Íslenski boltinn

Pétur Pétursson: Við ætluðum að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Pétur Pétursson, þjálfri Vals, var sáttur í leikslok
Pétur Pétursson, þjálfri Vals, var sáttur í leikslok Vísir/Diego

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var sáttur eftir leikinn gegn Aftureldingu í kvöld. Valskonur mættu ákveðnar til leiks og unnu fimm marka sigur, 6-1. 

„Mér líður vel. Ég ætla að hrósa Aftureldingu fyrir sinn leik, mér fannst gaman að sjá hvernig þær eru að reyna að spila. Með allt þetta bras, með meiðsli leikamanna og hitt og þetta. Ég ætla að gefa þeim gott hrós. Þetta var góður leikur hjá þeim.“

Valskonur komu sér strax í forystu á fyrstu mínutum leiksins og sagði Pétur það hafa verið lagt upp með fyrir leikinn. Þær sóttu stíft á mark Aftureldingar og uppskáru því þennan fimm marka sigur. 

„Við ætluðum að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera. Að láta boltann ganga og sækja hratt, eins og við höfum verið að gera. Mér fannst það ganga mjög vel í byrjun hjá okkur.“

Það er mikið álag á Valskonum um þessar mundir en Pétur hafði ekki miklar áhyggjur af því þar sem hann er með stóran hóp til þess að spila á og getur dreift álaginu. 

„Það er næsti leikur á föstudaginn, það eru tveir dagar í bikarleik og svo aftur á þriðjudaginn. Það er mikið af leikjum og sem betur fer erum við með stóran hóp til þess að spila á.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×