Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Heimir Már Pétursson skrifar 1. júní 2022 19:21 Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. Já, það var tilhlökkun í loftinu þegar borgarfulltrúar mættu á námskeiðið í sal borgarstjórnar í morgun. Sjö af tuttugu og þremur sitja nú í fyrsta sinn í borgarstjórn og fjöldi varafulltrúa koma til með að sitja í nefndum. Þótt enn sé ekki búið að mynda nýjan meirihluta þurfa borgarfulltrúar að setja sig inn í hvernig stjórnkerfi höfuðborgarinnar virkar en fyrsti formlegi fundur borgarstjórnar verður á þriðjudag í næstu viku. Þórdís Jóna Sigurðardóttir er einn af varaborgarfulltrúum Viðreisnar. „Þetta er alveg þvílíkt skemmtilegt tækifæri og ég á eftir að læra mikið og vonandi verða borgarbúum til heilla.“ Hvaða málefni eru það sem þú brennur helst fyrir? „Helst skólamálin. Ég sé mörg tækifæri sem við getum gert betur þar,“ segir Þórdís Jóna. „Mér finnst þetta mjög spennandi. Ég held að þetta verði bara gaman,“ segir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir varaborgarfulltrúi Pírata. Hvaða mál eru það sem þú brennur helst fyrir? „Skipulagsmálin,“ sagði Elísabet. Guðrún Maja Riba varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar sagðist spennt og til í slaginn. Einhver mál sem þú brennur sérstaklega fyrir? „Skólamálin og velferðarmálin. Börnin í borginni, algerlega 100 prósent,“ segir Guðrún Maja. Árelía Eydís Guðmundsdóttir var í öðru sæti Framsóknarflokksins sem fór úr engum í fjóra borgarfulltrúa í kosningunum. „Auðvitað er maður staddur þar sem maður kann ekki neitt, veit ekki neitt og skilur ekki neitt. Af því maður er að gera þetta í fyrsta skipti. Auðvitað er ég þakklát fyrir stuðninginn og tækifærið,“ sagði Árelía Eydís og var ánægð með námskeiðið. Sósíalistaflokkurinn bætti við sig verulegu fylgi í kosningunum sem skiluðu Trausta Breiðfjörð Magnússyni í örðu sæti listans inn í borgarstjórn. „Ég er bara spenntur fyrir verkefninu framundan. Það er rosalega margt sem þarf að bæta hér íborginni.“ Hvað er það sem þú brennur helst fyrir og myndir vilja fá að sinna sem mest? „Húsnæðismálin númer eitt, tvö og þrjú finnst mér. Grunnurinn að allri velferð. Þannig að við þurfum að koma sterkt þar inn. En það er rosalega margt annað sem við þurfum að laga,“ segir Trausti Breiðfjörð Magnússon. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20 „Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01 Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Já, það var tilhlökkun í loftinu þegar borgarfulltrúar mættu á námskeiðið í sal borgarstjórnar í morgun. Sjö af tuttugu og þremur sitja nú í fyrsta sinn í borgarstjórn og fjöldi varafulltrúa koma til með að sitja í nefndum. Þótt enn sé ekki búið að mynda nýjan meirihluta þurfa borgarfulltrúar að setja sig inn í hvernig stjórnkerfi höfuðborgarinnar virkar en fyrsti formlegi fundur borgarstjórnar verður á þriðjudag í næstu viku. Þórdís Jóna Sigurðardóttir er einn af varaborgarfulltrúum Viðreisnar. „Þetta er alveg þvílíkt skemmtilegt tækifæri og ég á eftir að læra mikið og vonandi verða borgarbúum til heilla.“ Hvaða málefni eru það sem þú brennur helst fyrir? „Helst skólamálin. Ég sé mörg tækifæri sem við getum gert betur þar,“ segir Þórdís Jóna. „Mér finnst þetta mjög spennandi. Ég held að þetta verði bara gaman,“ segir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir varaborgarfulltrúi Pírata. Hvaða mál eru það sem þú brennur helst fyrir? „Skipulagsmálin,“ sagði Elísabet. Guðrún Maja Riba varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar sagðist spennt og til í slaginn. Einhver mál sem þú brennur sérstaklega fyrir? „Skólamálin og velferðarmálin. Börnin í borginni, algerlega 100 prósent,“ segir Guðrún Maja. Árelía Eydís Guðmundsdóttir var í öðru sæti Framsóknarflokksins sem fór úr engum í fjóra borgarfulltrúa í kosningunum. „Auðvitað er maður staddur þar sem maður kann ekki neitt, veit ekki neitt og skilur ekki neitt. Af því maður er að gera þetta í fyrsta skipti. Auðvitað er ég þakklát fyrir stuðninginn og tækifærið,“ sagði Árelía Eydís og var ánægð með námskeiðið. Sósíalistaflokkurinn bætti við sig verulegu fylgi í kosningunum sem skiluðu Trausta Breiðfjörð Magnússyni í örðu sæti listans inn í borgarstjórn. „Ég er bara spenntur fyrir verkefninu framundan. Það er rosalega margt sem þarf að bæta hér íborginni.“ Hvað er það sem þú brennur helst fyrir og myndir vilja fá að sinna sem mest? „Húsnæðismálin númer eitt, tvö og þrjú finnst mér. Grunnurinn að allri velferð. Þannig að við þurfum að koma sterkt þar inn. En það er rosalega margt annað sem við þurfum að laga,“ segir Trausti Breiðfjörð Magnússon.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20 „Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01 Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20
„Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01
Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00