Juventus, Real Madríd og PSG vilja öll Pogba Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 17:31 Paul Pogba ætlar að velja vel og vandlega. EPA-EFE/PETER POWELL Paul Pogba er sagður vera íhuga vel og vandlega hvert næsta skref hans verður á ferlinum. Samningur hans við Manchester United rann út á dögunum og hann nýtur nú lífsins í Bandaríkjunum. Þó það hafi ekki beint gengið hjá Pogba að lyfta Man United eða sér í hæstu hæðir á meðan hann var samningsbundinn félaginu frá 2016 til 2022 þá er hann samt sem áður eftirsóttur af þremur stærstu liðum Evrópu. The Telegraph greinir frá því að Juventus - fyrrum félags hins 29 ára gamla Pogba – vilji ólmt fá hann aftur til Torínó. Juventus er að safna liði í von um að vinna Serie A, ítölsku úrvalsdeildina, þar sem AC og Inter Milan hafa unnið deildina undanfarin tvö tímabil. Þar áður var Juve einráður á Ítalíu í hartnær áratug. Talið er að Pogba sé líklegastur til að semja við Juventus en hann ku þó vera að íhuga tilboð frá Frakklandsmeisturum París Saint-Germain og Evrópumeisturum Real Madríd. Þó PSG sé með urmul miðjumanna á sínum snærum þá er enginn nálægt Pogba í gæðum. Talið er næsta öruggt að liðið muni selja eða lána töluvert af leikmönnum í sumar. M nefna Leandro Paredes, Idrissa Guye, Rafinha og Georginio Wijnaldum í því samhengi. Allir nema Wijnaldum renna út á samning 2023. Paul Pogba weighing up offers from PSG and Real Madrid with future still to be decided @mcgrathmike https://t.co/qvjc0mLt2A— Telegraph Football (@TeleFootball) June 3, 2022 Real Madríd þarf að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum eftir Kylian Mbappé ákvað að vera um kyrrt í París. Liðið þarf ef til vill aðeins meiri breidd á miðsvæðinu þar sem Casemiro, Toni Kroos og sérstaklega Luka Modrić verða ekkert yngri með hverju árinu. Ef einhver gæti svo náð því besta út úr Pogba þá er það Carlo Ancelotti, þjálfari Real. Pogba er ekki með franska landsliðinu um þessar mundir þar sem hann er enn að jafna sig af meiðslum sem héldu honum á hliðarlínunni undir lok síðasta tímabil. Hann hefur því nægan tíma til að íhuga tilboðin þrjú en undirbúningur fyrir tímabilið 2022/2023 hefst ekki fyrr en í júlímánuði. Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Þó það hafi ekki beint gengið hjá Pogba að lyfta Man United eða sér í hæstu hæðir á meðan hann var samningsbundinn félaginu frá 2016 til 2022 þá er hann samt sem áður eftirsóttur af þremur stærstu liðum Evrópu. The Telegraph greinir frá því að Juventus - fyrrum félags hins 29 ára gamla Pogba – vilji ólmt fá hann aftur til Torínó. Juventus er að safna liði í von um að vinna Serie A, ítölsku úrvalsdeildina, þar sem AC og Inter Milan hafa unnið deildina undanfarin tvö tímabil. Þar áður var Juve einráður á Ítalíu í hartnær áratug. Talið er að Pogba sé líklegastur til að semja við Juventus en hann ku þó vera að íhuga tilboð frá Frakklandsmeisturum París Saint-Germain og Evrópumeisturum Real Madríd. Þó PSG sé með urmul miðjumanna á sínum snærum þá er enginn nálægt Pogba í gæðum. Talið er næsta öruggt að liðið muni selja eða lána töluvert af leikmönnum í sumar. M nefna Leandro Paredes, Idrissa Guye, Rafinha og Georginio Wijnaldum í því samhengi. Allir nema Wijnaldum renna út á samning 2023. Paul Pogba weighing up offers from PSG and Real Madrid with future still to be decided @mcgrathmike https://t.co/qvjc0mLt2A— Telegraph Football (@TeleFootball) June 3, 2022 Real Madríd þarf að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum eftir Kylian Mbappé ákvað að vera um kyrrt í París. Liðið þarf ef til vill aðeins meiri breidd á miðsvæðinu þar sem Casemiro, Toni Kroos og sérstaklega Luka Modrić verða ekkert yngri með hverju árinu. Ef einhver gæti svo náð því besta út úr Pogba þá er það Carlo Ancelotti, þjálfari Real. Pogba er ekki með franska landsliðinu um þessar mundir þar sem hann er enn að jafna sig af meiðslum sem héldu honum á hliðarlínunni undir lok síðasta tímabil. Hann hefur því nægan tíma til að íhuga tilboðin þrjú en undirbúningur fyrir tímabilið 2022/2023 hefst ekki fyrr en í júlímánuði.
Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira