Þetta kemur fram í leiðbeiningum á vef Embætti landlæknis. Þar segir að líkur séu á því að apabóla berist hingað til lands og einnig að litlar hópsýkingar geti brotist hér út.
Berist sjúkdómurinn hingað sé nauðsynlegt fyrir almenning að vera upplýstur um sjúkdóminn, áhættuhegðun, smitleiðir og persónubundnar sóttvarnir til að lágmarka útbreiðslu .Veikindin eru oftast væg en þeir sem greinast smitaðir þurfa að vera í einangrun þar til öll útbrot af völdum sjúkdómsins eru gróin. Það getur tekið allt að fjórar vikur en oftast tvær til þrjár vikur.
Þeir sem hafa verið í nánd við smitaðan einstakling og teljast útsettir fyrir sjúkdómnum þurfa að fara í smitgát í þrjár vikur.