„Hjartað var á 140 og ég var við það að æla þegar hann tók skotið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júní 2022 11:00 Tómas Gauti Jóhannsson var ekki í miklu jafnvægi þegar Jimmy Butler fór upp í þriggja stiga skot undir lok leiks Miami Heat og Boston Celtics. getty/Eric Espada Boston Celtics samfélagið á Íslandi, og víðar, gladdist mjög þegar liðið komst í úrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn í tólf ár eftir sigur á Miami Heat í oddaleik aðfaranótt sunnudags. Í úrslitaeinvíginu, sem hefst í nótt, mætir Boston Golden State Warriors. Boston komst síðast í úrslit 2010 þar sem liðið tapaði fyrir Los Angeles Lakers í oddaleik. Á meðan er Golden State í úrslitum í sjötta sinn á síðustu átta árum. Fyrsti leikur Golden State og Boston hefst klukkan 01:00 í nótt og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun Kjartans Atla Kjartanssonar og félaga í Lögmáli leiksins hefst hálftíma fyrir leik. Þeir koma einnig inn í leikhléum og hálfleik og gera leikinn svo upp. Framan af tímabili benti ekkert til þess að Boston yrði í þessari stöðu í dag enda var liðið meðal þeirra lélegustu í deildinni um tíma. En svo fór Boston á svakalegt flug og er núna bara fjórum sigrum frá því að verði meistari í fyrsta sinn síðan 2008. #ChasingHistory Episode 29: BOSTON RETURNS TO THE FINALSLed by Larry Bird Trophy winner and Eastern Conference Finals MVP Jayson Tatum, the Boston Celtics came up huge on the road, winning Game 7 against the Heat and punching their ticket to an NBA Finals matchup against GSW. pic.twitter.com/3J97advMjB— NBA (@NBA) May 31, 2022 „Við vorum í 11. sæti í janúar og í fjölmiðlum og hlaðvörpum voru allir sérfræðingar komnir á það stig að losa sig við annað hvort Jayson Tatum eða Jaylen Brown. Maður var orðinn helvíti svartsýnn á að komast bara í úrslitakeppnina,“ sagði Tómas Gauti Jóhannsson, einn harðasti stuðningsmaður Boston á Íslandi. „Þessi viðsnúngur er fyrir það fyrsta algjörlega ótrúlegur. Ég man varla eftir öðrum eins viðsnúningi í íþrótt. Hann er rosalegur.“ Hræðast nýja þjálfarann Fyrir tímabilið hætti Brad Stevens sem þjálfari Boston og fór á skrifstofuna, í starf framkvæmdastjóri. Við þjálfarastarfinu tók Ime Udoka sem hafði aldrei þjálfað lið í NBA áður. „Ég hef alltaf verið mikill Brad Stevens maður og ég myndi segja að hann væri einn bestu þjálfurum í sögu Boston. En þetta var komið á það stig að einhverra breytinga var þörf og Udoka tók við,“ sagði Tómas. Ime Udoka sat í heitu sæti framan af tímabili en er núna kominn í guða tölu í Boston.getty/Eric Espada „Í desember voru fjölmargir að kalla eftir því að hann yrði látinn fara, og meira að segja fólk sem er venjulega með mjög vel ígrundaðar skoðanir. Ég var efins þótt ég telji mig hafa mikla þolinmæði.“ Tómas segir að Udoka sé mjög hvass og ófeiminn við að lesa mönnum pistilinn telji hann þess þörf. „Menn hræðast hann og hann tekur hárblásarann. Á meðan var Brad Stevens hlédrægur og taktískur. Menn hræðast að gera mistök og það er oft gott fyrir svona ungt lið.“ Sem fyrr sagði vann Boston Miami í oddaleik aðfaranótt sunnudags. Celtics-menn voru í toppmálum nánast allan tímann og þegar þrjár mínútur og 35 sekúndur voru eftir leiddu þeir með þrettán stigum, 85-98. En þá snerist leikurinn á hvolf með tilheyrandi tilfinningarússíbana fyrir stuðningsmenn Boston. Karfan sem kom aldrei „Ég var fínn allan leikinn en eini gallinn við Boston er að þeir eru stundum brotthættir á ögurstundu. Þá reyna þeir stundum að mjólka skotklukkuna og Tatum ræðst einn gegn öllum sem hefur oft komið í bakið á þeim. Þegar við náðum þrettán stiga forskotinu hugsaði ég að við þyrftum bara eina körfu í viðbót til að klára. Þá var hjartað kannski á 100-110,“ sagði Tómas. Jayson Tatum var valinn besti leikmaður úrslita Austurdeildarinnar.getty/Andy Lyons „Svo klikkar [Marcus] Smart á þremur þriggja stiga skotum og var ég kominn á þetta stig: ég hef séð þetta svo oft áður og við erum mögulega að fara að tapa þessu.“ Þegar lítið var eftir af leiknum fór Jimmy Butler í þriggja stiga skot sem geigaði, sem betur fer fyrir Boston-menn. Dreymdi að skotið hefði farið ofan í „Þegar hann fór í þristinn sá ég allt tímabilið fyrir mér í einu augnabliki. Ég var handviss um að þetta færi niður. Bara hvernig Boston hefur verið síðustu ár. Maður sér alltaf þegar við erum að fara að tapa leikjum. Ég var með Apple úr og hjartað var á 140 og ég var við það að æla þegar hann tók skotið,“ sagði Tómas. „Ég held með Manchester United og Gróttu þannig ég hef ekkert mikið til að gleðjast yfir í íþróttum síðustu ár. Ég var alveg viss um að boltinn færi ofan í en hann hitti ekki. Ég var heilan dag að jafna mig og dreymdi að Butler-skotið hefði farið niður. Þetta hefur gífurlega mikil áhrif á mann þegar maður hefur fylgst með liði svona lengi.“ Tómasi líst nokkuð vel á úrslitaeinvígið. Hann setur þó smá fyrirvara við bjartsýni tengda því að ekkert lið er með betri árangur gegn Golden State en Boston síðan Steve Kerr tók við Stríðsmönnunum 2014. Ekkert lið passar betur gegn Golden State „Síðustu ár erum við með 9-6 árangur gegn þeim. Klay Thompson var meiddur í tvö ár og Draymond Green líka mikið frá. Svo er deildakeppnin ekki það sama og úrslitakeppnin. Og þeir eru með miklu meiri reynslu. En ég held að við pössum betur gegn þeim en öll önnur lið í deildinni,“ sagði Tómas. „Við erum með sterkustu vörnina í deildinni og hingað til í úrslitakeppninni hafa þeir mætt liðum sem eru ekkert með sérstakar varnir. Núna mæta þeir liði sem skiptir á hindrunum í vörninni.“ Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors hafa verið fastagestir í úrslitum NBA undanfarin ár.getty/Thearon W. Henderson Tómas veit þó ekki hvort hann er bjartsýnn eða svartsýnn fyrir úrslitaeinvíginu. „Ég hef enga tilfinningu fyrir þessum leikjum. Mér finnst eins og allir hallist að Golden State sem er alveg skiljanlegt. En ég held að þetta fari í 6-7 leiki því við erum með svo hrikalega góða vörn og pössum vel gegn þeim. Ef við náum að hægja á leiknum og töpum boltanum ekki oft held ég að við getum tekið nokkra sigra en ég hef ekki hugmynd hvernig þetta fer,“ sagði Tómas að lokum. NBA Íslendingar erlendis Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Boston komst síðast í úrslit 2010 þar sem liðið tapaði fyrir Los Angeles Lakers í oddaleik. Á meðan er Golden State í úrslitum í sjötta sinn á síðustu átta árum. Fyrsti leikur Golden State og Boston hefst klukkan 01:00 í nótt og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun Kjartans Atla Kjartanssonar og félaga í Lögmáli leiksins hefst hálftíma fyrir leik. Þeir koma einnig inn í leikhléum og hálfleik og gera leikinn svo upp. Framan af tímabili benti ekkert til þess að Boston yrði í þessari stöðu í dag enda var liðið meðal þeirra lélegustu í deildinni um tíma. En svo fór Boston á svakalegt flug og er núna bara fjórum sigrum frá því að verði meistari í fyrsta sinn síðan 2008. #ChasingHistory Episode 29: BOSTON RETURNS TO THE FINALSLed by Larry Bird Trophy winner and Eastern Conference Finals MVP Jayson Tatum, the Boston Celtics came up huge on the road, winning Game 7 against the Heat and punching their ticket to an NBA Finals matchup against GSW. pic.twitter.com/3J97advMjB— NBA (@NBA) May 31, 2022 „Við vorum í 11. sæti í janúar og í fjölmiðlum og hlaðvörpum voru allir sérfræðingar komnir á það stig að losa sig við annað hvort Jayson Tatum eða Jaylen Brown. Maður var orðinn helvíti svartsýnn á að komast bara í úrslitakeppnina,“ sagði Tómas Gauti Jóhannsson, einn harðasti stuðningsmaður Boston á Íslandi. „Þessi viðsnúngur er fyrir það fyrsta algjörlega ótrúlegur. Ég man varla eftir öðrum eins viðsnúningi í íþrótt. Hann er rosalegur.“ Hræðast nýja þjálfarann Fyrir tímabilið hætti Brad Stevens sem þjálfari Boston og fór á skrifstofuna, í starf framkvæmdastjóri. Við þjálfarastarfinu tók Ime Udoka sem hafði aldrei þjálfað lið í NBA áður. „Ég hef alltaf verið mikill Brad Stevens maður og ég myndi segja að hann væri einn bestu þjálfurum í sögu Boston. En þetta var komið á það stig að einhverra breytinga var þörf og Udoka tók við,“ sagði Tómas. Ime Udoka sat í heitu sæti framan af tímabili en er núna kominn í guða tölu í Boston.getty/Eric Espada „Í desember voru fjölmargir að kalla eftir því að hann yrði látinn fara, og meira að segja fólk sem er venjulega með mjög vel ígrundaðar skoðanir. Ég var efins þótt ég telji mig hafa mikla þolinmæði.“ Tómas segir að Udoka sé mjög hvass og ófeiminn við að lesa mönnum pistilinn telji hann þess þörf. „Menn hræðast hann og hann tekur hárblásarann. Á meðan var Brad Stevens hlédrægur og taktískur. Menn hræðast að gera mistök og það er oft gott fyrir svona ungt lið.“ Sem fyrr sagði vann Boston Miami í oddaleik aðfaranótt sunnudags. Celtics-menn voru í toppmálum nánast allan tímann og þegar þrjár mínútur og 35 sekúndur voru eftir leiddu þeir með þrettán stigum, 85-98. En þá snerist leikurinn á hvolf með tilheyrandi tilfinningarússíbana fyrir stuðningsmenn Boston. Karfan sem kom aldrei „Ég var fínn allan leikinn en eini gallinn við Boston er að þeir eru stundum brotthættir á ögurstundu. Þá reyna þeir stundum að mjólka skotklukkuna og Tatum ræðst einn gegn öllum sem hefur oft komið í bakið á þeim. Þegar við náðum þrettán stiga forskotinu hugsaði ég að við þyrftum bara eina körfu í viðbót til að klára. Þá var hjartað kannski á 100-110,“ sagði Tómas. Jayson Tatum var valinn besti leikmaður úrslita Austurdeildarinnar.getty/Andy Lyons „Svo klikkar [Marcus] Smart á þremur þriggja stiga skotum og var ég kominn á þetta stig: ég hef séð þetta svo oft áður og við erum mögulega að fara að tapa þessu.“ Þegar lítið var eftir af leiknum fór Jimmy Butler í þriggja stiga skot sem geigaði, sem betur fer fyrir Boston-menn. Dreymdi að skotið hefði farið ofan í „Þegar hann fór í þristinn sá ég allt tímabilið fyrir mér í einu augnabliki. Ég var handviss um að þetta færi niður. Bara hvernig Boston hefur verið síðustu ár. Maður sér alltaf þegar við erum að fara að tapa leikjum. Ég var með Apple úr og hjartað var á 140 og ég var við það að æla þegar hann tók skotið,“ sagði Tómas. „Ég held með Manchester United og Gróttu þannig ég hef ekkert mikið til að gleðjast yfir í íþróttum síðustu ár. Ég var alveg viss um að boltinn færi ofan í en hann hitti ekki. Ég var heilan dag að jafna mig og dreymdi að Butler-skotið hefði farið niður. Þetta hefur gífurlega mikil áhrif á mann þegar maður hefur fylgst með liði svona lengi.“ Tómasi líst nokkuð vel á úrslitaeinvígið. Hann setur þó smá fyrirvara við bjartsýni tengda því að ekkert lið er með betri árangur gegn Golden State en Boston síðan Steve Kerr tók við Stríðsmönnunum 2014. Ekkert lið passar betur gegn Golden State „Síðustu ár erum við með 9-6 árangur gegn þeim. Klay Thompson var meiddur í tvö ár og Draymond Green líka mikið frá. Svo er deildakeppnin ekki það sama og úrslitakeppnin. Og þeir eru með miklu meiri reynslu. En ég held að við pössum betur gegn þeim en öll önnur lið í deildinni,“ sagði Tómas. „Við erum með sterkustu vörnina í deildinni og hingað til í úrslitakeppninni hafa þeir mætt liðum sem eru ekkert með sérstakar varnir. Núna mæta þeir liði sem skiptir á hindrunum í vörninni.“ Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors hafa verið fastagestir í úrslitum NBA undanfarin ár.getty/Thearon W. Henderson Tómas veit þó ekki hvort hann er bjartsýnn eða svartsýnn fyrir úrslitaeinvíginu. „Ég hef enga tilfinningu fyrir þessum leikjum. Mér finnst eins og allir hallist að Golden State sem er alveg skiljanlegt. En ég held að þetta fari í 6-7 leiki því við erum með svo hrikalega góða vörn og pössum vel gegn þeim. Ef við náum að hægja á leiknum og töpum boltanum ekki oft held ég að við getum tekið nokkra sigra en ég hef ekki hugmynd hvernig þetta fer,“ sagði Tómas að lokum.
NBA Íslendingar erlendis Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira