Loftslagsvænni mjólkurframleiðsla Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2022 08:01 Í dag er Alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur í 21. skipti um víða veröld. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) stóð að stofnun dagsins og var tilgangur framtaksins að vekja athygli á og viðurkenna mikilvægi mjólkur, næringarlegan, félagslegan og efnahagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í heiminum en mjólkurframleiðsla styður við lífsafkomu eins milljarðs manna um veröld alla. Ákveðið þema er tekið fyrir á þessum hátíðlega degi mjólkurinnar hverju sinni og í ár er dagurinn tileinkaður þeim fjölmörgu verkefnum sem nú þegar eru í gangi í mjólkurframleiðslu heimsins til að hraða loftslagsaðgerðum og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Þar ber helst að nefna orkuskiptin, þróun ýmissa fæðubótarefna fyrir nautgripi sem draga úr metanlosun úr meltingarvegi og að veita bændum ráðgjöf til að minnka losun á sínum búum. Kolefnishlutleysi fyrir 2040 Hröð þróun hefur verið síðustu ár í íslenskri mjólkurframleiðslu hvað varðar tækniframfarir, aðbúnað, fóðrun og kynbætur íslenskra mjólkurkúa. Kúabændur landsins hafa þannig náð að auka meðalframleiðslu á hverja kýr um 50% á síðustu 30 árum. Mjólkurkúm hefur fækkað um 20% á meðan framleiðslan hefur aukist um 43%. Færri kýr þarf því til að framleiða meiri mjólk og höfum við með því dregið úr losun nautgriparæktarinnar umtalsvert á síðustu árum en metanlosun frá meltingarvegi mjólkurkúa er langstærsti einstaki losunarþátturinn í losun mjólkurframleiðslunnar. Betur má ef duga skal því íslenskir kúabændur hafa sett sér það markmið að greinin verði kolefnishlutlaus eigi síðar en árið 2040 og árið 2020 var gefin út skýrsla um loftslagsmál í nautgriparækt með sjö skrefa aðgerðaráætlun til að ná þessu markmiði. Áætlunin er vel á veg komin og hefur m.a. falið í sér bætta gagnaskráningu og kaup á búnaði til að mæla metanlosun nautgripa á Íslandi. Búnaðurinn gerir okkur einnig kleift að athuga hvernig megi minnka losun með breyttri fóðrun kúa en verið er að þróa ýmis fæðubótaefni sem geta minnkað losun metans frá meltingarvegi nautgripa, þ.á m. efni sem unnið er úr þörungum. Nauðsynlegt er að loftslagsaðgerðir byggi á nákvæmum upplýsingum og þekkingu en íslenskir kúabændur eru einnig komnir af stað í raunverulegar aðgerðir. Loftslagsvænn landbúnaður Á síðasta ári hófu fyrstu kúabændurnir þáttöku í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður og nú í vor var opnað fyrir og auglýst eftir þátttöku fleiri nautgripabænda. Verkefnið hefur þróast hratt síðustu ár og fékk hvatningarviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu á síðasta ári. Verkefnið tengir saman fjölmargar loftslagsaðgerðir og byggir á því að veita bændum ráðgjöf og fræðslu í loftslagsaðgerðum. Þátttökubú setja sér aðgerðaráætlun sem hentar hverju búi með það að marki að minnka losun og auka bindingu á hverju búi. Þess má einnig geta að nú þegar stundar fjöldi kúabænda skógrækt meðfram mjólkurframleiðslu og mun þeim að öllum líkindum fjölga á komandi árum. Erfðamengisúrval Íslenskir kúabændur hafa valið að verja stofn íslenska kúakynsins sem er einstakur á heimsvísu en býr þó ekki að sömu framleiðslugetu og bestu mjólkurkúakyn heimsins. Það er því afar mikilvægt fyrir okkur að stunda markvisst kynbótastarf. Eitt allra stærsta verkefni kúabænda á síðustu árum hefur verið innleiðing á svokölluðu Erfðamengisúrvali. Verkefnið felur í sér, í mjög einfölduðu máli, að greining á erfðamengi einstaklinga er notað til að reikna út kynbótamat þeirra, þ.e. hversu efnilegir þeir eru til framræktunar. Þannig verður öryggi kynbótamatsins meira, ættliðabilið styttra og erfðaframfarirnar bæði meiri og hraðari. Á þessu ári byrjuðu kúabændur sjálfir að taka sýni úr sínum kvígukálfum um leið og sett eru í þá eyrnamerki. Sýnin eru svo send með mjólkurbílnum og þeim komið þaðan áfram til arfgerðargreiningar hjá Matís. Við sjáum fram á að kynbótastarf í mjólkurframleiðslu muni taka stór og hröð skref fram á við á næstu árum. Talið er að ávinningur verkefnisins muni nema um 40 milljónum króna á ári í minnkuðum framleiðslukostnaði fyrir mjólkuriðnaðinn í heild. Aukin afköst og minni sóun leiða einnig af sér minni losun frá greininni og því má segja að innleiðing Erfðamengisúrvals sé ein stærsta loftslagsaðgerð íslenskrar mjólkurframleiðslu. Sællegar kýr úti á túni Íslenskir kúabændur láta sig umhverfið og loftslagsmál varða. Við eigum inni mikil tækifæri til að draga enn frekar úr losun og auka bindingu gróðurhúsalofttegunda en gott er að staldra við og minna okkur á hvað við höfum nú þegar gert. Við höfum nú þegar náð miklum árangri í minni losun með bættum afköstum og nýtingu, ráðist af stað í risa stór verkefni til að gera enn betur og unnið að raunverulegum loftslagsaðgerðum í mjólkurframleiðslu. Í tilefni alþjóðlega mjólkurdagsins verða íslenskir kúabændur virkir á samfélagsmiðlum. Fylgist með á instagram Bændasamtakanna þar sem kúabændur leyfa öðrum að skyggnast inní þeirra daglega líf, segja okkur m.a. frá þeim aðgerðum sem þeir hafa stigið í átt að loftslagsvænni landbúnaði og auðvitað sjáum við sællegar kýr úti á túni. Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag! Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands og formaður Búgreinadeildar nautgripabænda í BÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag er Alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur í 21. skipti um víða veröld. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) stóð að stofnun dagsins og var tilgangur framtaksins að vekja athygli á og viðurkenna mikilvægi mjólkur, næringarlegan, félagslegan og efnahagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í heiminum en mjólkurframleiðsla styður við lífsafkomu eins milljarðs manna um veröld alla. Ákveðið þema er tekið fyrir á þessum hátíðlega degi mjólkurinnar hverju sinni og í ár er dagurinn tileinkaður þeim fjölmörgu verkefnum sem nú þegar eru í gangi í mjólkurframleiðslu heimsins til að hraða loftslagsaðgerðum og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Þar ber helst að nefna orkuskiptin, þróun ýmissa fæðubótarefna fyrir nautgripi sem draga úr metanlosun úr meltingarvegi og að veita bændum ráðgjöf til að minnka losun á sínum búum. Kolefnishlutleysi fyrir 2040 Hröð þróun hefur verið síðustu ár í íslenskri mjólkurframleiðslu hvað varðar tækniframfarir, aðbúnað, fóðrun og kynbætur íslenskra mjólkurkúa. Kúabændur landsins hafa þannig náð að auka meðalframleiðslu á hverja kýr um 50% á síðustu 30 árum. Mjólkurkúm hefur fækkað um 20% á meðan framleiðslan hefur aukist um 43%. Færri kýr þarf því til að framleiða meiri mjólk og höfum við með því dregið úr losun nautgriparæktarinnar umtalsvert á síðustu árum en metanlosun frá meltingarvegi mjólkurkúa er langstærsti einstaki losunarþátturinn í losun mjólkurframleiðslunnar. Betur má ef duga skal því íslenskir kúabændur hafa sett sér það markmið að greinin verði kolefnishlutlaus eigi síðar en árið 2040 og árið 2020 var gefin út skýrsla um loftslagsmál í nautgriparækt með sjö skrefa aðgerðaráætlun til að ná þessu markmiði. Áætlunin er vel á veg komin og hefur m.a. falið í sér bætta gagnaskráningu og kaup á búnaði til að mæla metanlosun nautgripa á Íslandi. Búnaðurinn gerir okkur einnig kleift að athuga hvernig megi minnka losun með breyttri fóðrun kúa en verið er að þróa ýmis fæðubótaefni sem geta minnkað losun metans frá meltingarvegi nautgripa, þ.á m. efni sem unnið er úr þörungum. Nauðsynlegt er að loftslagsaðgerðir byggi á nákvæmum upplýsingum og þekkingu en íslenskir kúabændur eru einnig komnir af stað í raunverulegar aðgerðir. Loftslagsvænn landbúnaður Á síðasta ári hófu fyrstu kúabændurnir þáttöku í verkefninu Loftslagsvænn landbúnaður og nú í vor var opnað fyrir og auglýst eftir þátttöku fleiri nautgripabænda. Verkefnið hefur þróast hratt síðustu ár og fékk hvatningarviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu á síðasta ári. Verkefnið tengir saman fjölmargar loftslagsaðgerðir og byggir á því að veita bændum ráðgjöf og fræðslu í loftslagsaðgerðum. Þátttökubú setja sér aðgerðaráætlun sem hentar hverju búi með það að marki að minnka losun og auka bindingu á hverju búi. Þess má einnig geta að nú þegar stundar fjöldi kúabænda skógrækt meðfram mjólkurframleiðslu og mun þeim að öllum líkindum fjölga á komandi árum. Erfðamengisúrval Íslenskir kúabændur hafa valið að verja stofn íslenska kúakynsins sem er einstakur á heimsvísu en býr þó ekki að sömu framleiðslugetu og bestu mjólkurkúakyn heimsins. Það er því afar mikilvægt fyrir okkur að stunda markvisst kynbótastarf. Eitt allra stærsta verkefni kúabænda á síðustu árum hefur verið innleiðing á svokölluðu Erfðamengisúrvali. Verkefnið felur í sér, í mjög einfölduðu máli, að greining á erfðamengi einstaklinga er notað til að reikna út kynbótamat þeirra, þ.e. hversu efnilegir þeir eru til framræktunar. Þannig verður öryggi kynbótamatsins meira, ættliðabilið styttra og erfðaframfarirnar bæði meiri og hraðari. Á þessu ári byrjuðu kúabændur sjálfir að taka sýni úr sínum kvígukálfum um leið og sett eru í þá eyrnamerki. Sýnin eru svo send með mjólkurbílnum og þeim komið þaðan áfram til arfgerðargreiningar hjá Matís. Við sjáum fram á að kynbótastarf í mjólkurframleiðslu muni taka stór og hröð skref fram á við á næstu árum. Talið er að ávinningur verkefnisins muni nema um 40 milljónum króna á ári í minnkuðum framleiðslukostnaði fyrir mjólkuriðnaðinn í heild. Aukin afköst og minni sóun leiða einnig af sér minni losun frá greininni og því má segja að innleiðing Erfðamengisúrvals sé ein stærsta loftslagsaðgerð íslenskrar mjólkurframleiðslu. Sællegar kýr úti á túni Íslenskir kúabændur láta sig umhverfið og loftslagsmál varða. Við eigum inni mikil tækifæri til að draga enn frekar úr losun og auka bindingu gróðurhúsalofttegunda en gott er að staldra við og minna okkur á hvað við höfum nú þegar gert. Við höfum nú þegar náð miklum árangri í minni losun með bættum afköstum og nýtingu, ráðist af stað í risa stór verkefni til að gera enn betur og unnið að raunverulegum loftslagsaðgerðum í mjólkurframleiðslu. Í tilefni alþjóðlega mjólkurdagsins verða íslenskir kúabændur virkir á samfélagsmiðlum. Fylgist með á instagram Bændasamtakanna þar sem kúabændur leyfa öðrum að skyggnast inní þeirra daglega líf, segja okkur m.a. frá þeim aðgerðum sem þeir hafa stigið í átt að loftslagsvænni landbúnaði og auðvitað sjáum við sællegar kýr úti á túni. Gleðilegan alþjóðlegan mjólkurdag! Höfundur er varaformaður Bændasamtaka Íslands og formaður Búgreinadeildar nautgripabænda í BÍ.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun