Klassískir söngvarar vilja að fjárveitingar til Íslensku óperunnar verði stöðvaðar Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2022 13:05 Þóra Einarsdóttir í uppfærslu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós. Íslenska óperan Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, Klassís, hefur skorað á Lilju Dögg Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að stöðva fjárveitingar til Íslensku óperunnar og ítreka vantraust sitt á stjórn og óperustjóranum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur. Þetta kemur fram í ályktun félagsmanna sem samþykkt var á félagsfundi á mánudaginn og sem send var á fjölmiðla í hádeginu. Boðað var til félagsfundarins í kjölfar dóms Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni ses Í ályktuninni segir að niðurstaðan staðfesti rétt söngvara til að njóta lágmarkskjara samkvæmt kjarasamningi stofnunarinnar við stéttarfélög þeirra, FÍH og FÍL. „Klassís skorar á ráðherra menningarmála að stöðva fjárveitingar til Íslensku óperunnar ses. að öllu óbreyttu. Félagsmenn telja frekari fjárveitingar til sjálfseignarstofnunarinnar ekki réttlætanlegar nema sitjandi stjórn og óperustjóri víki nú þegar. Klassís kallar eftir heilbrigðu og ásættanlegu starfsumhverfi til óperuflutnings á meðan undirbúningur stofnunar Þjóðaróperu stendur yfir,“ segir í ályktuninni. „Settir út í kuldann“ Í ályktuninni ítrekar Klassís jafnframt vantraustsyfirlýsingu sína frá því í janúar 2021 á stjórn og óperustjóra Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, vegna stjórnunarhátta á undanförnum árum. „Í dómi Landsréttar kemur fram að Íslenska óperan ses. braut gegn kjarasamningum ÍÓ, FÍL og FÍH í þremur mikilvægum atriðum. Greidd voru lægri laun fyrir æfingatímabil en kjarasamningur kveður á um. Ekki var greitt fyrir yfirvinnu sem þó ber að gera samkvæmt kjarasamningi. Ekki voru greidd launatengd gjöld sem þó ber að gera samkvæmt kjarasamningi. Málflutningur Íslensku óperunnar bar vott um vanþekkingu á framleiðsluferli óperusýninga og sýndi stétt óperusöngvara lítilsvirðingu. Dómurinn hefur þýðingu fyrir alla söngvara og staðfestir að óheimilt er að sniðganga kjarasamninga listamanna. Félagsmenn telja margir að „þeir séu settir út í kuldann“ fyrir það eitt að sýna þakklæti sitt og stuðning við kjarabaráttu söngvara. Svo er komið að margir okkar fremstu söngvara stíga ekki á svið í uppfærslum ÍÓ vegna þess að þeir hafa lent í ágreiningi við óperustjóra og fá því ekki tækifæri eða þeir geta ekki lengur hugsað sér að starfa fyrir stofnunina,“ segir í ályktuninni. Sjá fram á bjarta tíma Segir að félagsmenn Klassís sjái fram á bjarta tíma í faginu í nánustu framtíð, nái ofangreint fram að ganga. „Mikill mannauður býr í íslenskum söngvurum sem þyrstir í að byggja upp frjóan starfsvettvang með stofnun nýrrar Þjóðaróperu og sinna sínu menningarlega hlutverki, þjóðinni allri til heilla,“ segir í ályktun félagsmannanna. Íslenska óperan Kjaramál Tengdar fréttir Stjórn Íslensku óperunnar hefur greitt Þóru Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir segist ekkert hafa heyrt frá stjórn Íslensku óperunnar vegna dóms Landsréttar í máli þeirra. Stjórnin sagði í tilkynningu í gær að búið væri að greiða henni vangoldin laun og ræða við fulltrúa söngvara um framtíðina. 4. júní 2022 20:31 Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 3. júní 2022 20:10 Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun félagsmanna sem samþykkt var á félagsfundi á mánudaginn og sem send var á fjölmiðla í hádeginu. Boðað var til félagsfundarins í kjölfar dóms Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni ses Í ályktuninni segir að niðurstaðan staðfesti rétt söngvara til að njóta lágmarkskjara samkvæmt kjarasamningi stofnunarinnar við stéttarfélög þeirra, FÍH og FÍL. „Klassís skorar á ráðherra menningarmála að stöðva fjárveitingar til Íslensku óperunnar ses. að öllu óbreyttu. Félagsmenn telja frekari fjárveitingar til sjálfseignarstofnunarinnar ekki réttlætanlegar nema sitjandi stjórn og óperustjóri víki nú þegar. Klassís kallar eftir heilbrigðu og ásættanlegu starfsumhverfi til óperuflutnings á meðan undirbúningur stofnunar Þjóðaróperu stendur yfir,“ segir í ályktuninni. „Settir út í kuldann“ Í ályktuninni ítrekar Klassís jafnframt vantraustsyfirlýsingu sína frá því í janúar 2021 á stjórn og óperustjóra Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, vegna stjórnunarhátta á undanförnum árum. „Í dómi Landsréttar kemur fram að Íslenska óperan ses. braut gegn kjarasamningum ÍÓ, FÍL og FÍH í þremur mikilvægum atriðum. Greidd voru lægri laun fyrir æfingatímabil en kjarasamningur kveður á um. Ekki var greitt fyrir yfirvinnu sem þó ber að gera samkvæmt kjarasamningi. Ekki voru greidd launatengd gjöld sem þó ber að gera samkvæmt kjarasamningi. Málflutningur Íslensku óperunnar bar vott um vanþekkingu á framleiðsluferli óperusýninga og sýndi stétt óperusöngvara lítilsvirðingu. Dómurinn hefur þýðingu fyrir alla söngvara og staðfestir að óheimilt er að sniðganga kjarasamninga listamanna. Félagsmenn telja margir að „þeir séu settir út í kuldann“ fyrir það eitt að sýna þakklæti sitt og stuðning við kjarabaráttu söngvara. Svo er komið að margir okkar fremstu söngvara stíga ekki á svið í uppfærslum ÍÓ vegna þess að þeir hafa lent í ágreiningi við óperustjóra og fá því ekki tækifæri eða þeir geta ekki lengur hugsað sér að starfa fyrir stofnunina,“ segir í ályktuninni. Sjá fram á bjarta tíma Segir að félagsmenn Klassís sjái fram á bjarta tíma í faginu í nánustu framtíð, nái ofangreint fram að ganga. „Mikill mannauður býr í íslenskum söngvurum sem þyrstir í að byggja upp frjóan starfsvettvang með stofnun nýrrar Þjóðaróperu og sinna sínu menningarlega hlutverki, þjóðinni allri til heilla,“ segir í ályktun félagsmannanna.
Íslenska óperan Kjaramál Tengdar fréttir Stjórn Íslensku óperunnar hefur greitt Þóru Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir segist ekkert hafa heyrt frá stjórn Íslensku óperunnar vegna dóms Landsréttar í máli þeirra. Stjórnin sagði í tilkynningu í gær að búið væri að greiða henni vangoldin laun og ræða við fulltrúa söngvara um framtíðina. 4. júní 2022 20:31 Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 3. júní 2022 20:10 Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Stjórn Íslensku óperunnar hefur greitt Þóru Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir segist ekkert hafa heyrt frá stjórn Íslensku óperunnar vegna dóms Landsréttar í máli þeirra. Stjórnin sagði í tilkynningu í gær að búið væri að greiða henni vangoldin laun og ræða við fulltrúa söngvara um framtíðina. 4. júní 2022 20:31
Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 3. júní 2022 20:10
Þóru létt eftir að hafa lagt Óperuna í launadeilu fyrir Landsrétti Landsréttur hefur snúið við niðurstöðu héraðsdóms í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni, Þóru í vil. Þóra, sem er ein fremsta óperusöngkona þjóðarinnar, höfðaði málið vegna greiðslu vangoldinna launa. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. 27. maí 2022 15:24