Brynjólfur Willumsson: Það var liðsheildin sem kláraði þennan leik Sverrir Mar Smárason skrifar 8. júní 2022 20:51 Brynjólfur með boltann í leiknum í kvöld. Visir/ Diego Íslenska u21 landslið karla er í góðum séns á því að komast í umspil um sæti í lokakeppni EM 2023 eftir góðan sigur á Hvíta-Rússlandi hér heima í dag, 3-1. Brynjólfur Andersen Willumsson, fyrirliði liðsins, var sáttur við sigurinn í dag. „Geggjaður sigur. Það var liðsheildin sem kláraði þennan leik. Sterkt að koma inn tveimur mörkum í fyrri en síðan fannst mér við aðeins detta niður og það er mjög erfitt að koma til baka eftir það. Mér fannst við bara gera það frábærlega,“ sagði fyrirliðinn. Íslenska liðið byrjaði mjög vel og setti góða pressu á Hvít-Rússa í upphafi leiks. Það er ekki hægt í 90 mínútur segir Brynjólfur. „Það var mjög sterkt að ná þessu öðru marki inn fyrir hálfleik. Það er ekki hægt að pressa eða allavega erfitt að pressa í 90 mínútur. Við byrjuðum af fullum krafti og náum inn þessum tveimur mörkum. Það er fótboltinn sem við spilum, að byrja af krafti en það er erfitt að halda því allan tímann. Sterkt að ná inn tveimur mörkum. Varnarleikurinn var ekki alveg on í markinu sem við fengum á okkur en eftir það fannst mér við bara loka öllu,“ sagði Brynjólfur. Staðan var 2-0 í hálfleik og íslensku strákarnir komu töluvert varkárari til leiks í þeim síðari, féllu aftar á völlinn og fengu á sig mark snemma í hálfleiknum. „Planið var að fara aðeins neðar því það voru svolítið mikil hlaup á okkur og miðjumönnunum sérstaklega. Við ákváðum að fara aðeins neðar en kannski ekki alveg svona neðarlega. Þeir einhvern vegin ná þessu fyrsta marki bara strax sem er ekki gott. Eftir það fannst mér það mjög sterkur karakter að halda þetta út og koma svo inn þriðja markinu í lokin,“ sagði Brynjólfur og hélt svo áfram, „það var erfitt að horfa á þetta eftir að hafa verið kominn útaf og maður getur ekki hjálpað liðinu inná vellinum. Maður róaðist aðeins við þetta þriðja mark.“ Líkt og Brynjólfur kom inná þá þurfti hann að fara af velli á 67. mínútu vegna meiðsla. Fyrirbyggjandi skipting segir Brynjólfur sem vildi enga sénsa taka. „Ég fékk bara krampatilfinningu aftan í lærið. Ég tognaði aftan í læri tvisvar á síðasta ári svo ég ætlaði ekki að taka neina sénsa. Þá kemur bara maður í manns stað með fulla orku og það virkaði,“ sagði Brynjólfur. Lokaleikur riðilsins verður gegn Kýpur í Víkinni n.k. laugardagkvöld og líkt og fyrr segir á íslenska liðið möguleika á því að komast í umspil fyrir lokakeppni. Sama upplegg fyrir þann leik segir Brynjólfur. „Það er bara að byrja af sama krafti og ef við náum inn mörkum að þá getur þetta skilað sér. Það er svo sterkt að komast yfir. Ég held að það sé planið að fara inn í leikinn eins og við komum inn í þennan, það verður stöðubarátta en við verðum klárir í það.“ Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland 3-1 Hvíta-Rússland | Vonin um EM-sæti lifir enn Íslenska U21-landsliðið var ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa í Víkinni í dag. Ísland vann 3-1 sigur og vonin um sæti í lokakeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta lifir enn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. júní 2022 20:00 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
„Geggjaður sigur. Það var liðsheildin sem kláraði þennan leik. Sterkt að koma inn tveimur mörkum í fyrri en síðan fannst mér við aðeins detta niður og það er mjög erfitt að koma til baka eftir það. Mér fannst við bara gera það frábærlega,“ sagði fyrirliðinn. Íslenska liðið byrjaði mjög vel og setti góða pressu á Hvít-Rússa í upphafi leiks. Það er ekki hægt í 90 mínútur segir Brynjólfur. „Það var mjög sterkt að ná þessu öðru marki inn fyrir hálfleik. Það er ekki hægt að pressa eða allavega erfitt að pressa í 90 mínútur. Við byrjuðum af fullum krafti og náum inn þessum tveimur mörkum. Það er fótboltinn sem við spilum, að byrja af krafti en það er erfitt að halda því allan tímann. Sterkt að ná inn tveimur mörkum. Varnarleikurinn var ekki alveg on í markinu sem við fengum á okkur en eftir það fannst mér við bara loka öllu,“ sagði Brynjólfur. Staðan var 2-0 í hálfleik og íslensku strákarnir komu töluvert varkárari til leiks í þeim síðari, féllu aftar á völlinn og fengu á sig mark snemma í hálfleiknum. „Planið var að fara aðeins neðar því það voru svolítið mikil hlaup á okkur og miðjumönnunum sérstaklega. Við ákváðum að fara aðeins neðar en kannski ekki alveg svona neðarlega. Þeir einhvern vegin ná þessu fyrsta marki bara strax sem er ekki gott. Eftir það fannst mér það mjög sterkur karakter að halda þetta út og koma svo inn þriðja markinu í lokin,“ sagði Brynjólfur og hélt svo áfram, „það var erfitt að horfa á þetta eftir að hafa verið kominn útaf og maður getur ekki hjálpað liðinu inná vellinum. Maður róaðist aðeins við þetta þriðja mark.“ Líkt og Brynjólfur kom inná þá þurfti hann að fara af velli á 67. mínútu vegna meiðsla. Fyrirbyggjandi skipting segir Brynjólfur sem vildi enga sénsa taka. „Ég fékk bara krampatilfinningu aftan í lærið. Ég tognaði aftan í læri tvisvar á síðasta ári svo ég ætlaði ekki að taka neina sénsa. Þá kemur bara maður í manns stað með fulla orku og það virkaði,“ sagði Brynjólfur. Lokaleikur riðilsins verður gegn Kýpur í Víkinni n.k. laugardagkvöld og líkt og fyrr segir á íslenska liðið möguleika á því að komast í umspil fyrir lokakeppni. Sama upplegg fyrir þann leik segir Brynjólfur. „Það er bara að byrja af sama krafti og ef við náum inn mörkum að þá getur þetta skilað sér. Það er svo sterkt að komast yfir. Ég held að það sé planið að fara inn í leikinn eins og við komum inn í þennan, það verður stöðubarátta en við verðum klárir í það.“
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland 3-1 Hvíta-Rússland | Vonin um EM-sæti lifir enn Íslenska U21-landsliðið var ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa í Víkinni í dag. Ísland vann 3-1 sigur og vonin um sæti í lokakeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta lifir enn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. júní 2022 20:00 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Leik lokið: Ísland 3-1 Hvíta-Rússland | Vonin um EM-sæti lifir enn Íslenska U21-landsliðið var ekki í miklum vandræðum með Hvít-Rússa í Víkinni í dag. Ísland vann 3-1 sigur og vonin um sæti í lokakeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta lifir enn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. júní 2022 20:00