Hæst dæmdi hestur í heimi: Ég svíf bara, segir ræktandinn Árni Sæberg skrifar 7. júní 2022 19:52 Nýtt heimsmet var slegið þegar Helga Una Björnsdóttir sýndi stóðhestinn Viðar frá Skör á Hellu og hleut hann í aðaleinkunn 9,04. Eiðfaxi/Nicki Pfau Nýtt heimsmet var slegið á kynbótabrautinni á Gaddstaðaflötum á Hellu í dag þegar stóðhesturinn Viðar frá Skör hlaut 9,04 í aðaleinkunn. Er hann þar með hæst dæmdi kynbótahestur í heimi, en það var afreksknapinn Helga Una Björnsdóttir sem sýndi Viðar af mikilli fagmennsku. Fáheyrð einkunn var gefin bæði fyrir hæfileika og sköpulag. Með þessu er fyrra heimsmet Þráins frá Flagbjarnarholti fallið, sem hlaut 8,95 í aðaleinkunn árið 2018. Greint var frá heimsmetinu á www.eidfaxi.is „Ég svíf bara og er svolítið lítill í mér,“ sagði Karl Áki Sigurðsson, ræktandi Viðars, í samtali við fréttastofu, hrærður yfir árangri hestsins, en um stórviðburð er að ræða í hestaheiminum. „Það er einsdæmi að rækta svona hest. Það var alveg meiriháttar að horfa á sýninguna og Helga Una gerði það frábærlega.“ Viðar er undan Hrannari frá Flugumýri II og Vár frá Auðsholtshjáleigu. Ræktandi er Karl Áki, eins og fyrr segir, og eigendur Gitte og Flemming Fast, frá Danmörku. „Viðar sýndi strax mikla hæfileika 4 vetra gamall og þá þegar var sagt í gríni að þessi hestur ætti eftir að slá heimsmet. Ótrúlegir ganghæfileikar komu mjög fljótt í ljós og svo er geðslag hestsins algert úrval,“ segir Karl Áki, sem var í áhorfendabrekkunni að fylgjast með í dag. ,,Ég er ekki kominn niður á jörðina ennþá. Þetta er svo ótrúlegt þegar vel gengur.“ Í meðfylgjandi myndbandi frá streymisveitunni Alendis TV má sjá valin brot úr stjörnusýningu Helgu Unu á Viðari frá Skör í dag. Hér má sjá dóm Viðars frá Skör: IS2014101486 Viðar frá Skör Örmerki: 352206000096660 Litur: 2520 Brúnn/milli- stjörnótt Ræktandi: Karl Áki Sigurðsson Eigandi: Flemming Fast, Gitte Fast Lambertsen F.: IS2006158620 Hrannar frá Flugumýri II Ff.: IS1995165864 Kraftur frá Bringu Fm.: IS1992258600 Hending frá Flugumýri M.: IS2003287015 Vár frá Auðsholtshjáleigu Mf.: IS1992158707 Spuni frá Miðsitju Mm.: IS1997287054 Vordís frá Auðsholtshjáleigu Mál (cm): 146 – 135 – 141 – 64 – 145 – 39 – 46 – 43 – 6,7 – 30,5 – 19,0 Hófa mál: V.fr.: 8,9 – V.a.: 7,8 Sköpulag: 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,5 – 8,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 = 8,89 Hæfileikar: 9,0 – 9,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,0 – 9,5 = 9,12 Hægt tölt: 8,5 Aðaleinkunn: 9,04 Hæfileikar án skeiðs: 9,14 Aðaleinkunn án skeiðs: 9,05 Sýnandi: Helga Una Björnsdóttir Hestaíþróttir Hestar Rangárþing ytra Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira
Með þessu er fyrra heimsmet Þráins frá Flagbjarnarholti fallið, sem hlaut 8,95 í aðaleinkunn árið 2018. Greint var frá heimsmetinu á www.eidfaxi.is „Ég svíf bara og er svolítið lítill í mér,“ sagði Karl Áki Sigurðsson, ræktandi Viðars, í samtali við fréttastofu, hrærður yfir árangri hestsins, en um stórviðburð er að ræða í hestaheiminum. „Það er einsdæmi að rækta svona hest. Það var alveg meiriháttar að horfa á sýninguna og Helga Una gerði það frábærlega.“ Viðar er undan Hrannari frá Flugumýri II og Vár frá Auðsholtshjáleigu. Ræktandi er Karl Áki, eins og fyrr segir, og eigendur Gitte og Flemming Fast, frá Danmörku. „Viðar sýndi strax mikla hæfileika 4 vetra gamall og þá þegar var sagt í gríni að þessi hestur ætti eftir að slá heimsmet. Ótrúlegir ganghæfileikar komu mjög fljótt í ljós og svo er geðslag hestsins algert úrval,“ segir Karl Áki, sem var í áhorfendabrekkunni að fylgjast með í dag. ,,Ég er ekki kominn niður á jörðina ennþá. Þetta er svo ótrúlegt þegar vel gengur.“ Í meðfylgjandi myndbandi frá streymisveitunni Alendis TV má sjá valin brot úr stjörnusýningu Helgu Unu á Viðari frá Skör í dag. Hér má sjá dóm Viðars frá Skör: IS2014101486 Viðar frá Skör Örmerki: 352206000096660 Litur: 2520 Brúnn/milli- stjörnótt Ræktandi: Karl Áki Sigurðsson Eigandi: Flemming Fast, Gitte Fast Lambertsen F.: IS2006158620 Hrannar frá Flugumýri II Ff.: IS1995165864 Kraftur frá Bringu Fm.: IS1992258600 Hending frá Flugumýri M.: IS2003287015 Vár frá Auðsholtshjáleigu Mf.: IS1992158707 Spuni frá Miðsitju Mm.: IS1997287054 Vordís frá Auðsholtshjáleigu Mál (cm): 146 – 135 – 141 – 64 – 145 – 39 – 46 – 43 – 6,7 – 30,5 – 19,0 Hófa mál: V.fr.: 8,9 – V.a.: 7,8 Sköpulag: 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,5 – 8,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 = 8,89 Hæfileikar: 9,0 – 9,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,0 – 9,5 = 9,12 Hægt tölt: 8,5 Aðaleinkunn: 9,04 Hæfileikar án skeiðs: 9,14 Aðaleinkunn án skeiðs: 9,05 Sýnandi: Helga Una Björnsdóttir
Hestaíþróttir Hestar Rangárþing ytra Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira