María á EM og markmiðið er verðlaun Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2022 16:29 María Þórisdóttir er á leið á EM líkt og fyrir fimm árum. Getty/Boris Streubel María Þórisdóttir er á sínum stað í norska landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í fótbolta í Englandi í næsta mánuði. Norðmenn kynntu lokahóp sinn í dag. Íslensku landsliðskonurnar þurfa að bíða í örfáa daga í viðbót til að vita hvernig EM-hópur Íslands lítur út en hann verður tilkynntur á föstudag. Norski hópurinn er aftur á móti tilbúinn og þar er að sjálfsögðu að finna leikmenn í allra fremstu röð enda stefna Norðmenn á verðlaunasæti. Þar má nefna Caroline Graham Hansen úr Barcelona og Ödu Hegerberg úr Lyon en þessi 26 ára markamaskína hætti í landsliðinu eftir síðasta Evrópumót, sumarið 2017, en sneri aftur fyrr á þessu ári. María, sem leikur með Manchester United, verður svo í vörn norska liðsins rétt eins og á þremur síðustu stórmótum. Pabbi Maríu er Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta, en María er fædd og uppalin í Noregi og kaus að spila fyrir norsku landsliðin frekar en Ísland. View this post on Instagram A post shared by (@mariathorisdottir) Noregur leikur í A-riðli á EM ásamt heimakonum í enska landsliðinu, Austurríki og Norður-Írlandi. Fyrsti leikur liðsins verður gegn Norður-Írum í Southampton 7. júlí. Þar sem að Ísland leikur í D-riðli er ekki mögulegt að María mæti Íslandi fyrr en í undanúrslitum eða úrslitaleik. „Við höfum sett okkur metnaðarfullt markmið um að vinna til verðlauna. Það að setja okkur háleit markmið er eitt af því sem hvetur okkur áfram,“ sagði Maren Mjelde, fyrirliði Noregs, á blaðamannafundi í dag. Norski EM-hópurinn: Markmenn: Guro Pettersen (Vålerenga), Sunniva Skoglund (Stabæk), Aurora Mikalsen (Brann). Varnarmenn: Tuva Hansen (Brann), Maren Mjelde (Chelsea), Anja Sønstevold (Inter), Anna Jøsendal (Rosenborg), Julie Blakstad (Manchester City), Maria Thorisdottir (Manchester United), Synne Skinnes Hansen (Rosenborg), Guro Bergsvand (Brann). Miðjumenn: Vilde Bøe Risa (Manchester United), Amalie Eikeland (Reading), Ingrid Syrstad Engen (Barcelona), Frida Maanum (Arsenal), Lisa Naalsund (Brann), Karina Sævik (Avaldsnes), Guro Reiten (Chelsea). Sóknarmenn: Elisabeth Terland (Brann), Sophie Roman Haug (Roma), Celin Bizet Ildhusøy (PSG), Caroline Graham Hansen (Barcelona), Ada Stolsmo Hegerberg (Lyon). Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Sjá meira
Íslensku landsliðskonurnar þurfa að bíða í örfáa daga í viðbót til að vita hvernig EM-hópur Íslands lítur út en hann verður tilkynntur á föstudag. Norski hópurinn er aftur á móti tilbúinn og þar er að sjálfsögðu að finna leikmenn í allra fremstu röð enda stefna Norðmenn á verðlaunasæti. Þar má nefna Caroline Graham Hansen úr Barcelona og Ödu Hegerberg úr Lyon en þessi 26 ára markamaskína hætti í landsliðinu eftir síðasta Evrópumót, sumarið 2017, en sneri aftur fyrr á þessu ári. María, sem leikur með Manchester United, verður svo í vörn norska liðsins rétt eins og á þremur síðustu stórmótum. Pabbi Maríu er Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta, en María er fædd og uppalin í Noregi og kaus að spila fyrir norsku landsliðin frekar en Ísland. View this post on Instagram A post shared by (@mariathorisdottir) Noregur leikur í A-riðli á EM ásamt heimakonum í enska landsliðinu, Austurríki og Norður-Írlandi. Fyrsti leikur liðsins verður gegn Norður-Írum í Southampton 7. júlí. Þar sem að Ísland leikur í D-riðli er ekki mögulegt að María mæti Íslandi fyrr en í undanúrslitum eða úrslitaleik. „Við höfum sett okkur metnaðarfullt markmið um að vinna til verðlauna. Það að setja okkur háleit markmið er eitt af því sem hvetur okkur áfram,“ sagði Maren Mjelde, fyrirliði Noregs, á blaðamannafundi í dag. Norski EM-hópurinn: Markmenn: Guro Pettersen (Vålerenga), Sunniva Skoglund (Stabæk), Aurora Mikalsen (Brann). Varnarmenn: Tuva Hansen (Brann), Maren Mjelde (Chelsea), Anja Sønstevold (Inter), Anna Jøsendal (Rosenborg), Julie Blakstad (Manchester City), Maria Thorisdottir (Manchester United), Synne Skinnes Hansen (Rosenborg), Guro Bergsvand (Brann). Miðjumenn: Vilde Bøe Risa (Manchester United), Amalie Eikeland (Reading), Ingrid Syrstad Engen (Barcelona), Frida Maanum (Arsenal), Lisa Naalsund (Brann), Karina Sævik (Avaldsnes), Guro Reiten (Chelsea). Sóknarmenn: Elisabeth Terland (Brann), Sophie Roman Haug (Roma), Celin Bizet Ildhusøy (PSG), Caroline Graham Hansen (Barcelona), Ada Stolsmo Hegerberg (Lyon).
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Sjá meira