Frumkvöðlar frá fyrsta degi Bogi Nils Bogason skrifar 3. júní 2022 08:00 Í dag fagnar Icelandair 85 ára afmæli. Við þessi tímamót er gaman að staldra við og í senn líta yfir farinn veg og til framtíðar. Að mínu mati er rauði þráðurinn í gegnum alla söguna einstakur kraftur og ástríða starfsfólks og sá mikli frumkvöðlaandi sem einkennt hefur félagið alla tíð og gerir enn. Við höfum haldið merkjum Íslands á lofti um allan heim í áratugi og ætlum að láta til okkar taka í framtíðarþróun flugs. Rætur félagsins má rekja til ársins 1937 þegar Flugfélag Akureyrar var stofnað sem síðar varð Flugfélag Íslands og sameinaðist Loftleiðum. Einstakir frumkvöðlar unnu þrekvirki á fyrstu dögum flugsins, Loftleiðaævintýrið var engu líkt og vert er að minnast þeirra merku tímamóta í íslenskri flugsögu þegar fyrstu flugin voru flogin yfir Atlantshafið árið 1944. Svo hófst tímabil uppbyggingar þar sem leiðakerfi félagsins með Ísland sem okkar heimahöfn var fest í sessi. Leiðakerfið er hjartað í okkar starfsemi og grundvöllur öflugra tenginga til, frá, um og innan Íslands. Það er jafnframt forsenda þess að við gátum byggt upp öfluga ferðþjónustu hér á landi. Þar vorum við í fararbroddi þar sem við fjárfestum í innviðum og nýsköpun og byggðum upp hágæða hótel um allt land. Þetta hefði ekki verið hægt nema fyrir frábært starfsfólk og uppbyggingu okkar góða vinnustaðar. Með þessu höfum við lagt okkar af mörkum til íslensks samfélags og efnahags. Við erum á fleygiferð til framtíðar. Flugsamgöngur tengja okkur við umheiminn og stuðla að framþróun lands og þjóðar. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið þegar kemur að aukinni sjálfbærni í flugi og trúum því að orkuskipti í flugi muni skapa ný tækifæri fyrir Ísland sem miðstöð umhverfisvæns flugs á Norður-Atlantshafi. Við höfum verið frumkvöðlar frá 1937 og hlökkum til næstu 85 ára. Höfundur er forstjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í dag fagnar Icelandair 85 ára afmæli. Við þessi tímamót er gaman að staldra við og í senn líta yfir farinn veg og til framtíðar. Að mínu mati er rauði þráðurinn í gegnum alla söguna einstakur kraftur og ástríða starfsfólks og sá mikli frumkvöðlaandi sem einkennt hefur félagið alla tíð og gerir enn. Við höfum haldið merkjum Íslands á lofti um allan heim í áratugi og ætlum að láta til okkar taka í framtíðarþróun flugs. Rætur félagsins má rekja til ársins 1937 þegar Flugfélag Akureyrar var stofnað sem síðar varð Flugfélag Íslands og sameinaðist Loftleiðum. Einstakir frumkvöðlar unnu þrekvirki á fyrstu dögum flugsins, Loftleiðaævintýrið var engu líkt og vert er að minnast þeirra merku tímamóta í íslenskri flugsögu þegar fyrstu flugin voru flogin yfir Atlantshafið árið 1944. Svo hófst tímabil uppbyggingar þar sem leiðakerfi félagsins með Ísland sem okkar heimahöfn var fest í sessi. Leiðakerfið er hjartað í okkar starfsemi og grundvöllur öflugra tenginga til, frá, um og innan Íslands. Það er jafnframt forsenda þess að við gátum byggt upp öfluga ferðþjónustu hér á landi. Þar vorum við í fararbroddi þar sem við fjárfestum í innviðum og nýsköpun og byggðum upp hágæða hótel um allt land. Þetta hefði ekki verið hægt nema fyrir frábært starfsfólk og uppbyggingu okkar góða vinnustaðar. Með þessu höfum við lagt okkar af mörkum til íslensks samfélags og efnahags. Við erum á fleygiferð til framtíðar. Flugsamgöngur tengja okkur við umheiminn og stuðla að framþróun lands og þjóðar. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið þegar kemur að aukinni sjálfbærni í flugi og trúum því að orkuskipti í flugi muni skapa ný tækifæri fyrir Ísland sem miðstöð umhverfisvæns flugs á Norður-Atlantshafi. Við höfum verið frumkvöðlar frá 1937 og hlökkum til næstu 85 ára. Höfundur er forstjóri Icelandair.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun