Vonast enn til að Musk taki þátt í baráttunni gegn hungri Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2022 15:25 Musk þóttist tilbúinn að gefa matvælaaðstoð SÞ milljarða dollara í fyrra en svo heyrðist aldrei múkk frá honum meir. Vísir/Getty Yfirmaður Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segist enn vonast til þess að milljarðamæringurinn Elon Musk leggi baráttunni gegn hungri í heiminum lið þrátt fyrir að þeir hafi engin samskipti haft frá samfélagsmiðladeilu þeirra fyrir ári. Musk sagðist tilbúinn að selja hlutabréf í Tesla, rafbílafyrirtæki sínu, fyrir sex milljarða dollara og gefa þá til matvælaaðstoðarinnar ef stofnunin veitti honum frekari upplýsingar um hvernig hún nýtti fjárveitingar sínar í fyrra. Það gerði hann í Twitter-rifrildi við David Beasley, yfirmann matvælaaðstoðarinnar. Beasley var spurður út í samskipti sín við Musk í pallborðsumræðum á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Sagðist hann tilbúinn að setjast niður og ræða hugmyndir Musk en hann hefði þó ekki átt nein bein samskipti við hann frá því í fyrra, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Það er margt auðugt fólk í heiminum sem getur lagt meira til, ekki bara Elon. En vonandi getum við enn fengið hann til að leggja meira til,“ sagði Beasley. Musk virðist þó hafa í mörg önnur horn að líta þessa dagana. Hann reynir nú að komast undan kauptilboði sem hann gerði í samfélagsmiðilinn Twitter sem var vettvangur deilu hans við Beasley. Þá birtust fyrir helgi fréttir af því að SpaceX, geimferðafyrirtæki Musk, hefði greitt flugfreyju sem starfaði fyrir fyrirtækið fyrir að þegja um meinta kynferðislega áreitni hans. Sagði flugfreyjan að Musk hefði berað lim sinn fyrir framan hana og boðið henni hest í skiptum fyrir kynferðislegan greiða. Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Musk hafnar ásökunum og vill koma á fót málsóknarteymi Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf. 21. maí 2022 11:07 Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. 19. maí 2022 23:11 Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. 17. maí 2022 17:40 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Musk sagðist tilbúinn að selja hlutabréf í Tesla, rafbílafyrirtæki sínu, fyrir sex milljarða dollara og gefa þá til matvælaaðstoðarinnar ef stofnunin veitti honum frekari upplýsingar um hvernig hún nýtti fjárveitingar sínar í fyrra. Það gerði hann í Twitter-rifrildi við David Beasley, yfirmann matvælaaðstoðarinnar. Beasley var spurður út í samskipti sín við Musk í pallborðsumræðum á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss. Sagðist hann tilbúinn að setjast niður og ræða hugmyndir Musk en hann hefði þó ekki átt nein bein samskipti við hann frá því í fyrra, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Það er margt auðugt fólk í heiminum sem getur lagt meira til, ekki bara Elon. En vonandi getum við enn fengið hann til að leggja meira til,“ sagði Beasley. Musk virðist þó hafa í mörg önnur horn að líta þessa dagana. Hann reynir nú að komast undan kauptilboði sem hann gerði í samfélagsmiðilinn Twitter sem var vettvangur deilu hans við Beasley. Þá birtust fyrir helgi fréttir af því að SpaceX, geimferðafyrirtæki Musk, hefði greitt flugfreyju sem starfaði fyrir fyrirtækið fyrir að þegja um meinta kynferðislega áreitni hans. Sagði flugfreyjan að Musk hefði berað lim sinn fyrir framan hana og boðið henni hest í skiptum fyrir kynferðislegan greiða.
Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Musk hafnar ásökunum og vill koma á fót málsóknarteymi Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf. 21. maí 2022 11:07 Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. 19. maí 2022 23:11 Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. 17. maí 2022 17:40 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Musk hafnar ásökunum og vill koma á fót málsóknarteymi Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf. 21. maí 2022 11:07
Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. 19. maí 2022 23:11
Musk skapar enn meiri vafa um kaupin á Twitter Kaup auðkýfingsins Elons Musk á samfélagsmiðlinum Twitter eru nú í lausu lofti eftir að hann byrjaði að efast um tölur stjórnenda Twitter um hversu hátt hlutfall reikninga eru gervireikningar eða yrki (e. bot). Hann vill greiða minna en tilboðið sem hann lagði fram í síðasta mánuði. 17. maí 2022 17:40
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent