Stærsta planta í heimi á við 20.000 fótboltavelli Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2022 10:27 Sjávagrösin Posidonia australis. Rachel Austin/Háskólinn í Vestur-Ástralíu Vísindamenn frá Ástralíu uppgötvuðu að sjávargrös sem þekja um tvö hundruð ferkílómetra svæði séu í raun ein og sama plantan. Þeir telja að hún hafi vaxið af einu fræi á að minnsta kosti fjögur þúsund og fimm hundruð árum. Sjávargresjan fannst fyrir tilviljun í Hákarlaflóa, um áttahundruð kílómetra norður af áströlsku borginni Perth. Landsvæðið sem það þekur er svipað að flatarmáli og 20.000 knattspyrnuvellir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar vísindamennirnir rannsökuðu erfðasýni úr sjávargrösunum sem þeir söfnuðu víða í flóanum urðu þeir furðu lostnir að uppgötva að þau voru öll sama plantan. Hún er nú talin sú stærsta á jörðinni. Elizabeth Sinclair, einn af vísindamönnunum frá Háskólanum í Vestur-Ástralíu, segir plöntuna merkilega harðgera enda vaxi hún á svæðum í flóanum þar sem aðstæður séu afar misjafnar frá einum stað til annars. „Hún virðist vera sérlega harðger og upplifir breitt bil hita og seltu auk gríðarlegrar birtu sem ætti allt saman að valda miklu álagi á flestar plöntur,“ segir Sinclair. Sjávargrös vaxa eins og gras á landi, allt að þrjátíu og fimm sentímetra á ári. Út frá því áætla vísindamennirnir að það hafi tekið plöntuna í kringum 4.500 að ná núverandi stærð. Til samanburðar er það um það leyti sem talið er að pýramídarnir í Egyptalandi hafi verið reistir. Hákarlaflói í Vestur-Ástralíu þar sem sjávargrösin fundust.Angela Rossen/Háskólinn í Vestur-Ástralíu Ástralía Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið elsta tré í heimi í Síle Patagoníugrátviður sem hópur vísindamanna hefur rannsakað í sunnanverðu Síle gæti verið meira en fimm þúsund ára gamall. Sé það rétt er tréð það elsta sem vitað er um á jörðinni. 27. maí 2022 13:37 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Sjávargresjan fannst fyrir tilviljun í Hákarlaflóa, um áttahundruð kílómetra norður af áströlsku borginni Perth. Landsvæðið sem það þekur er svipað að flatarmáli og 20.000 knattspyrnuvellir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar vísindamennirnir rannsökuðu erfðasýni úr sjávargrösunum sem þeir söfnuðu víða í flóanum urðu þeir furðu lostnir að uppgötva að þau voru öll sama plantan. Hún er nú talin sú stærsta á jörðinni. Elizabeth Sinclair, einn af vísindamönnunum frá Háskólanum í Vestur-Ástralíu, segir plöntuna merkilega harðgera enda vaxi hún á svæðum í flóanum þar sem aðstæður séu afar misjafnar frá einum stað til annars. „Hún virðist vera sérlega harðger og upplifir breitt bil hita og seltu auk gríðarlegrar birtu sem ætti allt saman að valda miklu álagi á flestar plöntur,“ segir Sinclair. Sjávargrös vaxa eins og gras á landi, allt að þrjátíu og fimm sentímetra á ári. Út frá því áætla vísindamennirnir að það hafi tekið plöntuna í kringum 4.500 að ná núverandi stærð. Til samanburðar er það um það leyti sem talið er að pýramídarnir í Egyptalandi hafi verið reistir. Hákarlaflói í Vestur-Ástralíu þar sem sjávargrösin fundust.Angela Rossen/Háskólinn í Vestur-Ástralíu
Ástralía Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið elsta tré í heimi í Síle Patagoníugrátviður sem hópur vísindamanna hefur rannsakað í sunnanverðu Síle gæti verið meira en fimm þúsund ára gamall. Sé það rétt er tréð það elsta sem vitað er um á jörðinni. 27. maí 2022 13:37 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Telja sig hafa fundið elsta tré í heimi í Síle Patagoníugrátviður sem hópur vísindamanna hefur rannsakað í sunnanverðu Síle gæti verið meira en fimm þúsund ára gamall. Sé það rétt er tréð það elsta sem vitað er um á jörðinni. 27. maí 2022 13:37
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent