Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Heimir Már Pétursson skrifar 1. júní 2022 19:21 Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. Já, það var tilhlökkun í loftinu þegar borgarfulltrúar mættu á námskeiðið í sal borgarstjórnar í morgun. Sjö af tuttugu og þremur sitja nú í fyrsta sinn í borgarstjórn og fjöldi varafulltrúa koma til með að sitja í nefndum. Þótt enn sé ekki búið að mynda nýjan meirihluta þurfa borgarfulltrúar að setja sig inn í hvernig stjórnkerfi höfuðborgarinnar virkar en fyrsti formlegi fundur borgarstjórnar verður á þriðjudag í næstu viku. Þórdís Jóna Sigurðardóttir er einn af varaborgarfulltrúum Viðreisnar. „Þetta er alveg þvílíkt skemmtilegt tækifæri og ég á eftir að læra mikið og vonandi verða borgarbúum til heilla.“ Hvaða málefni eru það sem þú brennur helst fyrir? „Helst skólamálin. Ég sé mörg tækifæri sem við getum gert betur þar,“ segir Þórdís Jóna. „Mér finnst þetta mjög spennandi. Ég held að þetta verði bara gaman,“ segir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir varaborgarfulltrúi Pírata. Hvaða mál eru það sem þú brennur helst fyrir? „Skipulagsmálin,“ sagði Elísabet. Guðrún Maja Riba varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar sagðist spennt og til í slaginn. Einhver mál sem þú brennur sérstaklega fyrir? „Skólamálin og velferðarmálin. Börnin í borginni, algerlega 100 prósent,“ segir Guðrún Maja. Árelía Eydís Guðmundsdóttir var í öðru sæti Framsóknarflokksins sem fór úr engum í fjóra borgarfulltrúa í kosningunum. „Auðvitað er maður staddur þar sem maður kann ekki neitt, veit ekki neitt og skilur ekki neitt. Af því maður er að gera þetta í fyrsta skipti. Auðvitað er ég þakklát fyrir stuðninginn og tækifærið,“ sagði Árelía Eydís og var ánægð með námskeiðið. Sósíalistaflokkurinn bætti við sig verulegu fylgi í kosningunum sem skiluðu Trausta Breiðfjörð Magnússyni í örðu sæti listans inn í borgarstjórn. „Ég er bara spenntur fyrir verkefninu framundan. Það er rosalega margt sem þarf að bæta hér íborginni.“ Hvað er það sem þú brennur helst fyrir og myndir vilja fá að sinna sem mest? „Húsnæðismálin númer eitt, tvö og þrjú finnst mér. Grunnurinn að allri velferð. Þannig að við þurfum að koma sterkt þar inn. En það er rosalega margt annað sem við þurfum að laga,“ segir Trausti Breiðfjörð Magnússon. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20 „Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01 Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Já, það var tilhlökkun í loftinu þegar borgarfulltrúar mættu á námskeiðið í sal borgarstjórnar í morgun. Sjö af tuttugu og þremur sitja nú í fyrsta sinn í borgarstjórn og fjöldi varafulltrúa koma til með að sitja í nefndum. Þótt enn sé ekki búið að mynda nýjan meirihluta þurfa borgarfulltrúar að setja sig inn í hvernig stjórnkerfi höfuðborgarinnar virkar en fyrsti formlegi fundur borgarstjórnar verður á þriðjudag í næstu viku. Þórdís Jóna Sigurðardóttir er einn af varaborgarfulltrúum Viðreisnar. „Þetta er alveg þvílíkt skemmtilegt tækifæri og ég á eftir að læra mikið og vonandi verða borgarbúum til heilla.“ Hvaða málefni eru það sem þú brennur helst fyrir? „Helst skólamálin. Ég sé mörg tækifæri sem við getum gert betur þar,“ segir Þórdís Jóna. „Mér finnst þetta mjög spennandi. Ég held að þetta verði bara gaman,“ segir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir varaborgarfulltrúi Pírata. Hvaða mál eru það sem þú brennur helst fyrir? „Skipulagsmálin,“ sagði Elísabet. Guðrún Maja Riba varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar sagðist spennt og til í slaginn. Einhver mál sem þú brennur sérstaklega fyrir? „Skólamálin og velferðarmálin. Börnin í borginni, algerlega 100 prósent,“ segir Guðrún Maja. Árelía Eydís Guðmundsdóttir var í öðru sæti Framsóknarflokksins sem fór úr engum í fjóra borgarfulltrúa í kosningunum. „Auðvitað er maður staddur þar sem maður kann ekki neitt, veit ekki neitt og skilur ekki neitt. Af því maður er að gera þetta í fyrsta skipti. Auðvitað er ég þakklát fyrir stuðninginn og tækifærið,“ sagði Árelía Eydís og var ánægð með námskeiðið. Sósíalistaflokkurinn bætti við sig verulegu fylgi í kosningunum sem skiluðu Trausta Breiðfjörð Magnússyni í örðu sæti listans inn í borgarstjórn. „Ég er bara spenntur fyrir verkefninu framundan. Það er rosalega margt sem þarf að bæta hér íborginni.“ Hvað er það sem þú brennur helst fyrir og myndir vilja fá að sinna sem mest? „Húsnæðismálin númer eitt, tvö og þrjú finnst mér. Grunnurinn að allri velferð. Þannig að við þurfum að koma sterkt þar inn. En það er rosalega margt annað sem við þurfum að laga,“ segir Trausti Breiðfjörð Magnússon.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20 „Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01 Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. 31. maí 2022 19:20
„Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01
Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00