Umfjöllun og viðtal: Leiknir - Breiðablik 1-2 | Sigurganga Blika heldur áfram Sverrir Mar Smárason skrifar 29. maí 2022 22:10 vísir/Hulda Margrét Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild karla í fótbolta eftir 2-1 útisigur gegn Leikni í kvöld. Fyrri hálfleikur einkenndist af því að Blikar héldu boltanum og reyndu að brjóta niður vörn Leiknismanna sem hélt vel í 27. mínútur. Breiðablik hafði í upphafi leiks náð að skapa sér góðar stöður en ekki tekist að nýta það nægilega vel. Á 28. mínútu voru Leiknismenn í sókn sem var stöðvuð. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, var snöggur að koma boltanum langt fram. Bjarki Aðalsteinsson, varnarmaður og fyrirliði Leiknis, missti boltann yfir sig og í gegn sluppu Jason Daði og Ísak Snær. Jason sendi boltann inn í teig á Ísak sem vippaði honum snyrtilega yfir Viktor Freyr í marki Leiknis. Gestirnir komnir 1-0 yfir. Eftir héldu Blikar áfram að halda boltanum og að reyna að spila sig í gegnum vörn Leiknis. Einu möguleikar Leiknismanna komu eftir skyndisóknir sem oft á tíðum voru óákveðnar og slakar. Staðan í hálfleik 0-1 gestunum úr Kópavogi í vil. Síðari hálfleikur var mun líflegri. Mun jákvæðari spilamennska hjá Leiknismönnum heilt yfir en það voru Blikar sem voru fyrri til að skora í síðari hálfleiknum. á 49. mínútu skoraði Ísak Snær sitt annað mark í leiknum og sitt níunda í Bestu deildinni í sumar. Leikni gekk illa að hreinsa boltann frá og eftir langa sókn Blika datt boltinn fyrir Ísak í teignum. Viðstöðulaust skot hans með vinstri lá í netinu stuttu síðar og Breiðablik komið í 0-2. Eftir seinna mark Breiðabliks þá virtust Leiknismenn vakna til lífsins. Þeir fóru að sækja og setja pressu á Blikana. Besta færi síðari hálfleiks fékk Róbert Hauksson aðeins tveimur mínútum síðar er hann hrifsaði boltann af Viktori Erni, varnarmanni Blika, og slapp aleinn gegn Antoni Ara, markverði. Róbert virtist ekki hafa mikinn áhuga á því að skora því hann leitaði lengi að sendingu áður en það var of seint og Anton Ari varði frá honum. Róbert var þó ekki hættur því öðrum tveimur mínútum síðar fékk hann frábæra fyrirgjöf inn í teig Blika frá Degi Austmann. Róbert gerði sér lítið fyrir og skoraði með góðum skalla framhjá Antoni Ara. Stuttu síðar lá Brynjar Hlöðversson í grasinu eftir samskipti við Omar Sowe, sóknarmann Blika. Brynjar hafði fengið fast olgnbogaskot frá Omari þegar boltinn var víðs fjarri og enginn sá það. Omar var á gulu spjaldi þegar þetta gerðist og hefði réttilega átt að vera sendur í sturtu með rautt spjald. Leiknismenn héldu áfram að setja mikla pressu að marki Blika það sem eftir lifði leiks en tókst illa að skapa sér marktækifæri. Leiknum lauk með 1-2 sigri Blika og greinilegt var að lokaflautið væri kærkomið. Af hverju vann Breiðablik? Þeir voru talsvert betri í fyrri hálfleik á meðan Leiknismenn héldu aftarlega. Raunverulega ástæða þess að Blikar unnu var sú að þeir nýttu þá fáu sénsa sem þeir fengu til að skora og Leiknismenn nýttu bara einn. Það var stress á Blikum undir lokin en líkt og fyrr segir þá voru engin alvöru færi. Hverjir voru bestir? Ísak Snær gerir tvö mörk og var erfiður að eiga við allan leikinn. Að minu mati voru Dagur Dan og Höskuldur Gunnlaugsson einnig góðir í dag. Róbert Hauksson og Dagur Austmann stóðu uppúr hjá Leikni sem og hafsenta þríeykið, Bjarki, Brynjar og Gyrðir. Hvað gerist næst? Blikar eru á toppnum með fullt hús stiga en Leiknir í neðsta sæti með 3 stig. Nú fá bæði lið kærkomið frí vegna landsleikja og tveggja vikna hlé verður gert á deildinni. Besta deild karla Leiknir Reykjavík Breiðablik Íslenski boltinn
Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild karla í fótbolta eftir 2-1 útisigur gegn Leikni í kvöld. Fyrri hálfleikur einkenndist af því að Blikar héldu boltanum og reyndu að brjóta niður vörn Leiknismanna sem hélt vel í 27. mínútur. Breiðablik hafði í upphafi leiks náð að skapa sér góðar stöður en ekki tekist að nýta það nægilega vel. Á 28. mínútu voru Leiknismenn í sókn sem var stöðvuð. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, var snöggur að koma boltanum langt fram. Bjarki Aðalsteinsson, varnarmaður og fyrirliði Leiknis, missti boltann yfir sig og í gegn sluppu Jason Daði og Ísak Snær. Jason sendi boltann inn í teig á Ísak sem vippaði honum snyrtilega yfir Viktor Freyr í marki Leiknis. Gestirnir komnir 1-0 yfir. Eftir héldu Blikar áfram að halda boltanum og að reyna að spila sig í gegnum vörn Leiknis. Einu möguleikar Leiknismanna komu eftir skyndisóknir sem oft á tíðum voru óákveðnar og slakar. Staðan í hálfleik 0-1 gestunum úr Kópavogi í vil. Síðari hálfleikur var mun líflegri. Mun jákvæðari spilamennska hjá Leiknismönnum heilt yfir en það voru Blikar sem voru fyrri til að skora í síðari hálfleiknum. á 49. mínútu skoraði Ísak Snær sitt annað mark í leiknum og sitt níunda í Bestu deildinni í sumar. Leikni gekk illa að hreinsa boltann frá og eftir langa sókn Blika datt boltinn fyrir Ísak í teignum. Viðstöðulaust skot hans með vinstri lá í netinu stuttu síðar og Breiðablik komið í 0-2. Eftir seinna mark Breiðabliks þá virtust Leiknismenn vakna til lífsins. Þeir fóru að sækja og setja pressu á Blikana. Besta færi síðari hálfleiks fékk Róbert Hauksson aðeins tveimur mínútum síðar er hann hrifsaði boltann af Viktori Erni, varnarmanni Blika, og slapp aleinn gegn Antoni Ara, markverði. Róbert virtist ekki hafa mikinn áhuga á því að skora því hann leitaði lengi að sendingu áður en það var of seint og Anton Ari varði frá honum. Róbert var þó ekki hættur því öðrum tveimur mínútum síðar fékk hann frábæra fyrirgjöf inn í teig Blika frá Degi Austmann. Róbert gerði sér lítið fyrir og skoraði með góðum skalla framhjá Antoni Ara. Stuttu síðar lá Brynjar Hlöðversson í grasinu eftir samskipti við Omar Sowe, sóknarmann Blika. Brynjar hafði fengið fast olgnbogaskot frá Omari þegar boltinn var víðs fjarri og enginn sá það. Omar var á gulu spjaldi þegar þetta gerðist og hefði réttilega átt að vera sendur í sturtu með rautt spjald. Leiknismenn héldu áfram að setja mikla pressu að marki Blika það sem eftir lifði leiks en tókst illa að skapa sér marktækifæri. Leiknum lauk með 1-2 sigri Blika og greinilegt var að lokaflautið væri kærkomið. Af hverju vann Breiðablik? Þeir voru talsvert betri í fyrri hálfleik á meðan Leiknismenn héldu aftarlega. Raunverulega ástæða þess að Blikar unnu var sú að þeir nýttu þá fáu sénsa sem þeir fengu til að skora og Leiknismenn nýttu bara einn. Það var stress á Blikum undir lokin en líkt og fyrr segir þá voru engin alvöru færi. Hverjir voru bestir? Ísak Snær gerir tvö mörk og var erfiður að eiga við allan leikinn. Að minu mati voru Dagur Dan og Höskuldur Gunnlaugsson einnig góðir í dag. Róbert Hauksson og Dagur Austmann stóðu uppúr hjá Leikni sem og hafsenta þríeykið, Bjarki, Brynjar og Gyrðir. Hvað gerist næst? Blikar eru á toppnum með fullt hús stiga en Leiknir í neðsta sæti með 3 stig. Nú fá bæði lið kærkomið frí vegna landsleikja og tveggja vikna hlé verður gert á deildinni.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti