Sigurður Ragnar kallar eftir sameiningu á Suðurnesjum Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 12:30 Sigurður Ragnar Eyjólfsson varpaði fram hugmynd um sameiningu Keflavíkur og Njarðvíkur í viðtali eftir bikarleik liðanna. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur í Bestu deild karla, vill að lið hans verði sameinað við lið Njarðvíkur í Reykjanesbæ. Þetta lét Sigurður hafa eftir sér í kjölfar þess að Njarðvíkingur fleygðu Keflvíkingum úr leik í nágrannaslag liðanna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. Flestir bjuggust við öruggum sigri Keflavíkur er Njarðvíkingar heimsóttu á HS Orku-völlinn í Reykjanesbæ. Liðin eru bæði til húsa í bænum og aðeins 800 metrar á milli heimavalla þeirra. Gestirnir, sem leika í 2. deild karla, virðast þó hafa náð að gíra sig betur í leikinn þar sem Kenneth Hogg kom Njarðvík yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik og Magnús Þórir Matthíasson tvöfaldaði þá forystu á 39. mínútu. Færeyingurinn Patrik Johannessen minnkaði muninn skömmu fyrir leikhlé en Magnús Þórir, sem lék með Keflavík um árabil, skoraði sitt annað mark á 63. mínútu áður en Oumar Diouck innsiglaði óvæntan 4-1 sigur Njarðvíkur á grönnunum. Það er ekki á hverjum degi sem Njarðvík vinnur Keflavík í fótbolta, hvað þá þegar tvær deildir skilja liðin að. Þótti Nacho Heras, varnarmanni Keflavíkur, tapið svo neyðarlegt að hann sá ástæðu til að biðja stuðningsmenn Keflavíkur afsökunar á Twitter eftir leik. „Mig langar að biðjast afsökunar því að frammistaða okkar var hræðileg í kvöld,“ sagði meðal annars í færslunni sem hefur nú verið eytt. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum vonsvikinn en þótti stemningin frábær á meðal þeirra 1.200 áhorfenda sem lögðu leið sína á völlinn. Í ljósi fjöldans á vellinum kallaði hann eftir sameiningu liðanna tveggja í samtali við Fótbolti.net, því úr geti orðið Suðurnesjastórveldi. „Ég sá það var full stúka og ég held að þessi tvö félög einhvern tímann í framtíðinni verði eitt félag. Hér verður full stúka á öllum leikjum hvort sem hún verður hér eða annars staðar í bænum,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net. „Saman gætu þessi tvö félög verið eitt af því besta á landinu. Ég held að það verði framtíðin en í dag óska ég Njarðvík til hamingju með flottan leik en við þurfum að gera miklu betur,“ Keflavík ÍF Mjólkurbikar karla Besta deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Flestir bjuggust við öruggum sigri Keflavíkur er Njarðvíkingar heimsóttu á HS Orku-völlinn í Reykjanesbæ. Liðin eru bæði til húsa í bænum og aðeins 800 metrar á milli heimavalla þeirra. Gestirnir, sem leika í 2. deild karla, virðast þó hafa náð að gíra sig betur í leikinn þar sem Kenneth Hogg kom Njarðvík yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik og Magnús Þórir Matthíasson tvöfaldaði þá forystu á 39. mínútu. Færeyingurinn Patrik Johannessen minnkaði muninn skömmu fyrir leikhlé en Magnús Þórir, sem lék með Keflavík um árabil, skoraði sitt annað mark á 63. mínútu áður en Oumar Diouck innsiglaði óvæntan 4-1 sigur Njarðvíkur á grönnunum. Það er ekki á hverjum degi sem Njarðvík vinnur Keflavík í fótbolta, hvað þá þegar tvær deildir skilja liðin að. Þótti Nacho Heras, varnarmanni Keflavíkur, tapið svo neyðarlegt að hann sá ástæðu til að biðja stuðningsmenn Keflavíkur afsökunar á Twitter eftir leik. „Mig langar að biðjast afsökunar því að frammistaða okkar var hræðileg í kvöld,“ sagði meðal annars í færslunni sem hefur nú verið eytt. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum vonsvikinn en þótti stemningin frábær á meðal þeirra 1.200 áhorfenda sem lögðu leið sína á völlinn. Í ljósi fjöldans á vellinum kallaði hann eftir sameiningu liðanna tveggja í samtali við Fótbolti.net, því úr geti orðið Suðurnesjastórveldi. „Ég sá það var full stúka og ég held að þessi tvö félög einhvern tímann í framtíðinni verði eitt félag. Hér verður full stúka á öllum leikjum hvort sem hún verður hér eða annars staðar í bænum,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net. „Saman gætu þessi tvö félög verið eitt af því besta á landinu. Ég held að það verði framtíðin en í dag óska ég Njarðvík til hamingju með flottan leik en við þurfum að gera miklu betur,“
Keflavík ÍF Mjólkurbikar karla Besta deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira