Enn stöðvar inflúensan lið Brynjólfs sem hefur sloppið og fer til Íslands í dag Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2022 15:00 Brynjólfur Willumsson er í íslenska U21-landsliðshópnum sem spilar þrjá heimaleiki 3.-11. júní. Getty Brynjólfur Willumsson og félagar í norska knattspyrnuliðinu Kristiansund geta ekki mætt Sandefjord á sunnudaginn vegna þess að inflúensa A hefur leikið lið Kristiansund grátt. Leiknum hefur því verið frestað rétt eins og leik við Tromsö sem fara átti fram fyrr í þessari viku. „Þrír af fjórum þjálfurum liðsins eru veikir, yfirmaður félagsins sem og margir leikmannanna. Ég er að reyna að ná yfirsýn yfir þetta með lækni félagsins,“ segir Terje Wiik, yfirmaður íþróttamála hjá Kristiansund. Brynjólfur svaraði því til við Vísi að hann hefði hingað til sloppið við smit en að æfingar hefðu verið afar fámennar síðustu daga. Hann var einn fjögurra leikmanna aðalliðsins sem gátu æft af fullum krafti og voru leikmenn úr unglingaliðinu fengnir til að vera með. Næsti leikur Kristiansund er ekki fyrr en eftir miðjan júní og Brynjólfi var því leyft að fljúga heim til Íslands í dag. Brynjólfur er í U21-landsliðshópnum sem leikur í undankeppni EM gegn Liechtenstein, Hvíta-Rússlandi og Kýpur. Leikirnir fara allir fram á Víkingsvelli 3., 8. og 11. júní. „Því miður er enn mikið um smit í liðinu. Rétt eins og á miðvikudaginn hefði ekki verið rétt gagnvart liðunum sem eiga í hlut né öðrum liðum í deildinni að láta þau spila,“ sagði Nils Fisketjönn, mótastjóri hjá norska knattspyrnusambandinu. Kristiansund bíður enn eftir fyrsta sigri sínum á tímabilinu en liðið er aðeins með eitt stig eftir sjö leiki. Norski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Sjá meira
Leiknum hefur því verið frestað rétt eins og leik við Tromsö sem fara átti fram fyrr í þessari viku. „Þrír af fjórum þjálfurum liðsins eru veikir, yfirmaður félagsins sem og margir leikmannanna. Ég er að reyna að ná yfirsýn yfir þetta með lækni félagsins,“ segir Terje Wiik, yfirmaður íþróttamála hjá Kristiansund. Brynjólfur svaraði því til við Vísi að hann hefði hingað til sloppið við smit en að æfingar hefðu verið afar fámennar síðustu daga. Hann var einn fjögurra leikmanna aðalliðsins sem gátu æft af fullum krafti og voru leikmenn úr unglingaliðinu fengnir til að vera með. Næsti leikur Kristiansund er ekki fyrr en eftir miðjan júní og Brynjólfi var því leyft að fljúga heim til Íslands í dag. Brynjólfur er í U21-landsliðshópnum sem leikur í undankeppni EM gegn Liechtenstein, Hvíta-Rússlandi og Kýpur. Leikirnir fara allir fram á Víkingsvelli 3., 8. og 11. júní. „Því miður er enn mikið um smit í liðinu. Rétt eins og á miðvikudaginn hefði ekki verið rétt gagnvart liðunum sem eiga í hlut né öðrum liðum í deildinni að láta þau spila,“ sagði Nils Fisketjönn, mótastjóri hjá norska knattspyrnusambandinu. Kristiansund bíður enn eftir fyrsta sigri sínum á tímabilinu en liðið er aðeins með eitt stig eftir sjö leiki.
Norski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Sjá meira