„Þessi refsing endurspeglar alvarleika brotsins“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. maí 2022 07:08 Haukur Örn Birgisson, var verjandi Gísla Haukssonar í málinu. Dómur í máli Gísla Haukssonar fyrir brot í nánu sambandi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni féll 17. maí síðastliðinn. Gísli játaði sök og var gert að sæta 60 daga skilorðsbundnu fangelsi en mörgum þótti dómurinn vægur. Haukur Örn Birgisson, verjandi Gísla í málinu, segir ástæðu refsingarinnar einfaldlega vera kröfur ákæruvaldsins sem umbjóðandi hans hafi sætt sig við. Hann afsalaði sér málsvarnarlaunum í málinu Haukur segir ákæruvaldið hafa farið fram á 60 daga refsingu, eftir að hafa metið alvarleika málsins, og segist hafa verið sammála því mati. Dómari hafi síðan fallist á þá refsingu. „Þessi refsing endurspeglar bara alvarleika brotsins, sem gefur til kynna að árásin hafi ekki verið jafn alvarleg og látið hefur verið af,“ sagði Haukur í samtali við fréttastofu. „Í fjölmiðlum var alltaf talað um að þarna væri sex ára refsirammi og þá er kannski eðlilegt að fólk hneykslist á því og spyrji af hverju skuli vera að dæma tveggja mánaða refsingu fyrir brot sem hefur sex ára refsiramma. Refsingin gefur auðvitað til kynna alvarleika árásarinnar, að hún hafi ekki verið jafn alvarleg og látið hefur verið af.“ Haukur telur slíkt mat hafa haft áhrif við ákvörðun refsingarinnar frekar en að játning Gísla hafi gert það að verkum að honum var gerð vægari refsing en ella. Í dómnum kemur fram að Gísli hafi ítrekað tekið þáverandi sambýliskonu sína, Helgu Kristínu Auðunsdóttur lektor við Háskólann á Bifröst, kverkataki, skellt henni utan í vegg, þrengt að hálsi hennar svo hún hafi átt erfitt með andardrátt og fallið í gólfið. Eftir að hún hörfaði hafi hann farið á eftir henni, ítrekað gripið um handleggi hennar og fleygt henni á rúm. Helga Kristín tognaði á handlegg, hlaut ofreynslu á hálshrygg og brjósthrygg, auk mikilla yfirborðsáverka á hálsi, öxl og upphandlegg. Brot Gísla voru heimfærð undir brot í nánu sambandi, 218. grein b lið hegningalaga, sem kom inn í lögin árið 2016. Afsalaði sér málsvarnarlaunum Hvað málsvarnarlaunin varðar segir Haukur Örn enga sérstaka ástæðu fyrir því að hann hafi afsalað sér málsvarnarlaunum. „Ég fór einfaldlega ekki fram á það að mér yrðu dæmd málsvarnarlaun úr ríkissjóði, það er svo sem engin sérstök ástæða fyrir því annars og ekki sjaldgæft að menn hafi þennan háttinn á.“ Haukur vildi þó ekki gefa neitt upp um hvort hann myndi gera upp greiðslur fyrir verjendastörf sín við Gísla sérstaklega. „Það er bara okkar á milli hvernig verður staðið að því.“ Þróun sem gæti átt sér stað Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir hendur dómarans ekki bundnar við kröfur ákæruvaldsins við ákvörðun refsingar. Ákæruvaldið geri einungis kröfur um refsingu í ákæru en fer yfir dómsúrlausnir sambærilegra mála við aðalmeðferð, sem það telji að miða skuli við. Í þessu tilfelli hafi dómari hins vegar metið það svo að 60 daga fangelsisvist væri í samræmi við dómaframkvæmd. „Ákvörðun um að láta reyna á þyngingu refsingar liggur síðan hjá ríkissaksóknara. Embættið tekur væntanlega ákvörðun um að áfrýja dómnum, ef það telur refsingu ekki í samræmi við dómaframkvæmd,“ segir Hulda Elsa í samtali við fréttastofu. Hulda Elsa Björgvinsdóttir er sviðstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann Hún tekur fram að liggi fyrir játning í málum, sé það metið sakborningi í hag og slíkt geti haft mikil áhrif við ákvörðun refsingar. Varðandi refsingu fyrir brot gegn þessu ákvæði segir Hulda að margoft hafi verið reynt á þetta ákvæði. „Refsirammi fyrir þetta brot er sex ára fangelsi og lágmark væntanlega 30 daga fangelsi. Þannig að nú er þetta er bara spurning um hvort ríkissaksóknari telji þetta eðlilega refsingu eða ekki,“ segir Hulda Elsa. Fjölmargir hafa velt fyrir sér refsingunni í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum síðan dómur féll. Björk Eiðsdóttir, ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, sagði dóminn letjandi í leiðara sínum á dögunum. Þá sagði Fanney Birna Jónsdóttir, sjónvarpskona og lögfræðingur, óásættanlegt að skilorðsbinda ofbeldisdóma á borð við þennan. Skilorð er imo óásættanlegt fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi. Fátt ógnar lífi og heilsu kvenna eins mikið og þessi ógn. Laga takk.— Fanney Birna (@fanneybj) May 17, 2022 „Ég skil vel að menn séu hugsi yfir þessum refsingum. Maður hefur á tilfinningunni að þetta sé svipað og með kynferðisbrotin, þar sem menn voru ósáttir með hvað það voru vægar refsingar og þá var ýmsu breytt. Fólk er bara að sjá hversu mikil áhrif svona ofbeldisbrot hafi á samfélagið.“ segir Hulda. Hún telur að þynging refsinga fyrir þessi brot sé mögulega þróun sem gæti átt sér stað. Dómsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Gísli dæmdur fyrir líkamsárás: Brotaþola létt eftir tveggja ára bið og tjáir sig um ofbeldið Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Fyrrverandi sambýliskona Gísla segist þakklát því að málinu sé lokið fyrir dómstólum, tveimur árum eftir árásina, 17. maí 2022 14:54 Gísli dæmdur fyrir líkamsárás: Brotaþola létt eftir tveggja ára bið og tjáir sig um ofbeldið Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Fyrrverandi sambýliskona Gísla segist þakklát því að málinu sé lokið fyrir dómstólum, tveimur árum eftir árásina, 17. maí 2022 14:54 Gísli Hauksson játaði brot í nánu sambandi Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, játaði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa í maí árið 2020 ráðist á þáverandi sambýliskonu sína. 10. maí 2022 18:18 Gísli ákærður fyrir brot í nánu sambandi Athafnamaðurinn Gísli Hauksson hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína með ofbeldi á heimili þeirra í Reykjavík í maí 2020. 1. apríl 2022 08:27 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Haukur segir ákæruvaldið hafa farið fram á 60 daga refsingu, eftir að hafa metið alvarleika málsins, og segist hafa verið sammála því mati. Dómari hafi síðan fallist á þá refsingu. „Þessi refsing endurspeglar bara alvarleika brotsins, sem gefur til kynna að árásin hafi ekki verið jafn alvarleg og látið hefur verið af,“ sagði Haukur í samtali við fréttastofu. „Í fjölmiðlum var alltaf talað um að þarna væri sex ára refsirammi og þá er kannski eðlilegt að fólk hneykslist á því og spyrji af hverju skuli vera að dæma tveggja mánaða refsingu fyrir brot sem hefur sex ára refsiramma. Refsingin gefur auðvitað til kynna alvarleika árásarinnar, að hún hafi ekki verið jafn alvarleg og látið hefur verið af.“ Haukur telur slíkt mat hafa haft áhrif við ákvörðun refsingarinnar frekar en að játning Gísla hafi gert það að verkum að honum var gerð vægari refsing en ella. Í dómnum kemur fram að Gísli hafi ítrekað tekið þáverandi sambýliskonu sína, Helgu Kristínu Auðunsdóttur lektor við Háskólann á Bifröst, kverkataki, skellt henni utan í vegg, þrengt að hálsi hennar svo hún hafi átt erfitt með andardrátt og fallið í gólfið. Eftir að hún hörfaði hafi hann farið á eftir henni, ítrekað gripið um handleggi hennar og fleygt henni á rúm. Helga Kristín tognaði á handlegg, hlaut ofreynslu á hálshrygg og brjósthrygg, auk mikilla yfirborðsáverka á hálsi, öxl og upphandlegg. Brot Gísla voru heimfærð undir brot í nánu sambandi, 218. grein b lið hegningalaga, sem kom inn í lögin árið 2016. Afsalaði sér málsvarnarlaunum Hvað málsvarnarlaunin varðar segir Haukur Örn enga sérstaka ástæðu fyrir því að hann hafi afsalað sér málsvarnarlaunum. „Ég fór einfaldlega ekki fram á það að mér yrðu dæmd málsvarnarlaun úr ríkissjóði, það er svo sem engin sérstök ástæða fyrir því annars og ekki sjaldgæft að menn hafi þennan háttinn á.“ Haukur vildi þó ekki gefa neitt upp um hvort hann myndi gera upp greiðslur fyrir verjendastörf sín við Gísla sérstaklega. „Það er bara okkar á milli hvernig verður staðið að því.“ Þróun sem gæti átt sér stað Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir hendur dómarans ekki bundnar við kröfur ákæruvaldsins við ákvörðun refsingar. Ákæruvaldið geri einungis kröfur um refsingu í ákæru en fer yfir dómsúrlausnir sambærilegra mála við aðalmeðferð, sem það telji að miða skuli við. Í þessu tilfelli hafi dómari hins vegar metið það svo að 60 daga fangelsisvist væri í samræmi við dómaframkvæmd. „Ákvörðun um að láta reyna á þyngingu refsingar liggur síðan hjá ríkissaksóknara. Embættið tekur væntanlega ákvörðun um að áfrýja dómnum, ef það telur refsingu ekki í samræmi við dómaframkvæmd,“ segir Hulda Elsa í samtali við fréttastofu. Hulda Elsa Björgvinsdóttir er sviðstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann Hún tekur fram að liggi fyrir játning í málum, sé það metið sakborningi í hag og slíkt geti haft mikil áhrif við ákvörðun refsingar. Varðandi refsingu fyrir brot gegn þessu ákvæði segir Hulda að margoft hafi verið reynt á þetta ákvæði. „Refsirammi fyrir þetta brot er sex ára fangelsi og lágmark væntanlega 30 daga fangelsi. Þannig að nú er þetta er bara spurning um hvort ríkissaksóknari telji þetta eðlilega refsingu eða ekki,“ segir Hulda Elsa. Fjölmargir hafa velt fyrir sér refsingunni í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum síðan dómur féll. Björk Eiðsdóttir, ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, sagði dóminn letjandi í leiðara sínum á dögunum. Þá sagði Fanney Birna Jónsdóttir, sjónvarpskona og lögfræðingur, óásættanlegt að skilorðsbinda ofbeldisdóma á borð við þennan. Skilorð er imo óásættanlegt fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi. Fátt ógnar lífi og heilsu kvenna eins mikið og þessi ógn. Laga takk.— Fanney Birna (@fanneybj) May 17, 2022 „Ég skil vel að menn séu hugsi yfir þessum refsingum. Maður hefur á tilfinningunni að þetta sé svipað og með kynferðisbrotin, þar sem menn voru ósáttir með hvað það voru vægar refsingar og þá var ýmsu breytt. Fólk er bara að sjá hversu mikil áhrif svona ofbeldisbrot hafi á samfélagið.“ segir Hulda. Hún telur að þynging refsinga fyrir þessi brot sé mögulega þróun sem gæti átt sér stað.
Dómsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Gísli dæmdur fyrir líkamsárás: Brotaþola létt eftir tveggja ára bið og tjáir sig um ofbeldið Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Fyrrverandi sambýliskona Gísla segist þakklát því að málinu sé lokið fyrir dómstólum, tveimur árum eftir árásina, 17. maí 2022 14:54 Gísli dæmdur fyrir líkamsárás: Brotaþola létt eftir tveggja ára bið og tjáir sig um ofbeldið Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Fyrrverandi sambýliskona Gísla segist þakklát því að málinu sé lokið fyrir dómstólum, tveimur árum eftir árásina, 17. maí 2022 14:54 Gísli Hauksson játaði brot í nánu sambandi Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, játaði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa í maí árið 2020 ráðist á þáverandi sambýliskonu sína. 10. maí 2022 18:18 Gísli ákærður fyrir brot í nánu sambandi Athafnamaðurinn Gísli Hauksson hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína með ofbeldi á heimili þeirra í Reykjavík í maí 2020. 1. apríl 2022 08:27 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Gísli dæmdur fyrir líkamsárás: Brotaþola létt eftir tveggja ára bið og tjáir sig um ofbeldið Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Fyrrverandi sambýliskona Gísla segist þakklát því að málinu sé lokið fyrir dómstólum, tveimur árum eftir árásina, 17. maí 2022 14:54
Gísli dæmdur fyrir líkamsárás: Brotaþola létt eftir tveggja ára bið og tjáir sig um ofbeldið Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Fyrrverandi sambýliskona Gísla segist þakklát því að málinu sé lokið fyrir dómstólum, tveimur árum eftir árásina, 17. maí 2022 14:54
Gísli Hauksson játaði brot í nánu sambandi Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, játaði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa í maí árið 2020 ráðist á þáverandi sambýliskonu sína. 10. maí 2022 18:18
Gísli ákærður fyrir brot í nánu sambandi Athafnamaðurinn Gísli Hauksson hefur verið ákærður fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist á þáverandi sambýliskonu sína með ofbeldi á heimili þeirra í Reykjavík í maí 2020. 1. apríl 2022 08:27