Trúleysingjar æfir yfir styrk ráðherra til Þjóðkirkjunnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 17:04 Matthías Ásgeirsson, til vinstri, er formaður Vantrúar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, til hægri, er félags- og vinnumálaráðherra. samsett Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, veitti nýverið Þjóðkirkjunni styrk að upphæð 10 milljónir króna til þess að geta boðið aðstandendum fanga upp á þjónustu, stuðning og ráðgjöf. Styrkveitingin féll í grýttan jarðveg hjá samtökum trúleysingja. Fram kemur á síðu stjórnarráðsins að styrknum sé ætlað að veita aðstandendum stuðning og ráðgjöf í kjölfar þess áfalls að sjá nákominn aðila handtekinn og takast á við langa fjarveru viðkomandi. Biskupsstofa muni hafa umsjón með tilraunaverkefninu til eins árs. Helvítis kjaftæði Vantrú, samtök trúleysingja, gagnrýna styrkveitinguna harðlega og telja að hið opinbera skuli styðja fólk, óháð trúarskoðunum og trúfélagsaðild. Ekki var skafað af því í færslu Vantrú á Facebook: „Afsakið orðbragðið en hvaða helvítis kjaftæði er þetta eiginlega?“ „Nógu miklu fé er veitt til ríkiskirkjunnar, þó svona bætist ekki við.“ segir jafnframt í færslu félagsins. Kristilegar forsendur Inga Auðbjörg K. Straumland, athafnastjóri Siðmennt, tekur í sama streng á Twitter, og bendir á könnun frá árinu 2020 þar sem 37% aðspurðra segjast ekki hafa áhuga á því að þiggja kristna sálgæslu. Umrædd styrkveiting muni því ekki nýtast stærri hópi en það. „Þannig að ekki reyna að spila einhverju spili um að þetta sé í boði, óháð trúfélagsaðild. Forsendurnar eru kristilegar.“ segir í tvíti Ingu. Leggur hún til að fagfólk sjái um sálrænan stuðning og spyr hvort þau sem eru í hinum lífsskoðunarfélögum megi ekki búast við sambærilegum 10 milljóna króna styrk. Hæ, @gu_brandsson, ég lagaði fyrirsögnina fyrir þig. pic.twitter.com/FEZqMlMs2W— Inga Auðbjörg K. Straumland (@ingaausa) May 23, 2022 Haft er eftir Guðmundi Inga á síðu stjórnarráðsins að það sé mikið ánægjuefni að hafa undirritað samning við Þjóðkirkjuna um þetta þarfa verkefni. „Það getur verið gríðarlegt áfall þegar einstaklingur er handtekinn, jafnvel inni á heimili sínu, að viðstöddum fjölskyldumeðlimum. Hinn grunaði er fjarlægður og eftir sitja aðstandendur og vita oft ekki hvernig þeir geta unnið úr áfallinu. Ég ber miklar væntingar til þessa tilraunaverkefnis og hlakka til að fylgjast með því.“ sagði Guðmundur Ingi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Trúmál Þjóðkirkjan Fangelsismál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Sjá meira
Fram kemur á síðu stjórnarráðsins að styrknum sé ætlað að veita aðstandendum stuðning og ráðgjöf í kjölfar þess áfalls að sjá nákominn aðila handtekinn og takast á við langa fjarveru viðkomandi. Biskupsstofa muni hafa umsjón með tilraunaverkefninu til eins árs. Helvítis kjaftæði Vantrú, samtök trúleysingja, gagnrýna styrkveitinguna harðlega og telja að hið opinbera skuli styðja fólk, óháð trúarskoðunum og trúfélagsaðild. Ekki var skafað af því í færslu Vantrú á Facebook: „Afsakið orðbragðið en hvaða helvítis kjaftæði er þetta eiginlega?“ „Nógu miklu fé er veitt til ríkiskirkjunnar, þó svona bætist ekki við.“ segir jafnframt í færslu félagsins. Kristilegar forsendur Inga Auðbjörg K. Straumland, athafnastjóri Siðmennt, tekur í sama streng á Twitter, og bendir á könnun frá árinu 2020 þar sem 37% aðspurðra segjast ekki hafa áhuga á því að þiggja kristna sálgæslu. Umrædd styrkveiting muni því ekki nýtast stærri hópi en það. „Þannig að ekki reyna að spila einhverju spili um að þetta sé í boði, óháð trúfélagsaðild. Forsendurnar eru kristilegar.“ segir í tvíti Ingu. Leggur hún til að fagfólk sjái um sálrænan stuðning og spyr hvort þau sem eru í hinum lífsskoðunarfélögum megi ekki búast við sambærilegum 10 milljóna króna styrk. Hæ, @gu_brandsson, ég lagaði fyrirsögnina fyrir þig. pic.twitter.com/FEZqMlMs2W— Inga Auðbjörg K. Straumland (@ingaausa) May 23, 2022 Haft er eftir Guðmundi Inga á síðu stjórnarráðsins að það sé mikið ánægjuefni að hafa undirritað samning við Þjóðkirkjuna um þetta þarfa verkefni. „Það getur verið gríðarlegt áfall þegar einstaklingur er handtekinn, jafnvel inni á heimili sínu, að viðstöddum fjölskyldumeðlimum. Hinn grunaði er fjarlægður og eftir sitja aðstandendur og vita oft ekki hvernig þeir geta unnið úr áfallinu. Ég ber miklar væntingar til þessa tilraunaverkefnis og hlakka til að fylgjast með því.“ sagði Guðmundur Ingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Trúmál Þjóðkirkjan Fangelsismál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Sjá meira