Framtíð Ricciardo hjá McLaren í lausu lofti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2022 18:31 Daniel Ricciardo, ökumaður McLaren í Formúlu 1. Marco Canoniero/Getty Images Það virðist sem Formúlu 1 lið McLaren sé að íhuga að rifta samningi Daniel Ricciardo áður en hann verður samningslaus á næsta ári. Ricciardo hefur aðeins sankað að sér 11 stigum til þessa á keppnistímabilinu í Formúlu 1. Hann hefur verið á eftir samherja sínum Lando Norris í öllum sjö tímatökum tímabilsin. Ökumaðurinn sjálfur segist vera með samning til 2023 en vinnuveitandi hans segir ákveðna hluti geta bundið enda á veru hans hjá félaginu áður en samningurinn rennur út. „Ég er með samning en ég vill ekki vera í 14. sæti. Það er ekki ástæðan fyrir því að ég keppi, orðum það þannig.“ Ítalski-Ástralinn samdi við McLaren á síðasta ári og átti að aðstoða hinn unga Lando Norris. Fyrsta tímabil hans var hins vegar hvorki fugl né fiskur og þá hefur lítið sem ekkert gengið upp á tímabilinu til þessa. Á sama tíma er Norris með 48 stig. Zak Brown, framkvæmdastjóri McLaren, segir að það séu varnaglar til staðar ef frammistaða Ricciardo skáni ekki. „Við höldum áfram og sjáum til hvað gerist. Ég vil ekki segja einn kappakstur í einu því þannig vinnum við ekki en við sjáum hvernig hlutirnir þróast,“ sagði Brown. Mikil óvissa virðist ríkja í kringum framtíð hins 32 ára gamla Ricciardo sem virðist mögulega vera á leið frá McLaren áður en samningur hans rennur út. Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ricciardo hefur aðeins sankað að sér 11 stigum til þessa á keppnistímabilinu í Formúlu 1. Hann hefur verið á eftir samherja sínum Lando Norris í öllum sjö tímatökum tímabilsin. Ökumaðurinn sjálfur segist vera með samning til 2023 en vinnuveitandi hans segir ákveðna hluti geta bundið enda á veru hans hjá félaginu áður en samningurinn rennur út. „Ég er með samning en ég vill ekki vera í 14. sæti. Það er ekki ástæðan fyrir því að ég keppi, orðum það þannig.“ Ítalski-Ástralinn samdi við McLaren á síðasta ári og átti að aðstoða hinn unga Lando Norris. Fyrsta tímabil hans var hins vegar hvorki fugl né fiskur og þá hefur lítið sem ekkert gengið upp á tímabilinu til þessa. Á sama tíma er Norris með 48 stig. Zak Brown, framkvæmdastjóri McLaren, segir að það séu varnaglar til staðar ef frammistaða Ricciardo skáni ekki. „Við höldum áfram og sjáum til hvað gerist. Ég vil ekki segja einn kappakstur í einu því þannig vinnum við ekki en við sjáum hvernig hlutirnir þróast,“ sagði Brown. Mikil óvissa virðist ríkja í kringum framtíð hins 32 ára gamla Ricciardo sem virðist mögulega vera á leið frá McLaren áður en samningur hans rennur út.
Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti