Fyrsti laxar sumarsins úr Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2023 10:20 Glæsilegur lax sem reyndist vera sá fyrsti úr Ytri Rangá í sumar Ytri Rangá opnaði fyrir veið í morgun og það tók ekki langan tíma til að koma fyrstu löxunum á land. Fyrsti laxinn úr ánni í sumar kom úr Rangárflúðum og það var Þórir Örn Ólafsson sem landaði honum. Þetta var 83 sm hængur og stuttu síðar slapp annar af færinu á sama stað. Stuttu seinna fékk Gunnar J. Gunnarsson formaður Ytri Rangár fallega lax á Hrafntóftum. Það eru 40 laxar gengnir í gegnum teljarann við Ægissíðufoss í morgun og það verður að teljast nokkuð gott í á sem fær yfirleitt fyrstu göngurnar í byrjun júlí en eins og veiðimenn þekkja þá geta þær verið ansi stórar. Það er vonandi að þetta gefi góð fyrirheit fyrir sumarið í Ytri Rangá en hún hefur í gegnum árin verið ein af aflahæstu ám landsins sumar eftir sumar. Þessi lax var sá annar úr ánni í sumar. Hann veiddist í Hrafnatóftum Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Bleikjan orðin fáliðuð í Elliðavatni Veiði Mokveiða makríl við Keflavíkurhöfn Veiði Tveir 103 sm úr sama hylnum sama dag á Nesi Veiði Stefnir í eitt besta sumarið í Langá Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Örfáar stangir lausar í Elliðaánum Veiði Laxarnir streyma upp á stöng úr Urriðafossi Veiði
Fyrsti laxinn úr ánni í sumar kom úr Rangárflúðum og það var Þórir Örn Ólafsson sem landaði honum. Þetta var 83 sm hængur og stuttu síðar slapp annar af færinu á sama stað. Stuttu seinna fékk Gunnar J. Gunnarsson formaður Ytri Rangár fallega lax á Hrafntóftum. Það eru 40 laxar gengnir í gegnum teljarann við Ægissíðufoss í morgun og það verður að teljast nokkuð gott í á sem fær yfirleitt fyrstu göngurnar í byrjun júlí en eins og veiðimenn þekkja þá geta þær verið ansi stórar. Það er vonandi að þetta gefi góð fyrirheit fyrir sumarið í Ytri Rangá en hún hefur í gegnum árin verið ein af aflahæstu ám landsins sumar eftir sumar. Þessi lax var sá annar úr ánni í sumar. Hann veiddist í Hrafnatóftum
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Bleikjan orðin fáliðuð í Elliðavatni Veiði Mokveiða makríl við Keflavíkurhöfn Veiði Tveir 103 sm úr sama hylnum sama dag á Nesi Veiði Stefnir í eitt besta sumarið í Langá Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Örfáar stangir lausar í Elliðaánum Veiði Laxarnir streyma upp á stöng úr Urriðafossi Veiði