir kylfingar sem ákváðu að fara á þetta mót tóku áhættuna og taka afleiðingum núna. Það er miklir fjámunir í boði og það er erfitt að hafna því. Ég hef mikla trú á því að PGA-mótaröðin muni halda áfram að vaxa og dafna og mig langar að taka þátt í því," sagði Thomas sem hefur unnið tvö risamót á ferli sínum. „Mér finnst þessi ákvörðun PGA-mótaraðarinnar réttmæt þar sem þessir kylfingar hafa brotið reglur. Það er óheimilt að taka þátt í boðsmótum utan PGA-mótaraðarinnar og það vissu þessir kylfingar," sagði Mcllroy.
Golf PGA-meistaramótið LIV-mótaröðin Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira