Miðflokkurinn í sókn og vörn Sigurður Páll Jónsson skrifar 2. júní 2022 10:00 Eftir nýafstaðnar sveitastjórnarkosningar er Miðflokkurinn með sex fulltrúa í sveitarstjórnum landsins en var með níu áður. Auk þess vann Miðflokksfólk með öðrum framboðum sem náðu inn fulltrúum. Til samanburðar er rótgróinn flokkur eins og Vinstri grænir með 8 kjörna fulltrúa á landsvísu. Sósíalistaflokkurinn, sem keppir um sömu sálir og VG, er aðeins með 2 fulltrúa á landsvísu. Miðflokkurinn er ungur flokkur og þetta var í annað sinn sem hann býður fram í sveitarstjórnarkosningum og víða eru flokksmenn að fóta sig áfram í hinni pólitísku baráttu. Sumstaðar varð okkar ungi flokkur að þola undirferli þegar fólk gekk úr skaftinu á lokaspretti og lék þannig tveimur skjöldum og truflaði framboð sem hafði verið í undirbúningi. En er flokkurinn að vinna úr þeim svikum sem birtust í því þegar Birgir Þórarinsson hætti í þingflokki Miðflokksins áður en hann tók sæti á Alþingi eftir síðustu þingkosningar. Að þessu sinni bauð Miðflokkurinn fram í eigin nafni, með eða án viðhengja, í 10 sveitarfélögum sem er einu færra en í síðustu kosningum. Flokkurinn er með fulltrúa í fjórum sveitarstjórum. Miðflokkurinn fékk 32,4 prósent atkvæða í Grindavík og er nú stærsti flokkurinn í bæjarstjórn með þrjá fulltrúa. Eins undarlegt og það er þá virðist flokkurinn verða útilokaður frá meirihlutasamstarfi þar. Á Akureyri tekur flokkurinn hins vegar þátt í meirihlutasamstarfi. Málefnalega var staða Miðflokksins sterk enda leggur flokkurinn áherslu á að leggja við hlustir og finna vilja kjósenda. Hvar eldurinn brennur heitast á þeim og koma með skynsamar og öfgalausar lausnir. Miðflokkurinn leggur áherslu á kraft einstaklingsins í samfélaginu um leið og hann vill efla og styrkja okkar góða velferðarkerfi sem hefur sterkan grunn en hefur orðið fyrir ágjöf og vanhirðu. Miðflokkurinn leggur áherslu á ráðdeild og skynsama meðhöndlun opinberra fjármuna. Skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að líða fyrir óráðssíu fólks sem tekið hefur að sér opinber störf. Í velferðarmálum leggur Miðflokkurinn sérstaka áherslu á að koma til móts við þarfir eldri borgara en sá hópur getur ekki beðið lengur eftir réttlæti. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eftir nýafstaðnar sveitastjórnarkosningar er Miðflokkurinn með sex fulltrúa í sveitarstjórnum landsins en var með níu áður. Auk þess vann Miðflokksfólk með öðrum framboðum sem náðu inn fulltrúum. Til samanburðar er rótgróinn flokkur eins og Vinstri grænir með 8 kjörna fulltrúa á landsvísu. Sósíalistaflokkurinn, sem keppir um sömu sálir og VG, er aðeins með 2 fulltrúa á landsvísu. Miðflokkurinn er ungur flokkur og þetta var í annað sinn sem hann býður fram í sveitarstjórnarkosningum og víða eru flokksmenn að fóta sig áfram í hinni pólitísku baráttu. Sumstaðar varð okkar ungi flokkur að þola undirferli þegar fólk gekk úr skaftinu á lokaspretti og lék þannig tveimur skjöldum og truflaði framboð sem hafði verið í undirbúningi. En er flokkurinn að vinna úr þeim svikum sem birtust í því þegar Birgir Þórarinsson hætti í þingflokki Miðflokksins áður en hann tók sæti á Alþingi eftir síðustu þingkosningar. Að þessu sinni bauð Miðflokkurinn fram í eigin nafni, með eða án viðhengja, í 10 sveitarfélögum sem er einu færra en í síðustu kosningum. Flokkurinn er með fulltrúa í fjórum sveitarstjórum. Miðflokkurinn fékk 32,4 prósent atkvæða í Grindavík og er nú stærsti flokkurinn í bæjarstjórn með þrjá fulltrúa. Eins undarlegt og það er þá virðist flokkurinn verða útilokaður frá meirihlutasamstarfi þar. Á Akureyri tekur flokkurinn hins vegar þátt í meirihlutasamstarfi. Málefnalega var staða Miðflokksins sterk enda leggur flokkurinn áherslu á að leggja við hlustir og finna vilja kjósenda. Hvar eldurinn brennur heitast á þeim og koma með skynsamar og öfgalausar lausnir. Miðflokkurinn leggur áherslu á kraft einstaklingsins í samfélaginu um leið og hann vill efla og styrkja okkar góða velferðarkerfi sem hefur sterkan grunn en hefur orðið fyrir ágjöf og vanhirðu. Miðflokkurinn leggur áherslu á ráðdeild og skynsama meðhöndlun opinberra fjármuna. Skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að líða fyrir óráðssíu fólks sem tekið hefur að sér opinber störf. Í velferðarmálum leggur Miðflokkurinn sérstaka áherslu á að koma til móts við þarfir eldri borgara en sá hópur getur ekki beðið lengur eftir réttlæti. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar