Hin berskjölduðu í heiminum og hér Drífa Snædal skrifar 27. maí 2022 13:00 Eftirlitsfulltrúar stéttarfélaganna vinna ómetanlegt starf á hverjum degi við að fara á vinnustaði, fræða vinnandi fólk og ekki síst finna hvar misbrestirnir liggja. Afrakstur þessara eftirlitsferða eru iðulega kröfur um leiðréttingu launa, stundum úttekt vinnueftirlitsins, ábendingar til skattsins og í erfiðustu tilvikunum ábendingar um mansal. Eftirlitsfulltrúar stéttarfélaganna innan ASÍ hittust á vinnudegi í vikunni þar sem áherslan var einmitt á fræðslu um mansal og misneytingu. Í tilefni af því rifjaði ég upp þau sláandi sannindi að í dag eru fleiri þrælar í heiminum en öll þau ár sem þrælasala var lögleg með flutningi afríkubúa til vesturheims. Samkvæmt tölum frá 2016 er áætlað að um 40 milljón manns séu þrælar í heiminum, þar af 25 milljónir í þrælavinnu. Við ákveðnar kringumstæður er meiri hætta á að glæpamenn nýti sér neyð annarra og þær aðstæður eru áþreifanlegar í heiminum í dag: Stríð og kreppa. Við höfum ekki farið varhluta af þessu á Íslandi, enda fjölmörg dæmi um grun um mansal sem eftirlitsfulltrúarnir sögðu frá á vinnudeginum. Að auki komu fulltrúar sem vinna með flóttafólki og hælisleitendum og staðfestu að þessar skuggahliðar eru sannanlega til hér á landi og ákveðnir hópar eru sérstaklega berskjaldaðir. Bara á þessu ári hafa 1536 flóttamenn sótt um hæli, fólk sem þarf að hefja nýtt líf, þarf húsnæði, vinnu og öryggi en veit ekki endilega mikið um íslenskan vinnumarkað eða hvaða varnir við höfum byggt hér upp gegn misnotkun. Staðan er sem sagt sú að gríðarlegur fjöldi hér á landi er fullkomlega berskjaldaður fyrir misnotkun, bæði á húsnæðis- og vinnumarkaði. Fólk sem er bæði af innlendu og erlendu bergi brotið. Við svona aðstæður þurfum við öll að vera vakandi og tilkynna misnotkun. Mansal þrífst hér á landi og það er ábyrgð okkar allra að uppræta það. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftirlitsfulltrúar stéttarfélaganna vinna ómetanlegt starf á hverjum degi við að fara á vinnustaði, fræða vinnandi fólk og ekki síst finna hvar misbrestirnir liggja. Afrakstur þessara eftirlitsferða eru iðulega kröfur um leiðréttingu launa, stundum úttekt vinnueftirlitsins, ábendingar til skattsins og í erfiðustu tilvikunum ábendingar um mansal. Eftirlitsfulltrúar stéttarfélaganna innan ASÍ hittust á vinnudegi í vikunni þar sem áherslan var einmitt á fræðslu um mansal og misneytingu. Í tilefni af því rifjaði ég upp þau sláandi sannindi að í dag eru fleiri þrælar í heiminum en öll þau ár sem þrælasala var lögleg með flutningi afríkubúa til vesturheims. Samkvæmt tölum frá 2016 er áætlað að um 40 milljón manns séu þrælar í heiminum, þar af 25 milljónir í þrælavinnu. Við ákveðnar kringumstæður er meiri hætta á að glæpamenn nýti sér neyð annarra og þær aðstæður eru áþreifanlegar í heiminum í dag: Stríð og kreppa. Við höfum ekki farið varhluta af þessu á Íslandi, enda fjölmörg dæmi um grun um mansal sem eftirlitsfulltrúarnir sögðu frá á vinnudeginum. Að auki komu fulltrúar sem vinna með flóttafólki og hælisleitendum og staðfestu að þessar skuggahliðar eru sannanlega til hér á landi og ákveðnir hópar eru sérstaklega berskjaldaðir. Bara á þessu ári hafa 1536 flóttamenn sótt um hæli, fólk sem þarf að hefja nýtt líf, þarf húsnæði, vinnu og öryggi en veit ekki endilega mikið um íslenskan vinnumarkað eða hvaða varnir við höfum byggt hér upp gegn misnotkun. Staðan er sem sagt sú að gríðarlegur fjöldi hér á landi er fullkomlega berskjaldaður fyrir misnotkun, bæði á húsnæðis- og vinnumarkaði. Fólk sem er bæði af innlendu og erlendu bergi brotið. Við svona aðstæður þurfum við öll að vera vakandi og tilkynna misnotkun. Mansal þrífst hér á landi og það er ábyrgð okkar allra að uppræta það. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar