Hannes Þór um mark Albaníu: „Mikil einföldun að hann eigi að gera betur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 11:01 Rúnar Alex Rúnarsson í leik Íslands og Albaníu. Vísir/Diego Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta á Laugardalsvelli í gærkvöld. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi kom Rúnari Alex Rúnarssyni til varnar en margur taldi að hann hefði átt að geta betur í marki Albaníu. Þegar hálftími var liðinn af leiknum kom Taulent Seferi gestunum frá Albaníu yfir með skoti af stuttu færi eftir að Rúnar Alex hafði varið skot en ekki náð að halda því. Hannes Þór veit eitt og annað um markvörslu. Hér ver hann víti frá Lionel Messi á HM í Rússlandi.getty/Stefan Matzke Hannes Þór – sem lék 77 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og stóð meðal annars vaktina á EM í Frakklandi og HM í Rússlandi - var meðal sérfræðinga Viaplay á leiknum. Fór hann yfir mark Albaníu og var ekki alveg á þeim buxunum að þetta væri jafn einfalt og hinir ýmsu sófasérfræðingar létu þetta hljóma. „Mér finnst það mjög mikil einföldun að hann eigi að gera betur þarna,“ sagði Hannes Þór og hélt áfram. „Það er verið að skjóta á markið af stuttu færi og Rúnar Alex hefur tvo kosti. Annars vega rað fara niður með lófana – eins og hann gerir – eða að reyna halda boltanum með því að fá hann í fangið. Þá held ég að það séu allar líkur á að hann fái boltann í gegnum sig og inn því þetta er af svo stuttu færi.“ Rúnar Alex sjálfur var spurður út í markið í spjalli við Stöð 2 og Vísi eftir leik. „Þetta var skot af stuttu færi. Ég er ekki viss hvort boltinn hefði farið lengra í burtu hefði ég varið með fótunum. Ég vildi aldrei reyna halda þessum blauta bolta á blautu grasi. Ég ætlaði að reyna slá boltann í burtu og svo var það bara happa og glappa hvar frákastið myndi enda,“ sagði markvörður Íslands. Dæmigerð augnablik sem verða að detta með okkur Hannes Þór ræddi markið áfram og fór yfir hvernig svona augnablik þurfa að falla með íslenska landsliðinu ætli það sér aftur í hæstu hæðir. „Svo er spurning hvernig snertingu Rúnar Alex nær þegar hann lendir í lófunum á honum. Í þessu tilfelli skoppar boltinn meter frá honum og hann er óheppinn að hann lendir hjá leikmanni Albaníu. Þetta eru augnablik sem verða að detta með okkur, hvort sem þú horfir á það frá markverðinum eða liðinu í heild,“ bætti Hannes Þór við. Daníel Leó Grétarsson var í baráttunni við Seferi en miðvörðurinn var hænuskrefi á eftir framherjanum og því endaði boltinn í netinu. „Það er leikmaður að negla á markið af sex metra færi, þetta er ekki alltaf svona klippt og skorið,“ sagði Hannes Þór að endingu um markið. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland 1-1 Albanía | Jón Dagur tryggði Íslandi stig í kaflaskiptum leik Ísland gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í öðrum leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Jón Dagur Þorsteinsson bjargaði stigi með marki snemma í síðari hálfleik. 6. júní 2022 20:35 Arnar Þór: Þurfum að stokka það plan upp á nýtt Arnar Þór Viðarsson sagði íslenska liðið hafa spilað of neðarlega í fyrri hálfleiknum gegn Albaníu í gær. Hann sagði að áætlanir vegna leiksins gegn San Marinó á fimmtudag hefðu breyst vegna breyttrar stöðu í riðli U-21 árs landsliðsins. 7. júní 2022 07:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Sjá meira
Þegar hálftími var liðinn af leiknum kom Taulent Seferi gestunum frá Albaníu yfir með skoti af stuttu færi eftir að Rúnar Alex hafði varið skot en ekki náð að halda því. Hannes Þór veit eitt og annað um markvörslu. Hér ver hann víti frá Lionel Messi á HM í Rússlandi.getty/Stefan Matzke Hannes Þór – sem lék 77 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og stóð meðal annars vaktina á EM í Frakklandi og HM í Rússlandi - var meðal sérfræðinga Viaplay á leiknum. Fór hann yfir mark Albaníu og var ekki alveg á þeim buxunum að þetta væri jafn einfalt og hinir ýmsu sófasérfræðingar létu þetta hljóma. „Mér finnst það mjög mikil einföldun að hann eigi að gera betur þarna,“ sagði Hannes Þór og hélt áfram. „Það er verið að skjóta á markið af stuttu færi og Rúnar Alex hefur tvo kosti. Annars vega rað fara niður með lófana – eins og hann gerir – eða að reyna halda boltanum með því að fá hann í fangið. Þá held ég að það séu allar líkur á að hann fái boltann í gegnum sig og inn því þetta er af svo stuttu færi.“ Rúnar Alex sjálfur var spurður út í markið í spjalli við Stöð 2 og Vísi eftir leik. „Þetta var skot af stuttu færi. Ég er ekki viss hvort boltinn hefði farið lengra í burtu hefði ég varið með fótunum. Ég vildi aldrei reyna halda þessum blauta bolta á blautu grasi. Ég ætlaði að reyna slá boltann í burtu og svo var það bara happa og glappa hvar frákastið myndi enda,“ sagði markvörður Íslands. Dæmigerð augnablik sem verða að detta með okkur Hannes Þór ræddi markið áfram og fór yfir hvernig svona augnablik þurfa að falla með íslenska landsliðinu ætli það sér aftur í hæstu hæðir. „Svo er spurning hvernig snertingu Rúnar Alex nær þegar hann lendir í lófunum á honum. Í þessu tilfelli skoppar boltinn meter frá honum og hann er óheppinn að hann lendir hjá leikmanni Albaníu. Þetta eru augnablik sem verða að detta með okkur, hvort sem þú horfir á það frá markverðinum eða liðinu í heild,“ bætti Hannes Þór við. Daníel Leó Grétarsson var í baráttunni við Seferi en miðvörðurinn var hænuskrefi á eftir framherjanum og því endaði boltinn í netinu. „Það er leikmaður að negla á markið af sex metra færi, þetta er ekki alltaf svona klippt og skorið,“ sagði Hannes Þór að endingu um markið.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland 1-1 Albanía | Jón Dagur tryggði Íslandi stig í kaflaskiptum leik Ísland gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í öðrum leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Jón Dagur Þorsteinsson bjargaði stigi með marki snemma í síðari hálfleik. 6. júní 2022 20:35 Arnar Þór: Þurfum að stokka það plan upp á nýtt Arnar Þór Viðarsson sagði íslenska liðið hafa spilað of neðarlega í fyrri hálfleiknum gegn Albaníu í gær. Hann sagði að áætlanir vegna leiksins gegn San Marinó á fimmtudag hefðu breyst vegna breyttrar stöðu í riðli U-21 árs landsliðsins. 7. júní 2022 07:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Sjá meira
Umfjöllun: Ísland 1-1 Albanía | Jón Dagur tryggði Íslandi stig í kaflaskiptum leik Ísland gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í öðrum leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Jón Dagur Þorsteinsson bjargaði stigi með marki snemma í síðari hálfleik. 6. júní 2022 20:35
Arnar Þór: Þurfum að stokka það plan upp á nýtt Arnar Þór Viðarsson sagði íslenska liðið hafa spilað of neðarlega í fyrri hálfleiknum gegn Albaníu í gær. Hann sagði að áætlanir vegna leiksins gegn San Marinó á fimmtudag hefðu breyst vegna breyttrar stöðu í riðli U-21 árs landsliðsins. 7. júní 2022 07:30
Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42
Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30