130 milljarða halli á ríkissjóði Eiður Þór Árnason skrifar 31. maí 2022 16:18 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 130 milljarða króna í fyrra samanborið við 144 milljarða króna halla árið 2020. Ber hún þess merki að hagkerfið hafi enn verið að ná sér á strik eftir heimsfaraldur Covid-19 en afkoman var betri en áætlað var. Tekjur ríkisins án fjármunatekna jukust um 69 milljarða króna milli 2020 og 2021 og námu 871 milljarði króna. Fram kemur í samantekt fjármálaráðuneytisins að þar sé einkum um að ræða auknar tekjur af sköttum og tryggingagjöldum en þar af jukust virðisaukaskattstekjur um 44 milljarða króna milli ára. Sömuleiðis jukust tekjur af fjármagnstekjuskatti um 11 milljarða króna og tryggingagjaldi um 9 milljarða króna. Þessir þrír tekjustofnar ríkisins drógust mest saman árið 2020. Uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 2021 hefur nú verið birt og ríkisreikningur sendur Alþingi. Fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að skýr merki séu um að snarpur efnahagsbati hafi byrjað árið 2021. Athygli vekur að tekjur af virðisaukaskatti voru mun meiri árið 2021 en árið 2019 þegar áhrifa faraldursins hafði ekki gætt, bæði í krónum talið og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Mestum fjármunum er veitt til heilbrigðiskerfisins.Vísir/Vilhelm Tekjur af bankaskatti minnkuðu um 6 milljarða króna frá fyrra ári en veiðigjöld jukust um 3 milljarða króna. Aðrir helstu tekjustofnar ríkisins skiluðu samtals áþekkum tekjum og árið áður en þó lægra hlutfalli af vergri landsframleiðslu. Jafnframt kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að beinn kostnaður vegna Covid-19 faraldursins hafi numið 68 milljörðum króna árið 2021. Hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins var jákvæð um 61 milljarða króna. Kostnaðarsamasta málefnasviðið var sjúkrahúsþjónusta en 108 milljörðum króna var veitt til málaflokksins á seinasta ári. Næst á eftir komu vinnumarkaður og atvinnuleysi með 97 milljarða króna, málefni aldraðra með 92 milljarða, örorka og málefni fatlaðs fólks með 81 milljarð og heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa með 65 milljarða. Fjárfesting ársins 2021 nam 67 milljörðum króna en var 48 milljarðar árið 2020 og 43 milljarðar á árinu 2019. Fjárfesting hefur aukist um 56% á tveggja ára tímabili en aukningin er hluti af þeim aðgerðum sem ráðist var í til að bregðast við áhrifum heimsfaraldursins. Heildarafkoma þriðjungi betri en í upphaflegri áætlun Rekstrarafkoma ríkisreiknings er birt á grunni reikningsskilastaðla fyrir opinbera aðila (IPSAS) en heildarafkoma í fjármálaáætlun og fjárlögum er birt samkvæmt hagskýrslustaðli (GFS). Í fjárlögum ársins 2021 var gert ráð fyrir að heildarafkoma yrði neikvæð um 326 milljarða króna. Í uppfærðri afkomuspá sem birt var í frumvarpi til fjáraukalaga í desember 2021 var áætlað að afkoman yrði neikvæð um 294 milljarða króna. Niðurstaða ársins reyndist hins vegar vera neikvæð heildarakoma um 225 milljarða króna sem er um fjórðungi betri en útkomuspáin í desember og þriðjungi betri en upphafleg áætlun fjárlaga. Frávikið frá fjárlögum liggur að mestu í aukningu tekna, sem var alls 109 milljarðar króna umfram áætlun fjárlaga. „Geta ríkissjóðs til að bregðast við með þessum hætti byggðist á lækkun skulda hins opinbera undanfarinn áratug og sterkum efnahagsreikningum heimila og fyrirtækja. Á sama tíma hafði umgjörð hagstjórnarinnar verið styrkt til muna,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í tilkynningu. Samantekt fjármálaráðuneytisins Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari veglokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Sjá meira
Tekjur ríkisins án fjármunatekna jukust um 69 milljarða króna milli 2020 og 2021 og námu 871 milljarði króna. Fram kemur í samantekt fjármálaráðuneytisins að þar sé einkum um að ræða auknar tekjur af sköttum og tryggingagjöldum en þar af jukust virðisaukaskattstekjur um 44 milljarða króna milli ára. Sömuleiðis jukust tekjur af fjármagnstekjuskatti um 11 milljarða króna og tryggingagjaldi um 9 milljarða króna. Þessir þrír tekjustofnar ríkisins drógust mest saman árið 2020. Uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 2021 hefur nú verið birt og ríkisreikningur sendur Alþingi. Fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að skýr merki séu um að snarpur efnahagsbati hafi byrjað árið 2021. Athygli vekur að tekjur af virðisaukaskatti voru mun meiri árið 2021 en árið 2019 þegar áhrifa faraldursins hafði ekki gætt, bæði í krónum talið og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Mestum fjármunum er veitt til heilbrigðiskerfisins.Vísir/Vilhelm Tekjur af bankaskatti minnkuðu um 6 milljarða króna frá fyrra ári en veiðigjöld jukust um 3 milljarða króna. Aðrir helstu tekjustofnar ríkisins skiluðu samtals áþekkum tekjum og árið áður en þó lægra hlutfalli af vergri landsframleiðslu. Jafnframt kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að beinn kostnaður vegna Covid-19 faraldursins hafi numið 68 milljörðum króna árið 2021. Hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins var jákvæð um 61 milljarða króna. Kostnaðarsamasta málefnasviðið var sjúkrahúsþjónusta en 108 milljörðum króna var veitt til málaflokksins á seinasta ári. Næst á eftir komu vinnumarkaður og atvinnuleysi með 97 milljarða króna, málefni aldraðra með 92 milljarða, örorka og málefni fatlaðs fólks með 81 milljarð og heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa með 65 milljarða. Fjárfesting ársins 2021 nam 67 milljörðum króna en var 48 milljarðar árið 2020 og 43 milljarðar á árinu 2019. Fjárfesting hefur aukist um 56% á tveggja ára tímabili en aukningin er hluti af þeim aðgerðum sem ráðist var í til að bregðast við áhrifum heimsfaraldursins. Heildarafkoma þriðjungi betri en í upphaflegri áætlun Rekstrarafkoma ríkisreiknings er birt á grunni reikningsskilastaðla fyrir opinbera aðila (IPSAS) en heildarafkoma í fjármálaáætlun og fjárlögum er birt samkvæmt hagskýrslustaðli (GFS). Í fjárlögum ársins 2021 var gert ráð fyrir að heildarafkoma yrði neikvæð um 326 milljarða króna. Í uppfærðri afkomuspá sem birt var í frumvarpi til fjáraukalaga í desember 2021 var áætlað að afkoman yrði neikvæð um 294 milljarða króna. Niðurstaða ársins reyndist hins vegar vera neikvæð heildarakoma um 225 milljarða króna sem er um fjórðungi betri en útkomuspáin í desember og þriðjungi betri en upphafleg áætlun fjárlaga. Frávikið frá fjárlögum liggur að mestu í aukningu tekna, sem var alls 109 milljarðar króna umfram áætlun fjárlaga. „Geta ríkissjóðs til að bregðast við með þessum hætti byggðist á lækkun skulda hins opinbera undanfarinn áratug og sterkum efnahagsreikningum heimila og fyrirtækja. Á sama tíma hafði umgjörð hagstjórnarinnar verið styrkt til muna,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í tilkynningu. Samantekt fjármálaráðuneytisins Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari veglokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Sjá meira