María á EM og markmiðið er verðlaun Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2022 16:29 María Þórisdóttir er á leið á EM líkt og fyrir fimm árum. Getty/Boris Streubel María Þórisdóttir er á sínum stað í norska landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í fótbolta í Englandi í næsta mánuði. Norðmenn kynntu lokahóp sinn í dag. Íslensku landsliðskonurnar þurfa að bíða í örfáa daga í viðbót til að vita hvernig EM-hópur Íslands lítur út en hann verður tilkynntur á föstudag. Norski hópurinn er aftur á móti tilbúinn og þar er að sjálfsögðu að finna leikmenn í allra fremstu röð enda stefna Norðmenn á verðlaunasæti. Þar má nefna Caroline Graham Hansen úr Barcelona og Ödu Hegerberg úr Lyon en þessi 26 ára markamaskína hætti í landsliðinu eftir síðasta Evrópumót, sumarið 2017, en sneri aftur fyrr á þessu ári. María, sem leikur með Manchester United, verður svo í vörn norska liðsins rétt eins og á þremur síðustu stórmótum. Pabbi Maríu er Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta, en María er fædd og uppalin í Noregi og kaus að spila fyrir norsku landsliðin frekar en Ísland. View this post on Instagram A post shared by (@mariathorisdottir) Noregur leikur í A-riðli á EM ásamt heimakonum í enska landsliðinu, Austurríki og Norður-Írlandi. Fyrsti leikur liðsins verður gegn Norður-Írum í Southampton 7. júlí. Þar sem að Ísland leikur í D-riðli er ekki mögulegt að María mæti Íslandi fyrr en í undanúrslitum eða úrslitaleik. „Við höfum sett okkur metnaðarfullt markmið um að vinna til verðlauna. Það að setja okkur háleit markmið er eitt af því sem hvetur okkur áfram,“ sagði Maren Mjelde, fyrirliði Noregs, á blaðamannafundi í dag. Norski EM-hópurinn: Markmenn: Guro Pettersen (Vålerenga), Sunniva Skoglund (Stabæk), Aurora Mikalsen (Brann). Varnarmenn: Tuva Hansen (Brann), Maren Mjelde (Chelsea), Anja Sønstevold (Inter), Anna Jøsendal (Rosenborg), Julie Blakstad (Manchester City), Maria Thorisdottir (Manchester United), Synne Skinnes Hansen (Rosenborg), Guro Bergsvand (Brann). Miðjumenn: Vilde Bøe Risa (Manchester United), Amalie Eikeland (Reading), Ingrid Syrstad Engen (Barcelona), Frida Maanum (Arsenal), Lisa Naalsund (Brann), Karina Sævik (Avaldsnes), Guro Reiten (Chelsea). Sóknarmenn: Elisabeth Terland (Brann), Sophie Roman Haug (Roma), Celin Bizet Ildhusøy (PSG), Caroline Graham Hansen (Barcelona), Ada Stolsmo Hegerberg (Lyon). Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Íslensku landsliðskonurnar þurfa að bíða í örfáa daga í viðbót til að vita hvernig EM-hópur Íslands lítur út en hann verður tilkynntur á föstudag. Norski hópurinn er aftur á móti tilbúinn og þar er að sjálfsögðu að finna leikmenn í allra fremstu röð enda stefna Norðmenn á verðlaunasæti. Þar má nefna Caroline Graham Hansen úr Barcelona og Ödu Hegerberg úr Lyon en þessi 26 ára markamaskína hætti í landsliðinu eftir síðasta Evrópumót, sumarið 2017, en sneri aftur fyrr á þessu ári. María, sem leikur með Manchester United, verður svo í vörn norska liðsins rétt eins og á þremur síðustu stórmótum. Pabbi Maríu er Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta, en María er fædd og uppalin í Noregi og kaus að spila fyrir norsku landsliðin frekar en Ísland. View this post on Instagram A post shared by (@mariathorisdottir) Noregur leikur í A-riðli á EM ásamt heimakonum í enska landsliðinu, Austurríki og Norður-Írlandi. Fyrsti leikur liðsins verður gegn Norður-Írum í Southampton 7. júlí. Þar sem að Ísland leikur í D-riðli er ekki mögulegt að María mæti Íslandi fyrr en í undanúrslitum eða úrslitaleik. „Við höfum sett okkur metnaðarfullt markmið um að vinna til verðlauna. Það að setja okkur háleit markmið er eitt af því sem hvetur okkur áfram,“ sagði Maren Mjelde, fyrirliði Noregs, á blaðamannafundi í dag. Norski EM-hópurinn: Markmenn: Guro Pettersen (Vålerenga), Sunniva Skoglund (Stabæk), Aurora Mikalsen (Brann). Varnarmenn: Tuva Hansen (Brann), Maren Mjelde (Chelsea), Anja Sønstevold (Inter), Anna Jøsendal (Rosenborg), Julie Blakstad (Manchester City), Maria Thorisdottir (Manchester United), Synne Skinnes Hansen (Rosenborg), Guro Bergsvand (Brann). Miðjumenn: Vilde Bøe Risa (Manchester United), Amalie Eikeland (Reading), Ingrid Syrstad Engen (Barcelona), Frida Maanum (Arsenal), Lisa Naalsund (Brann), Karina Sævik (Avaldsnes), Guro Reiten (Chelsea). Sóknarmenn: Elisabeth Terland (Brann), Sophie Roman Haug (Roma), Celin Bizet Ildhusøy (PSG), Caroline Graham Hansen (Barcelona), Ada Stolsmo Hegerberg (Lyon).
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira