Vænar bleikjur að veiðast í Elliðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 26. maí 2022 07:40 Vænar bleikjur úr Elliðavatni sem Daníel Karl veiddi nýlega Daníel Karl Egilsson Það hefur verið tilfinning veiðimanna að bleikjan í Elliðavatni sé á miklu undanhaldi en miðað við frásagnir veiðimanna þetta vorið er einhver viðsnúningar í gangi. Það hefur að vísu alltaf verið þannig við vatnið að fram í miðjan maí, kannski til enda maí, veiðist oftar en ekki mest urriði en þegar vatnið hlýnar aðeins hefur veiði á bleikju aukist. Undanfarin ár hefur verið mun minna af bleikju að veiðast en reynsluboltar við vatnið eiga að venjast en núna það sem af er sumri er sagan önnur og betri. Það hafa verið að veiðast töluvert margar bleikjur og sumir af vanari veiðimönnum við vatnið segja að þeir hafi ekki séð jafn mikið af bleikju undanfarin ár og það sem meira er, sjaldan séð jafn margar vænar og nú. Það var alltaf þannig að 1-2 punda bleikja, og oft minni, var uppistaðann í veiðinni en núna eru 2-3 punda bleikjur bara mjög algengar. Bleikjan virðist koma sérstaklega vel undan snjóþungum vetri og veiðist vel þegar vatnsstaða er góð eins og núna. Framundan er júní, klárlega besti mánuðurinn til að veiða við Elliðavatn og þegar dagarnir eru bjartir er gott að vera kominn við bakkann klukkan 7, ekki bara því þá veiðist best heldur til að fá pláss við bakkann. Þú mátt alveg búast við mörgum í veiðihug við þetta fallega vatn næstu daga. Stangveiði Mest lesið Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Kynning á leyndardómum Þingvallavatns Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Dræmari laxveiði í kortunum en í fyrra Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði
Það hefur að vísu alltaf verið þannig við vatnið að fram í miðjan maí, kannski til enda maí, veiðist oftar en ekki mest urriði en þegar vatnið hlýnar aðeins hefur veiði á bleikju aukist. Undanfarin ár hefur verið mun minna af bleikju að veiðast en reynsluboltar við vatnið eiga að venjast en núna það sem af er sumri er sagan önnur og betri. Það hafa verið að veiðast töluvert margar bleikjur og sumir af vanari veiðimönnum við vatnið segja að þeir hafi ekki séð jafn mikið af bleikju undanfarin ár og það sem meira er, sjaldan séð jafn margar vænar og nú. Það var alltaf þannig að 1-2 punda bleikja, og oft minni, var uppistaðann í veiðinni en núna eru 2-3 punda bleikjur bara mjög algengar. Bleikjan virðist koma sérstaklega vel undan snjóþungum vetri og veiðist vel þegar vatnsstaða er góð eins og núna. Framundan er júní, klárlega besti mánuðurinn til að veiða við Elliðavatn og þegar dagarnir eru bjartir er gott að vera kominn við bakkann klukkan 7, ekki bara því þá veiðist best heldur til að fá pláss við bakkann. Þú mátt alveg búast við mörgum í veiðihug við þetta fallega vatn næstu daga.
Stangveiði Mest lesið Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Kynning á leyndardómum Þingvallavatns Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Dræmari laxveiði í kortunum en í fyrra Veiði 97 sm hængur úr Svalbarðsá Veiði Flottur endir á góðu tímabili í Stóru Laxá Veiði