Mótmæli eftir mannskætt húshrun halda áfram í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2022 10:24 Rústir Metropol-byggingarinnar í Abadan í Íran. AP/skrifstofa varaforseta Írans Reiði ríkir enn í garð íranskra yfirvalda eftir að 37 manns fórust þegar íbúðablokk hrundi í suðvestanverðu landinu í síðustu viku. Mótmælendur hafa meðal annars hrópað slagorð gegn Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Írans. Yfirvöld hafa kennt spillingu embættismanna og litlum öryggiskröfum um að tíu hæða Metropol-byggingin í Abadan í Khuzestan-héraði hrundi til grunna 23. maí. Auk þeirra látnu slösuðust 37 manns. Þrettán manns hafa verið handteknir vegna hrunsins til þessa, þar á meðal borgarstjórar og aðrir embættismenn. Mikil öryggisgæsla var þegar minningarathafnir um fórnarlömbin voru haldnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Myndbönd frá borginni sýndu mótmælendur kveikja í dekkjum og loka vegum í bænum Shadegan í nágrenni Abadan. Mótmælendur telja að harmleikurinn hafi einnig átt sér stað vegna vanrækslu stjórnvalda og landlægu misferli embættismanna. Lögreglumenn hafa skotið táragasi að mótmælendunum og hleypt af byssum upp í loftið til að dreifa mannfjöldanum. Til átaka hefur jafnframt komið á milli lögreglumanna og mótmælenda. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi handtekið Arash Ghaleh-Golab, blaðamann, þegar hann fylgdist með athöfn fyrir fórnarlömb hrunsins. Lögreglumenn hafi barið hann og sparkað í hann. Óljóst sé hvort Ghaleh-Golab var að störfum þegar hann var handtekinn eða hvort hann var viðstaddur athöfnina sem almennur borgari. Hann er enn í haldi yfirvalda og hefur ekki fengið að vera í sambandi við fjölskyldu sína eða umheiminn. Engin ákæra hefur verið birt honum. Stjórnvöld í Íran sæta nú vaxandi gagnrýni almennings vegna hækkandi matvælaverð og efnahagsþrenginga að undanförnu. Gjaldmiðill landsins tók dýfu í gær og hefur hann ekki verið veikari gagnvart Bandaríkjadollar áður. Íran Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Sjá meira
Yfirvöld hafa kennt spillingu embættismanna og litlum öryggiskröfum um að tíu hæða Metropol-byggingin í Abadan í Khuzestan-héraði hrundi til grunna 23. maí. Auk þeirra látnu slösuðust 37 manns. Þrettán manns hafa verið handteknir vegna hrunsins til þessa, þar á meðal borgarstjórar og aðrir embættismenn. Mikil öryggisgæsla var þegar minningarathafnir um fórnarlömbin voru haldnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Myndbönd frá borginni sýndu mótmælendur kveikja í dekkjum og loka vegum í bænum Shadegan í nágrenni Abadan. Mótmælendur telja að harmleikurinn hafi einnig átt sér stað vegna vanrækslu stjórnvalda og landlægu misferli embættismanna. Lögreglumenn hafa skotið táragasi að mótmælendunum og hleypt af byssum upp í loftið til að dreifa mannfjöldanum. Til átaka hefur jafnframt komið á milli lögreglumanna og mótmælenda. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi handtekið Arash Ghaleh-Golab, blaðamann, þegar hann fylgdist með athöfn fyrir fórnarlömb hrunsins. Lögreglumenn hafi barið hann og sparkað í hann. Óljóst sé hvort Ghaleh-Golab var að störfum þegar hann var handtekinn eða hvort hann var viðstaddur athöfnina sem almennur borgari. Hann er enn í haldi yfirvalda og hefur ekki fengið að vera í sambandi við fjölskyldu sína eða umheiminn. Engin ákæra hefur verið birt honum. Stjórnvöld í Íran sæta nú vaxandi gagnrýni almennings vegna hækkandi matvælaverð og efnahagsþrenginga að undanförnu. Gjaldmiðill landsins tók dýfu í gær og hefur hann ekki verið veikari gagnvart Bandaríkjadollar áður.
Íran Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila