„Ég er ekkert að fara í Val í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2022 12:56 Heimir Hallgrímsson á vellinum í Volgograd á HM í Rússlandi 2018. Eftir að hafa hætt með íslenska landsliðið þjálfaði hann Al Arabi í tvö og hálft ár en hefur síðan verið án þjálfarastarfs. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson segir „leiðinlegt“ að lesa í fjölmiðlum orðróma þess efnis að hann sé að taka við knattspyrnuliði Vals af nafna sínum Heimi Guðjónssyni. Hann hafi ekki rætt við Val og stefni sjálfur enn á að þjálfa erlendis. Vangaveltur hafa verið uppi um stöðu Heimis Guðjónssonar í ljósi slæms gengis Vals það sem af er leiktíð, en liðið er nú þegar ellefu stigum á eftir toppliði Breiðabliks í Bestu deildinni og úr leik í Mjólkurbikarnum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, er í fríi fram í næstu viku og hefur ekki svarað símtölum eða skilaboðum varðandi stöðu Heimis hjá félaginu. Varaformaðurinn Jón Höskuldsson vildi ekki tjá sig við Vísi að öðru leyti en því að Heimir Guðjónsson væri „eins og er“ þjálfari Vals. Heimir Hallgrímsson er langstærsta nafnið hér á landi af þeim þjálfurum sem ekki eru í starfi. Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi þjálfaði síðast Al Arabi í Katar þar til í fyrrasumar. „Alltaf verið í forgangi að fara út“ Hann gefur sjálfur lítið fyrir fullyrðingar þess efnis að hann verði næsti þjálfari Vals, sem endurbirtar hafa verið í sumum fjölmiðlum. „Vonandi kemst ég bara aftur út. Það er stefnan að fara aftur út,“ segir Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi í dag. Fullyrðir hann þá sem sagt að hann sé ekki að taka við Val? „Það hefur ekkert verið talað við mig í þessu. Mér finnst þetta svo leiðinlegt, því nú þekki ég Heimi Guðjóns vel,“ segir Heimir, óhress með umfjöllun um stöðu kollega síns. „Ég er með nokkra möguleika í gangi og er ekkert að fara að ákveða strax. En ég er ekkert að fara í Val í dag. Hvað verður í framtíðinni? Kannski einhvern tímann en ég er ekki á leiðinni í Val í dag. Ég stefni á að fara út og er með möguleika í dag á að fara út, og það hefur alltaf verið í forgangi að fara út,“ segir Heimir. Heimir stýrði Al Arabi frá desember 2018 og fram á fyrrasumar, eftir að hafa verið landsliðsþjálfari karla á Íslandi í tæp sjö ár og skilað liðinu á EM og HM. Aðspurður hvort að eitt ár teljist langur tími án þjálfarastarfs svarar Heimir: „Nei, ég hef bara þurft á þessum tíma að halda. Ég hef verið með möguleika á að fara út en ég vil bara velja rétt.“ Besta deild karla Valur Fótbolti Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Vangaveltur hafa verið uppi um stöðu Heimis Guðjónssonar í ljósi slæms gengis Vals það sem af er leiktíð, en liðið er nú þegar ellefu stigum á eftir toppliði Breiðabliks í Bestu deildinni og úr leik í Mjólkurbikarnum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, er í fríi fram í næstu viku og hefur ekki svarað símtölum eða skilaboðum varðandi stöðu Heimis hjá félaginu. Varaformaðurinn Jón Höskuldsson vildi ekki tjá sig við Vísi að öðru leyti en því að Heimir Guðjónsson væri „eins og er“ þjálfari Vals. Heimir Hallgrímsson er langstærsta nafnið hér á landi af þeim þjálfurum sem ekki eru í starfi. Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi þjálfaði síðast Al Arabi í Katar þar til í fyrrasumar. „Alltaf verið í forgangi að fara út“ Hann gefur sjálfur lítið fyrir fullyrðingar þess efnis að hann verði næsti þjálfari Vals, sem endurbirtar hafa verið í sumum fjölmiðlum. „Vonandi kemst ég bara aftur út. Það er stefnan að fara aftur út,“ segir Heimir Hallgrímsson í samtali við Vísi í dag. Fullyrðir hann þá sem sagt að hann sé ekki að taka við Val? „Það hefur ekkert verið talað við mig í þessu. Mér finnst þetta svo leiðinlegt, því nú þekki ég Heimi Guðjóns vel,“ segir Heimir, óhress með umfjöllun um stöðu kollega síns. „Ég er með nokkra möguleika í gangi og er ekkert að fara að ákveða strax. En ég er ekkert að fara í Val í dag. Hvað verður í framtíðinni? Kannski einhvern tímann en ég er ekki á leiðinni í Val í dag. Ég stefni á að fara út og er með möguleika í dag á að fara út, og það hefur alltaf verið í forgangi að fara út,“ segir Heimir. Heimir stýrði Al Arabi frá desember 2018 og fram á fyrrasumar, eftir að hafa verið landsliðsþjálfari karla á Íslandi í tæp sjö ár og skilað liðinu á EM og HM. Aðspurður hvort að eitt ár teljist langur tími án þjálfarastarfs svarar Heimir: „Nei, ég hef bara þurft á þessum tíma að halda. Ég hef verið með möguleika á að fara út en ég vil bara velja rétt.“
Besta deild karla Valur Fótbolti Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira