Leikið var á Akureyri í dag og þó sigurinn hafi verið öruggur þurfti úrvalsdeildarliðið töluverðan tíma til að slíta gestina úr Sandgerði frá sér því staðan í leikhléi var jöfn, 1-1.
Jakob Snær Árnason, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Þorri Mar Þórisson og Hallgrímur Mar Steingrímsson gerðu mörk KA en Elton Barros jafnaði metin í 1-1 um miðbik fyrri hálfleiks.
Tveir leikir til viðbótar eru í bikarkeppninni í kvöld þar sem C-deildarlið Hauka tekur á móti Íslands- og bikarmeisturum Víkings á meðan stórleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Kópavogsvelli.