Ísak Snær Þorvaldsson: Barátta, sýning og allt í þessu Sverrir Mar Smárason skrifar 29. maí 2022 21:53 Ísak Snær hefur gert níu mörk fyrir fullkomna Blika. Vísir/Hulda Margrét Ísak Snær, leikmaður Breiðabliks, skoraði tvö mörk er Blikar unnu Leikni í Breiðholti 1-2 í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur og skrýtinn að mati Ísaks. „Þetta var skrýtinn leikur. Við sköpuðum ekki mörg færi og við vorum ekki að leyfa þeim að fá færi. Þetta var mikið inni á miðjunni, baráttan, en við tókum færin sem við fengum. Við hefðum getað tekið fleiri færi en svona er þetta og við tökum stigin,“ sagði Ísak og hélt svo áfram „Það var erfitt að finna leiðir í gegnum þétta vörn en við fundum nokkrar leiðir sem við hefðum getað nýtt okkur betur. Þetta var mjög erfitt en við tókum færin sem við fengum.“ Fyrra mark Ísaks var virkilega fallegt þar sem hann vippaði boltanum yfir Viktor Freyr í marki Leiknis eftir skyndisókn. Ísak hugsaði ekki mikið áður en hann kláraði færið svoleiðis. „Það fór ekki mikið í gegnum hausinn á mér þarna. Ég sá hann bara koma út og þá var allt svæðið opið fyrir aftan hann og fyrir ofan hann þannig ég ákvað bara að setja boltann yfir hann,“ sagði Ísak. Eftir að Ísak hafði komið Blikum í 0-2 þá komust Leiknismenn inn í leikinn. Að sögn Ísaks þá hægðu Blikar full mikið á eftir seinna markið. „Mér fannst við aðeins hægja á okkur. Við fórum að fara aðrar leiðir í staðinn fyrir að fara sömu leiðir og voru að ganga fyrst. Þeir tóku það og nýttu sér það. Þeir pressuðu á okkur og settu síðan mark í andlitið á okkur. Damir og öll varnarnlínan voru sterkir undir lokin og allt liðið í heildina. Sáttir með baráttuna. Þeir voru ekkert að skapa sér neitt þannig,“ sagði Ísak. Ísak og Brynjar Hlöðversson, varnarmaður Leiknis, tókust reglulega á í gegnum leikinn í dag og oftar en ekki endaði annar þeirra í grasinu. Allt skilið eftir inná vellinum segir Ísak. „Ekkert illt. Þetta var bara inná vellinum. Það er alltaf barátta þar. Það var greinilega ákveðið fyrir leikinn að reyna að komast inn í hausinn á mér. Hann var að klípa mig og klóra mig og reyndi að gera allt til þess að pirra mig. Hann náði því í byrjun en svo ákvað ég bara að láta þetta ekki pirra mig. Svona er þetta bara, þetta er skemmtilegt. Barátta, sýning og allt í þessu,“ sagði Ísak. Breiðablik eru svo gott sem stungnir af á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 8 umferðir. Ísak er markahæstur með níu mörk. „Þetta verður bara að koma í ljós. Ef ég tek markametið þá er ég bara sáttur en ég stefni bara á að taka næsta leik og spila hann vel og við sjáum hvernig það fer svo þaðan,“ sagði Ísak að lokum. Breiðablik Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Sjá meira
„Þetta var skrýtinn leikur. Við sköpuðum ekki mörg færi og við vorum ekki að leyfa þeim að fá færi. Þetta var mikið inni á miðjunni, baráttan, en við tókum færin sem við fengum. Við hefðum getað tekið fleiri færi en svona er þetta og við tökum stigin,“ sagði Ísak og hélt svo áfram „Það var erfitt að finna leiðir í gegnum þétta vörn en við fundum nokkrar leiðir sem við hefðum getað nýtt okkur betur. Þetta var mjög erfitt en við tókum færin sem við fengum.“ Fyrra mark Ísaks var virkilega fallegt þar sem hann vippaði boltanum yfir Viktor Freyr í marki Leiknis eftir skyndisókn. Ísak hugsaði ekki mikið áður en hann kláraði færið svoleiðis. „Það fór ekki mikið í gegnum hausinn á mér þarna. Ég sá hann bara koma út og þá var allt svæðið opið fyrir aftan hann og fyrir ofan hann þannig ég ákvað bara að setja boltann yfir hann,“ sagði Ísak. Eftir að Ísak hafði komið Blikum í 0-2 þá komust Leiknismenn inn í leikinn. Að sögn Ísaks þá hægðu Blikar full mikið á eftir seinna markið. „Mér fannst við aðeins hægja á okkur. Við fórum að fara aðrar leiðir í staðinn fyrir að fara sömu leiðir og voru að ganga fyrst. Þeir tóku það og nýttu sér það. Þeir pressuðu á okkur og settu síðan mark í andlitið á okkur. Damir og öll varnarnlínan voru sterkir undir lokin og allt liðið í heildina. Sáttir með baráttuna. Þeir voru ekkert að skapa sér neitt þannig,“ sagði Ísak. Ísak og Brynjar Hlöðversson, varnarmaður Leiknis, tókust reglulega á í gegnum leikinn í dag og oftar en ekki endaði annar þeirra í grasinu. Allt skilið eftir inná vellinum segir Ísak. „Ekkert illt. Þetta var bara inná vellinum. Það er alltaf barátta þar. Það var greinilega ákveðið fyrir leikinn að reyna að komast inn í hausinn á mér. Hann var að klípa mig og klóra mig og reyndi að gera allt til þess að pirra mig. Hann náði því í byrjun en svo ákvað ég bara að láta þetta ekki pirra mig. Svona er þetta bara, þetta er skemmtilegt. Barátta, sýning og allt í þessu,“ sagði Ísak. Breiðablik eru svo gott sem stungnir af á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 8 umferðir. Ísak er markahæstur með níu mörk. „Þetta verður bara að koma í ljós. Ef ég tek markametið þá er ég bara sáttur en ég stefni bara á að taka næsta leik og spila hann vel og við sjáum hvernig það fer svo þaðan,“ sagði Ísak að lokum.
Breiðablik Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Sjá meira