Kvikmyndarisar bíði eftir aukinni endurgreiðslu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 15:27 Leifur B. Dagfinnsson er stofnandi og formaður stjórnar framleiðslufyrirtækisins True North. Aðsend Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og formaður stjórnar kvikmyndaframleiðandans True North segir að stór kvikmyndaver séu að bíða eftir því að endurgreiðsla stærri kvikmyndaverkefna verði 35 prósent hér á landi. Mikil tækifæri felist í slíkri endurgreiðslu fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki en stjórnvöld hafa þegar lagt fram frumvarp þess efnis. Leifur segir ýmislegt í pípunum, í ljósi þess að stjórnvöld hafi í þetta í hyggju, en með stærri verkefnum er átt við tökur sem standa yfir í 30 daga eða lengur. „Það er eitt stórt kvikmyndaver sem hefur áhuga á því að koma hingað til lands með þekkta þáttseríu, sem gætu verið í 90 daga í tökum. Tökur á þeirri seríu myndu þá hefjast seint á þessu ári." sagði Leifur í viðtali í Bítinu í morgun. Með tökum hér á landi á þessari þekktu sjónvarpsseríu, gætu um það bil sjö til átta milljarðar skilað sér til landsins. Leifur vildi þó ekki gefa upp nafnið á seríunni. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Leif í Bítinu í spilaranum hér að neðan. Ísland þurfi að verða samkeppnishæft „Núna höfum við tækifæri til þess að verða eins og Norður-Írland þar sem Northman var tekin upp. Sagan í þeirri mynd gerist að mestu leyti á Íslandi en hún er samt tekin 90 prósent upp í Írlandi af því þar er kvikmyndaver og aðstaða til staðar. Þess vegna þurfum við til að verða samkeppnishæfari með því að hækka endurgreiðsluna hér á landi.“ Segir Leifur og tekur fram að ýmis verkefni sitji á hliðarlínunni þangað til aukin endurgreiðsla verði samþykkt. Umfangið gríðarlegt Leifur tekur fram að um þrjú þúsund störf skapist á ári í þessum iðnaði, en með hækkun endurgreiðslunnar er séð fram á að sú tala fari upp í tíu þúsund. „Í svona verkefni þarf síðan allavega 6 þúsund fermetra af stúdíoplássi og 2-3 þúsund fermetra af skrifstofuhúsnæði.“ Leifur hafði jafnframt orð á því að íslenskt starfsfólk sé harðduglegt og hámenntað, maturinn óaðfinnanlegur og aðstæður til kvikmyndagerðar í raun til fyrirmyndar. Mörg járn í eldinum Heart of stone, Retreat og Washington Black eru dæmi um þáttaraðir sem hafa verið í bígerð hjá True North á þessu ári. Þá hefur efni fyrir Marvel karakter verið tekið upp hérlendis og að sögn Leifs er aldrei að vita hvort næsta Bond mynd verði tekin upp hér á landi. Það er því ljóst að gnægð spennandi efnis, sem tekið er upp á Íslandi, muni vera aðgengilegt í kvikmyndahúsum og á streymisveitum á næstunni. Kvikmyndagerð á Íslandi Bítið Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bíó og sjónvarp Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Leifur segir ýmislegt í pípunum, í ljósi þess að stjórnvöld hafi í þetta í hyggju, en með stærri verkefnum er átt við tökur sem standa yfir í 30 daga eða lengur. „Það er eitt stórt kvikmyndaver sem hefur áhuga á því að koma hingað til lands með þekkta þáttseríu, sem gætu verið í 90 daga í tökum. Tökur á þeirri seríu myndu þá hefjast seint á þessu ári." sagði Leifur í viðtali í Bítinu í morgun. Með tökum hér á landi á þessari þekktu sjónvarpsseríu, gætu um það bil sjö til átta milljarðar skilað sér til landsins. Leifur vildi þó ekki gefa upp nafnið á seríunni. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Leif í Bítinu í spilaranum hér að neðan. Ísland þurfi að verða samkeppnishæft „Núna höfum við tækifæri til þess að verða eins og Norður-Írland þar sem Northman var tekin upp. Sagan í þeirri mynd gerist að mestu leyti á Íslandi en hún er samt tekin 90 prósent upp í Írlandi af því þar er kvikmyndaver og aðstaða til staðar. Þess vegna þurfum við til að verða samkeppnishæfari með því að hækka endurgreiðsluna hér á landi.“ Segir Leifur og tekur fram að ýmis verkefni sitji á hliðarlínunni þangað til aukin endurgreiðsla verði samþykkt. Umfangið gríðarlegt Leifur tekur fram að um þrjú þúsund störf skapist á ári í þessum iðnaði, en með hækkun endurgreiðslunnar er séð fram á að sú tala fari upp í tíu þúsund. „Í svona verkefni þarf síðan allavega 6 þúsund fermetra af stúdíoplássi og 2-3 þúsund fermetra af skrifstofuhúsnæði.“ Leifur hafði jafnframt orð á því að íslenskt starfsfólk sé harðduglegt og hámenntað, maturinn óaðfinnanlegur og aðstæður til kvikmyndagerðar í raun til fyrirmyndar. Mörg járn í eldinum Heart of stone, Retreat og Washington Black eru dæmi um þáttaraðir sem hafa verið í bígerð hjá True North á þessu ári. Þá hefur efni fyrir Marvel karakter verið tekið upp hérlendis og að sögn Leifs er aldrei að vita hvort næsta Bond mynd verði tekin upp hér á landi. Það er því ljóst að gnægð spennandi efnis, sem tekið er upp á Íslandi, muni vera aðgengilegt í kvikmyndahúsum og á streymisveitum á næstunni.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bítið Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bíó og sjónvarp Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira