UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 21:31 Fjölmargir stuðningsmenn Liverpool hafa sagt frá ofbeldi af hálfu frönsku lögreglunnar. Matthias Hangst/Getty Images Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. Leikurinn tafðist um meira en hálftíma þar sem fjölmargir stuðningsmenn Liverpool, sem höfðu beðið í yfir tvær klukkustundir, stóðu enn í röð utan vallarins þegar leikurinn átti upprunalega að hefjast. Fjölmörg myndbönd birtust af franskri lögreglu að beita táragasi á stuðningsmenn liðsins sem voru margir hverjir enn í röð eftir að leikurinn hófst. Lögreglan í París hefur sætt mikilli gagnrýni vegna málsins. Frönsk yfirvöld sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem stórfelldu miðasvindli var kennt um ástandið sem skapaðist. UEFA commissions independent report into events surrounding UEFA Champions League final.— UEFA (@UEFA) May 30, 2022 Í yfirlýsingu UEFA í dag segir að yfirgripsmikil og óháð rannsókn muni fara fram, þar sem þónokkrir þættir verða til skoðunar. Þar á meðal er ákvarðanataka, ábyrgð og hegðun þeirra sem áttu hlut að máli á laugardagskvöld. Meðal hlutaðeigandi aðila eru UEFA sem skipulagsaðili, frönsk yfirvöld, lögreglan í París og stuðningsmenn Liverpool. Dr. Brandao Rodrigues, sem er portúgalskur þingmaður og fyrrum menntamálaráðherra þar í landi, mun leiða rannsóknina. Fram kemur í yfirlýsingu UEFA að hann geri það án greiðslu frá sambandinu (e. pro bono) til að gætt sé að heilindum. Real Madrid vann leikinn á laugardag 1-0 og vann þar með sinn 14. Meistaradeildartitil. Where were the police when my wife got mugged her watch stolen bruised and my son attack and beaten. Nowhere @GDarmanin . Pathetic excuses #UEFA #ChampionsLeagueFinal #France pic.twitter.com/EYXLjaQ2ug— Jason Mcateer (@MCATEER4) May 30, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Frakkland Tengdar fréttir Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. 29. maí 2022 22:31 Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. 29. maí 2022 08:01 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira
Leikurinn tafðist um meira en hálftíma þar sem fjölmargir stuðningsmenn Liverpool, sem höfðu beðið í yfir tvær klukkustundir, stóðu enn í röð utan vallarins þegar leikurinn átti upprunalega að hefjast. Fjölmörg myndbönd birtust af franskri lögreglu að beita táragasi á stuðningsmenn liðsins sem voru margir hverjir enn í röð eftir að leikurinn hófst. Lögreglan í París hefur sætt mikilli gagnrýni vegna málsins. Frönsk yfirvöld sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem stórfelldu miðasvindli var kennt um ástandið sem skapaðist. UEFA commissions independent report into events surrounding UEFA Champions League final.— UEFA (@UEFA) May 30, 2022 Í yfirlýsingu UEFA í dag segir að yfirgripsmikil og óháð rannsókn muni fara fram, þar sem þónokkrir þættir verða til skoðunar. Þar á meðal er ákvarðanataka, ábyrgð og hegðun þeirra sem áttu hlut að máli á laugardagskvöld. Meðal hlutaðeigandi aðila eru UEFA sem skipulagsaðili, frönsk yfirvöld, lögreglan í París og stuðningsmenn Liverpool. Dr. Brandao Rodrigues, sem er portúgalskur þingmaður og fyrrum menntamálaráðherra þar í landi, mun leiða rannsóknina. Fram kemur í yfirlýsingu UEFA að hann geri það án greiðslu frá sambandinu (e. pro bono) til að gætt sé að heilindum. Real Madrid vann leikinn á laugardag 1-0 og vann þar með sinn 14. Meistaradeildartitil. Where were the police when my wife got mugged her watch stolen bruised and my son attack and beaten. Nowhere @GDarmanin . Pathetic excuses #UEFA #ChampionsLeagueFinal #France pic.twitter.com/EYXLjaQ2ug— Jason Mcateer (@MCATEER4) May 30, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Frakkland Tengdar fréttir Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. 29. maí 2022 22:31 Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. 29. maí 2022 08:01 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira
Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. 29. maí 2022 22:31
Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. 29. maí 2022 08:01