Seinagangur KR kostaði tæplega hálfa milljón Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 12:00 KR-ingar skulduðu KKÍ pening og þurftu að greiða tvöfalt þátttökugjald fyrir veturinn vegna seinagangs. Vísir/Bára Dröfn Öll lið hafa gengið frá skráningargjaldi til Körfuknattleikssambands Íslands fyrir þátttöku í deildum sambandsins í vetur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ staðfestir að KR var of seint að borga, sem kostaði Vesturbæinga skildinginn. Frestur til að greiða skráningargjöld vegna þátttöku á Íslandsmótum á vegum KKÍ rann út þann 31. maí síðastliðinn. Öll félög landsins gengu frá sínum greiðslum tímanlega, nema eitt. Það var vegna þess að félagið var í skuld við KKÍ, en ekki er leyfilegt að skrá lið til keppni ef slík skuld er til staðar. „Ég get staðfest það að það var eitt félag sem náði ekki að greiða sína skuld við sambandið á réttum tíma en samkvæmt reglugerð um körfuknattleiksmót þurfa félög að vera skuldlaus við KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi, og hann staðfesti enn fremur að KR er félagið sem var of seint að ganga frá skuldum sínum og skráningagjaldi. „Já, ég get staðfest að þetta félag sem um ræðir er KR.“ Dýrt spaug Líkt og Hannes kemur inn á gat KR ekki gengið frá þátttökumálum þar sem félagið var í skuld við KKÍ. Leikjaniðurröðun og frekara skipulag hefur því þurft að bíða þar sem KKÍ gaf félaginu frest. KR gekk loks frá greiðslumálum sínum til sambandsins í gær, níu dögum á eftir áætlun. Í 6. gr. reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót segir: „Félag sem skuldar KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni er óheimilt að skrá lið til keppni.“ Einnig segir í greininni: „Sæki félag um þátttöku eftir að skráningarfrestur rennur út skal það greiða tvöfalt þátttökugjald fái það þátttökurétt.“ Það að KR hafi ekki getað gengið frá skuldamálum sínum og þátttökugjöldum tímanlega kostar félagið því skildinginn. Skráningargjald fyrir Subway-deild karla, þar sem KR leikur, er 300 þúsund krónur og gjaldið fyrir 1. deild kvenna, þar sem kvennaliðið leikur, er 140 þúsund krónur. KR þurfti því, samkvæmt lagagreininni að ofan, að borga tvöfalt skráningargjald. Félagið varð því að punga út 440 þúsund krónum aukalega í skráningargjald, og borga alls 880 þúsund krónur, ofan á skuldina til KKÍ. Mörg félög tæp á greiðslu og illa stödd eftir Covid Hannes segir að þónokkur félög hafi verið tæp á að ná að greiða skráningargjöld áður en fresturinn rann út þann 31. maí, þar sem Covid-faraldurinn hafi leikið félög grátt síðustu ár. KR gekk þá loks frá sínum málum í gær og mun því geta tekið þátt í Subway-deild karla og 1. deild kvenna í vetur. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag náði því ekki. Það kláraði að gera upp í gær, miðvikudag, og hefur því verið skráð til keppni en þarf að greiða tvöfald þáttökugjald samkvæmt sömu reglugerð.“ segir Hannes. Subway-deild karla KR Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira
Frestur til að greiða skráningargjöld vegna þátttöku á Íslandsmótum á vegum KKÍ rann út þann 31. maí síðastliðinn. Öll félög landsins gengu frá sínum greiðslum tímanlega, nema eitt. Það var vegna þess að félagið var í skuld við KKÍ, en ekki er leyfilegt að skrá lið til keppni ef slík skuld er til staðar. „Ég get staðfest það að það var eitt félag sem náði ekki að greiða sína skuld við sambandið á réttum tíma en samkvæmt reglugerð um körfuknattleiksmót þurfa félög að vera skuldlaus við KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi, og hann staðfesti enn fremur að KR er félagið sem var of seint að ganga frá skuldum sínum og skráningagjaldi. „Já, ég get staðfest að þetta félag sem um ræðir er KR.“ Dýrt spaug Líkt og Hannes kemur inn á gat KR ekki gengið frá þátttökumálum þar sem félagið var í skuld við KKÍ. Leikjaniðurröðun og frekara skipulag hefur því þurft að bíða þar sem KKÍ gaf félaginu frest. KR gekk loks frá greiðslumálum sínum til sambandsins í gær, níu dögum á eftir áætlun. Í 6. gr. reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót segir: „Félag sem skuldar KKÍ þegar kemur að skráningum í Íslandsmót og bikarkeppni er óheimilt að skrá lið til keppni.“ Einnig segir í greininni: „Sæki félag um þátttöku eftir að skráningarfrestur rennur út skal það greiða tvöfalt þátttökugjald fái það þátttökurétt.“ Það að KR hafi ekki getað gengið frá skuldamálum sínum og þátttökugjöldum tímanlega kostar félagið því skildinginn. Skráningargjald fyrir Subway-deild karla, þar sem KR leikur, er 300 þúsund krónur og gjaldið fyrir 1. deild kvenna, þar sem kvennaliðið leikur, er 140 þúsund krónur. KR þurfti því, samkvæmt lagagreininni að ofan, að borga tvöfalt skráningargjald. Félagið varð því að punga út 440 þúsund krónum aukalega í skráningargjald, og borga alls 880 þúsund krónur, ofan á skuldina til KKÍ. Mörg félög tæp á greiðslu og illa stödd eftir Covid Hannes segir að þónokkur félög hafi verið tæp á að ná að greiða skráningargjöld áður en fresturinn rann út þann 31. maí, þar sem Covid-faraldurinn hafi leikið félög grátt síðustu ár. KR gekk þá loks frá sínum málum í gær og mun því geta tekið þátt í Subway-deild karla og 1. deild kvenna í vetur. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag náði því ekki. Það kláraði að gera upp í gær, miðvikudag, og hefur því verið skráð til keppni en þarf að greiða tvöfald þáttökugjald samkvæmt sömu reglugerð.“ segir Hannes.
Subway-deild karla KR Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira