Segir síðustu tíu daga hafa verið þá erfiðustu á ferlinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 15:00 Sá skoski létt bugaður eftir leik Liverpool og Real Madríd. EPA-EFE/YOAN VALAT Andrew Robertson átti frábært tímabil með Liverpool í vetur en síðustu tíu dagar hafa verið erfiðir. Fyrst tapaði Liverpool fyrir Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu og svo tapaði Skotland fyrir Úkraínu í umspili um sæti á HM í Katar. Skoski vinstri bakvörðurinn naut sín ekki beint gegn Real Madríd þar sem Úrúgvæinn Federico Valverde – hægri vængmaður Real í leiknum – gerði honum lífið leitt. Valverde kom í veg fyrir að Robertson nyti sín sóknarlega og stráði svo salti í sárin með því að leggja upp sigurmarkið og senda Skotanum væna sneið að leik loknum. Þá voru vinir og vandamenn Robertson meðal þeirra sem lentu í því að franska lögreglan ásakaði þá um að vera með falsaða miða og að reyna svindla sér inn á úrslitaleikinn sem fram fór í París. Lögreglan beitti táragasi og lenti fólk nákomið Robertson í því áður en leikurinn hófst. Til að bæta gráu ofan á svart þá tapaði Skotland 3-1 fyrir Úkraínu er liðin mættust á Hampden-vellinum í Glasgow. Bið Skotlands eftir að komast á HM lengist því enn en Skotar hafa ekki komist á þetta mót allra móta síðan sumarið 1998. „Persónulega hafa þetta verið tíu erfiðustu dagar ferilsins. Andlega, líkamlega, allt,“ sagði Robertson að loknu tapinu á Hampden. „En ef ég er hreinskilinn þá mun ég höndla þetta sjálfur. Ég mun fara í frí og meta þetta allt saman. Ég er bara svo svekktur fyrir hönd strákanna hér. Auðvitað vildum við allir komast á HM og spila á stærsta sviði fótboltans en því miður náðum við því ekki.“ „Við þurfum að vera klárir næst þegar möguleikinn er til staðar. Landsliðsfótbolti er þannig að maður veit aldrei hvenær maður fær þetta síðasta tækifæri. Þess vegna svíður þetta svona rosalega,“ sagði Skotinn að lokum. Andy Robertson has been through it recently Lost the Premier League on the final day Lost the UCL final Lost World Cup knockout qualifier pic.twitter.com/pGZ9ZADuWK— ESPN UK (@ESPNUK) June 2, 2022 Robertson á fríð svo sannarlega skilið en hann spilaði alls 46 leiki fyrir Liverpool á leiktíðinni og skoraði 3 mörk ásamt því að leggja upp 15 á samherja sína. Hefur hann spilað yfir 45 leiki á tímabili undanfarin fjögur tímabil. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira
Skoski vinstri bakvörðurinn naut sín ekki beint gegn Real Madríd þar sem Úrúgvæinn Federico Valverde – hægri vængmaður Real í leiknum – gerði honum lífið leitt. Valverde kom í veg fyrir að Robertson nyti sín sóknarlega og stráði svo salti í sárin með því að leggja upp sigurmarkið og senda Skotanum væna sneið að leik loknum. Þá voru vinir og vandamenn Robertson meðal þeirra sem lentu í því að franska lögreglan ásakaði þá um að vera með falsaða miða og að reyna svindla sér inn á úrslitaleikinn sem fram fór í París. Lögreglan beitti táragasi og lenti fólk nákomið Robertson í því áður en leikurinn hófst. Til að bæta gráu ofan á svart þá tapaði Skotland 3-1 fyrir Úkraínu er liðin mættust á Hampden-vellinum í Glasgow. Bið Skotlands eftir að komast á HM lengist því enn en Skotar hafa ekki komist á þetta mót allra móta síðan sumarið 1998. „Persónulega hafa þetta verið tíu erfiðustu dagar ferilsins. Andlega, líkamlega, allt,“ sagði Robertson að loknu tapinu á Hampden. „En ef ég er hreinskilinn þá mun ég höndla þetta sjálfur. Ég mun fara í frí og meta þetta allt saman. Ég er bara svo svekktur fyrir hönd strákanna hér. Auðvitað vildum við allir komast á HM og spila á stærsta sviði fótboltans en því miður náðum við því ekki.“ „Við þurfum að vera klárir næst þegar möguleikinn er til staðar. Landsliðsfótbolti er þannig að maður veit aldrei hvenær maður fær þetta síðasta tækifæri. Þess vegna svíður þetta svona rosalega,“ sagði Skotinn að lokum. Andy Robertson has been through it recently Lost the Premier League on the final day Lost the UCL final Lost World Cup knockout qualifier pic.twitter.com/pGZ9ZADuWK— ESPN UK (@ESPNUK) June 2, 2022 Robertson á fríð svo sannarlega skilið en hann spilaði alls 46 leiki fyrir Liverpool á leiktíðinni og skoraði 3 mörk ásamt því að leggja upp 15 á samherja sína. Hefur hann spilað yfir 45 leiki á tímabili undanfarin fjögur tímabil.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira