Heimir: Við erum alltof mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar Smári Jökull Jónsson skrifar 26. maí 2022 22:21 Heimir var þungur á brún eftir leikinn í kvöpld enda hans menn dottnir út úr Mjólkurbikarnum. Vísir/Hulda Margrét „Það er áhyggjuefni að við fáum á okkur fjögur mörk eftir föst leikatriði og eitt markið er þannig að þeir unnu held ég þrjá seinni bolta í teignum áður en þeir skoruðu,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 6-2 tapið gegn Blikum í Mjólkurbikarnum í kvöld. „Ég held nú að ef við gerum upp leikinn þá fannst mér við vera fínir í fyrri hálfleiknum, sýndum karakter þegar við lendum undir og skoruðum tvö góð mörk. Við fengum mikla möguleika á að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en nýttum það ekki,“ sagði Heimir í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Heimir var ekki ánægður með varnarvinnu sinna manna. „Við erum alltof mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar. Við fengum svo á okkur mark eftir hornspyrnu, vorum steinsofandi. Í seinni hálfleik þá fannst mér þeir vera ofan á og það var svipað og gegn Víkingi á sunnudag.“ Eftir að Blikar komust í 3-2, snemma í síðari hálfleik, færðu Valsmenn sig framar á völlinn og það nýtti heimaliðið sér vel. „Við náðum ekki að klára sóknirnar okkar, við þurftum að fara framar. Það er ekkert annað tækifæri þannig að við fórum og pressuðum, gerðum það ekki nógu vel og það slitnaði svolítið á milli.“ „Við vorum að hleypa þeim í hraðar sóknir og þeir nýttu sér það. Ísak (Snær Þorvaldsson) kom inn í hálfleik og við réðum illa við hann. Þeir fóru að beita löngum boltum og við réðum bara ekki við það.“ Þrátt fyrir að markatalan skipti ekki máli í bikarleikjum viðurkennir Heimir að það svíði að tapa 6-2. „Að sjálfsögðu. Sem betur fer eigum við leik á sunnudaginn og við þurfum að byrja á grunninum. Það er eina leiðin til að vinna sig út úr vandræðum og svo verðum við bara að halda áfram.“ Mjólkurbikar karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 6-2 | Blikar völtuðu yfir Val og eru komnir í 16-liða úrslit Breiðablik er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur gegn Val. Staðan í hálfleik var 2-2 en Kópavogspiltar keyrðu yfir Valsmenn í síðari hálfleiknum. 26. maí 2022 21:34 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
„Ég held nú að ef við gerum upp leikinn þá fannst mér við vera fínir í fyrri hálfleiknum, sýndum karakter þegar við lendum undir og skoruðum tvö góð mörk. Við fengum mikla möguleika á að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en nýttum það ekki,“ sagði Heimir í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Heimir var ekki ánægður með varnarvinnu sinna manna. „Við erum alltof mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar. Við fengum svo á okkur mark eftir hornspyrnu, vorum steinsofandi. Í seinni hálfleik þá fannst mér þeir vera ofan á og það var svipað og gegn Víkingi á sunnudag.“ Eftir að Blikar komust í 3-2, snemma í síðari hálfleik, færðu Valsmenn sig framar á völlinn og það nýtti heimaliðið sér vel. „Við náðum ekki að klára sóknirnar okkar, við þurftum að fara framar. Það er ekkert annað tækifæri þannig að við fórum og pressuðum, gerðum það ekki nógu vel og það slitnaði svolítið á milli.“ „Við vorum að hleypa þeim í hraðar sóknir og þeir nýttu sér það. Ísak (Snær Þorvaldsson) kom inn í hálfleik og við réðum illa við hann. Þeir fóru að beita löngum boltum og við réðum bara ekki við það.“ Þrátt fyrir að markatalan skipti ekki máli í bikarleikjum viðurkennir Heimir að það svíði að tapa 6-2. „Að sjálfsögðu. Sem betur fer eigum við leik á sunnudaginn og við þurfum að byrja á grunninum. Það er eina leiðin til að vinna sig út úr vandræðum og svo verðum við bara að halda áfram.“
Mjólkurbikar karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 6-2 | Blikar völtuðu yfir Val og eru komnir í 16-liða úrslit Breiðablik er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur gegn Val. Staðan í hálfleik var 2-2 en Kópavogspiltar keyrðu yfir Valsmenn í síðari hálfleiknum. 26. maí 2022 21:34 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Valur 6-2 | Blikar völtuðu yfir Val og eru komnir í 16-liða úrslit Breiðablik er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur gegn Val. Staðan í hálfleik var 2-2 en Kópavogspiltar keyrðu yfir Valsmenn í síðari hálfleiknum. 26. maí 2022 21:34