Segir einkennilegt að hægt sé að veita prestum tiltal fyrir Facebook-skrif Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2022 17:00 Séra Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir mál séra Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests í Laugarneskirkju hafa vakið upp umræðu meðal presta. Vísir Formaður Prestafélags Íslands segir einkennilegt að hægt sé að veita opinberum starfsmönnum formlegt tiltal fyrir skrif á Facebook. Hann segir að eðlilegra hefði verið að mál Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests hefði farið fyrir opinbera nefnd áður en honum var veitt tiltal. Ummæli Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests í Laugarneskirkju, um ríkisstjórn og flokksliða Vinstri grænna vegna fyrirhugaðra fjöldabrottvísana þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna, hafa vakið upp mikla umræðu undanfarna daga en biskup veitti honum formlegt tiltal vegna þeirra. Fram kom í tilkynningu frá biskup á miðvikudag að ummæli Davíðs hafi verið „harkaleg og ósmekkleg.“ Davíð Þór hefur meðal annars verið sakaður af flokksmönnum VG um að ala með ummælunum á hatursorðræðu en hann líkti flokksmönnunum í Facebook-skrifum sínum við fasista og sagði sérstakan stað í helvíti fyrir fólk sem „selur sál sína fyrir völd og vegtyllur.“ Einkennilegt að Facebooköskrif leiði til áminningar eða starfsmissis Einhverjir hafa þá gagnrýnt biskup fyrir að hafa veitt Davíð Þór tiltalið. Óvíst er þá að hverju tiltalið snýr nákvæmlega, hvort það sé Facebook-færsla Davíðs í heild eða ákveðnir hlutar hennar. „Samkvæmt kjarasamningi okkar, sem er spánýr, þá erum við bara starfsmenn á almennum vinnumarkaði og í honum er talað um uppsögn presta og þá er getið um þetta tiltal. Tiltal er í raun ekkert annað en það sem áður hét formleg áminning og það þarf ekki annað til en að fá eitt slíkt tiltal og þá er næst hægt að segja prestinum upp,“ segir Arnaldur Arnold Bárðarson formaður Prestafélags Íslands í samtali við fréttastofu. „Í sögulegu ljósi hafa prestar haft heilmikið frelsi til að tjá sig. Ef við lítum bara til sjálfstæðisbaráttunnar þá voru prestar aðalbakhjarlar Jóns Sigurðssonar og þeir máttu segja það sem aðrir máttu ekki segja við hin dönsku yfirvöld,“ segir Arnaldur. „Hefðin er í þessa veru að prestar mega tjá sig. Málfrelsi presta er mikilvægt bara eins og allra stétta og alls fólks í landinu og það er svolítið einkennilegt ef við erum komin út á þær brautir að það sem fólk skrifar á Facebook þýði opinbera áminningu eða starfsmissi.“ Prestar hafi verið klagaðir fyrir ummæli í predikunarstóli Hann segir sérstakt að Facebook-færsla Davíðs hafi orðið að svo stóru máli. Mikilvægt sé að prestar hafi frelsi til að segja það sem þeir vilja bæði í predikunarstóli og á opinberum vettvangi. „Vissulega hefur það gerst áður að prestar hafa verið klagaðir fyrir ummæli á predikunarstóli og ég nefni séra Árelíus Níelsson sem var kærður fyrir jólaræðu árið 1944 í Eyrarbakkakirkju en hann fékk ekki áminningu, hann fékk samtal við biskupinn en var ekki áminntur formlega,“ segir Arnaldur. Óvíst er að hverju nákvæmlega tiltal biskups snýr í færslu Davíðs, eins og áður segir. Fréttastofa hefur óskað eftir að fá tiltalsbréfið afhent frá biskupsstofu en hefur ekki fengið svar við þeirri beiðni. Arnaldur segir að snúi tiltalið að guðfræðilegum hugmyndum sem Davíð hafi lýst í færslunni séu sérstakar nefndir innan kirkjunnar sem gætu tekið það fyrir. „Nú er það svo að kirkjan sjálf er með kenninganefnd þannig ef að prestur brýtur gegn kenningu kirkjunnar er eðlilegt að vísa ummælum prestsins til kenninganefndar kirkjunnar. Þar myndi sú nefnd úrskurða. Prestafélag Íslands er líka með siðanefnd og sáttanefnd sem að mundu úrskurða ef málum væri vísað þangað, siðferðilegum álitaefnum eða brotum á siðareglum yrði vísað þangað. Það hefur ekki verið gert,“ segir Arnaldur. Ekki óróleiki meðal presta en miklar umræður hafi skapast Hefði verið eðlilegra ef þetta mál hefði farið slíka nefnd? „Ég hefði talið það að það hefði átt að fara í einhvern slíkan farveg. Kirkjan er líka með sínar siðareglur þar sem kveðið er á um ábirga notkun netmiðla. Ég geri ráð fyrir að biskup telji að sú regla hafi verið brotin, án þess að ég viti það. Ég hefði líka þá talið eðlilegt að málið hefði verið skoðað af einhverri þartilbærri nefnd, úrskurðað og andmælaréttur prests hefði verið til staðar,“ segir Arnaldur. Hann segir starfréttindi presta hafa rýrnað mikið með nýjum kjarasamningi. „Við erum stéttarfélag presta og það þarf að huga að starfsréttindum þeirra. Þau auðvitað rýrnuðu mikið með nýjum samningi ríkis og kirkju þar sem við erum ekki lengur opinberir embættismenn. En það þarf að vera einhver vörn, að það sé ekki bara hægt að reka presta vegna geðþótta einhvers,“ segir hann. Aðspurður hvort óróleiki sé meðal presta vegna málsins segir hann ekki svo vera. „En það eru heilmiklar umræður, það eru umræður og við erum í nýrri vegferð með kirkjuna og þetta er svolítið nýtt, alveg eins og samfélagsmiðlar eru nýir. Maður veit ekki hvað dönsk yfirvöld hefðu gert við prestana ef Facebook hefði verið til þá. Það er umhugsunarefni. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að vinna okkur út úr,“ segir Arnaldur. Mestu máli skipti að biskup og Davíð Þór séu sammála í grunninn Stóra málið sé hins vegar það, að hans mati, að biskup og Davíð Þór séu sammála um málefni flóttafólksins sem málið snúist í grunninn um. „Það er að segja áhyggjur af flóttafólkinu og ég get sagt það að allir prestar landsins hafa áhyggjur af velferð þess fólks: Fjölskyldna og barna og þeirra einstaklinga sem á að vísa úr landi. Þar er vísað í reglur og reglugerðir og manni finnst kannski að ef einhver telur að Davíð Þór hafi brotið einhver lög og reglur hefði kannski átt að vísa þessu til veraldlegra dómstóla. Það er til meiðyrðalöggjöf í landinu til dæmis,“ segir Arnaldur. „Ég vona bara að fólkið fái að vera og það væri best. Ég ber traust til biskups og Davíð Þór er nýtur prestur í okkar samfélagi.“ Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Þjóðkirkjan Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 27. maí 2022 12:16 Biskup hefur veitt séra Davíð formlegt tiltal fyrir „harkaleg og ósmekkleg skrif“ Biskup Íslands hefur veitt séra Davíði Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau „harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi“ sínum í gær. Davíð Þór sagði þar að sérstakur staður væri í helvíti fyrir stjórnarliða Vinstri grænna. 25. maí 2022 11:16 Prestar eigi að bregðast við þegar valdhafar dæmi jaðarsetta til helvítisvistar Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri segir varhugavert að veita eigi prestum tiltal fyrir að vera harðorðir þegar tilefni sé til. Hann segir þá skjóta skökku við að biskup Íslands hafi gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir en veiti presti tiltal fyrir að gagnrýna það sama. 25. maí 2022 15:25 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Ummæli Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests í Laugarneskirkju, um ríkisstjórn og flokksliða Vinstri grænna vegna fyrirhugaðra fjöldabrottvísana þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna, hafa vakið upp mikla umræðu undanfarna daga en biskup veitti honum formlegt tiltal vegna þeirra. Fram kom í tilkynningu frá biskup á miðvikudag að ummæli Davíðs hafi verið „harkaleg og ósmekkleg.“ Davíð Þór hefur meðal annars verið sakaður af flokksmönnum VG um að ala með ummælunum á hatursorðræðu en hann líkti flokksmönnunum í Facebook-skrifum sínum við fasista og sagði sérstakan stað í helvíti fyrir fólk sem „selur sál sína fyrir völd og vegtyllur.“ Einkennilegt að Facebooköskrif leiði til áminningar eða starfsmissis Einhverjir hafa þá gagnrýnt biskup fyrir að hafa veitt Davíð Þór tiltalið. Óvíst er þá að hverju tiltalið snýr nákvæmlega, hvort það sé Facebook-færsla Davíðs í heild eða ákveðnir hlutar hennar. „Samkvæmt kjarasamningi okkar, sem er spánýr, þá erum við bara starfsmenn á almennum vinnumarkaði og í honum er talað um uppsögn presta og þá er getið um þetta tiltal. Tiltal er í raun ekkert annað en það sem áður hét formleg áminning og það þarf ekki annað til en að fá eitt slíkt tiltal og þá er næst hægt að segja prestinum upp,“ segir Arnaldur Arnold Bárðarson formaður Prestafélags Íslands í samtali við fréttastofu. „Í sögulegu ljósi hafa prestar haft heilmikið frelsi til að tjá sig. Ef við lítum bara til sjálfstæðisbaráttunnar þá voru prestar aðalbakhjarlar Jóns Sigurðssonar og þeir máttu segja það sem aðrir máttu ekki segja við hin dönsku yfirvöld,“ segir Arnaldur. „Hefðin er í þessa veru að prestar mega tjá sig. Málfrelsi presta er mikilvægt bara eins og allra stétta og alls fólks í landinu og það er svolítið einkennilegt ef við erum komin út á þær brautir að það sem fólk skrifar á Facebook þýði opinbera áminningu eða starfsmissi.“ Prestar hafi verið klagaðir fyrir ummæli í predikunarstóli Hann segir sérstakt að Facebook-færsla Davíðs hafi orðið að svo stóru máli. Mikilvægt sé að prestar hafi frelsi til að segja það sem þeir vilja bæði í predikunarstóli og á opinberum vettvangi. „Vissulega hefur það gerst áður að prestar hafa verið klagaðir fyrir ummæli á predikunarstóli og ég nefni séra Árelíus Níelsson sem var kærður fyrir jólaræðu árið 1944 í Eyrarbakkakirkju en hann fékk ekki áminningu, hann fékk samtal við biskupinn en var ekki áminntur formlega,“ segir Arnaldur. Óvíst er að hverju nákvæmlega tiltal biskups snýr í færslu Davíðs, eins og áður segir. Fréttastofa hefur óskað eftir að fá tiltalsbréfið afhent frá biskupsstofu en hefur ekki fengið svar við þeirri beiðni. Arnaldur segir að snúi tiltalið að guðfræðilegum hugmyndum sem Davíð hafi lýst í færslunni séu sérstakar nefndir innan kirkjunnar sem gætu tekið það fyrir. „Nú er það svo að kirkjan sjálf er með kenninganefnd þannig ef að prestur brýtur gegn kenningu kirkjunnar er eðlilegt að vísa ummælum prestsins til kenninganefndar kirkjunnar. Þar myndi sú nefnd úrskurða. Prestafélag Íslands er líka með siðanefnd og sáttanefnd sem að mundu úrskurða ef málum væri vísað þangað, siðferðilegum álitaefnum eða brotum á siðareglum yrði vísað þangað. Það hefur ekki verið gert,“ segir Arnaldur. Ekki óróleiki meðal presta en miklar umræður hafi skapast Hefði verið eðlilegra ef þetta mál hefði farið slíka nefnd? „Ég hefði talið það að það hefði átt að fara í einhvern slíkan farveg. Kirkjan er líka með sínar siðareglur þar sem kveðið er á um ábirga notkun netmiðla. Ég geri ráð fyrir að biskup telji að sú regla hafi verið brotin, án þess að ég viti það. Ég hefði líka þá talið eðlilegt að málið hefði verið skoðað af einhverri þartilbærri nefnd, úrskurðað og andmælaréttur prests hefði verið til staðar,“ segir Arnaldur. Hann segir starfréttindi presta hafa rýrnað mikið með nýjum kjarasamningi. „Við erum stéttarfélag presta og það þarf að huga að starfsréttindum þeirra. Þau auðvitað rýrnuðu mikið með nýjum samningi ríkis og kirkju þar sem við erum ekki lengur opinberir embættismenn. En það þarf að vera einhver vörn, að það sé ekki bara hægt að reka presta vegna geðþótta einhvers,“ segir hann. Aðspurður hvort óróleiki sé meðal presta vegna málsins segir hann ekki svo vera. „En það eru heilmiklar umræður, það eru umræður og við erum í nýrri vegferð með kirkjuna og þetta er svolítið nýtt, alveg eins og samfélagsmiðlar eru nýir. Maður veit ekki hvað dönsk yfirvöld hefðu gert við prestana ef Facebook hefði verið til þá. Það er umhugsunarefni. Þetta er eitthvað sem við eigum eftir að vinna okkur út úr,“ segir Arnaldur. Mestu máli skipti að biskup og Davíð Þór séu sammála í grunninn Stóra málið sé hins vegar það, að hans mati, að biskup og Davíð Þór séu sammála um málefni flóttafólksins sem málið snúist í grunninn um. „Það er að segja áhyggjur af flóttafólkinu og ég get sagt það að allir prestar landsins hafa áhyggjur af velferð þess fólks: Fjölskyldna og barna og þeirra einstaklinga sem á að vísa úr landi. Þar er vísað í reglur og reglugerðir og manni finnst kannski að ef einhver telur að Davíð Þór hafi brotið einhver lög og reglur hefði kannski átt að vísa þessu til veraldlegra dómstóla. Það er til meiðyrðalöggjöf í landinu til dæmis,“ segir Arnaldur. „Ég vona bara að fólkið fái að vera og það væri best. Ég ber traust til biskups og Davíð Þór er nýtur prestur í okkar samfélagi.“
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Þjóðkirkjan Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir „Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 27. maí 2022 12:16 Biskup hefur veitt séra Davíð formlegt tiltal fyrir „harkaleg og ósmekkleg skrif“ Biskup Íslands hefur veitt séra Davíði Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau „harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi“ sínum í gær. Davíð Þór sagði þar að sérstakur staður væri í helvíti fyrir stjórnarliða Vinstri grænna. 25. maí 2022 11:16 Prestar eigi að bregðast við þegar valdhafar dæmi jaðarsetta til helvítisvistar Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri segir varhugavert að veita eigi prestum tiltal fyrir að vera harðorðir þegar tilefni sé til. Hann segir þá skjóta skökku við að biskup Íslands hafi gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir en veiti presti tiltal fyrir að gagnrýna það sama. 25. maí 2022 15:25 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
„Hatursáróður getur aldrei beinst gegn valdhöfum“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hafnar því að ummæli hans um að fyrirhugaður brottflutningur hátt í þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna falli undir fasisma. Hann segir áhyggjuefni að flokksmenn VG skilji ekki merkingu hatursorðræðu. 27. maí 2022 12:16
Biskup hefur veitt séra Davíð formlegt tiltal fyrir „harkaleg og ósmekkleg skrif“ Biskup Íslands hefur veitt séra Davíði Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau „harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi“ sínum í gær. Davíð Þór sagði þar að sérstakur staður væri í helvíti fyrir stjórnarliða Vinstri grænna. 25. maí 2022 11:16
Prestar eigi að bregðast við þegar valdhafar dæmi jaðarsetta til helvítisvistar Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri segir varhugavert að veita eigi prestum tiltal fyrir að vera harðorðir þegar tilefni sé til. Hann segir þá skjóta skökku við að biskup Íslands hafi gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir en veiti presti tiltal fyrir að gagnrýna það sama. 25. maí 2022 15:25