Sjáðu öll mörkin í Bestu: Sowe bjargaði Blikum, glæsimark á Dalvík og dýrkeypt mistök Beitis Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2022 12:02 Helgi Guðjónsson og Logi Tómasson skoruðu báðir fyrir Víkinga gegn Val í gærkvöld. vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Víkings unnu dýrmætan 3-1 sigur gegn Val í stórleik helgarinnar í Bestu deild karla. Mörg mörk voru skoruð um helgina og þau má öll sjá hér á Vísi. Flest mörkin voru skoruð á Kópavogsvelli eða sjö talsins, þar sem Breiðablik hélt sínu striki og vann sjöunda leik sinn í röð. Liðið er núna með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. FH er aðeins með sjö stig í 7. sæti eftir óvænt tap í Keflavík en ÍBV og Leiknir eru einu liðin enn án sigurs og sitja í fallsætunum, þrátt fyrir að hafa bæði náð í stig um helgina. Víkingur vann Val 3-1 þar sem öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Nicolaj Hansen skoraði fyrsta markið úr víti og þeir Logi Tómasson og Helgi Guðjónsson skoruðu svo framhjá Sveini Sigurði Jóhannessyni sem kom í mark Vals fyrir meiddan Guy Smit. Arnór Smárason klóraði í bakkann með marki úr víti í uppbótartíma. Klippa: Valur 1-3 Víkingur Breiðablik vann Fram 4-3 í bráðfjörugum leik. Kristinn Steindórsson skoraði tvö fyrstu mörk Blika en Guðmundur Magnússon minnkaði muninn á 27. mínútu. Fred jafnaði svo metin fyrir Fram á 58. mínútu en Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum aftur yfir strax í kjölfarið. Framarar jöfnuðu metin í 3-3 þegar Tiago skoraði á 68. mínútu en Omar Sowe, sem er að láni hjá Blikum frá MLS-liði New York Red Bulls, reyndist hetja Breiðabliks þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í sumar skömmu fyrir leikslok. Klippa: Breiðablik 4-3 Fram Keflavík vann sterkan 2-1 sigur gegn FH þar sem mörkin komu öll á korters kafla í fyrri hálfleik. Patrik Johannesen kom Keflavík yfir en Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin. Dani Hatakka skoraði svo sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu, einn og óvaldaður í teignum. Klippa: Keflavík 2-1 FH Stjarnan vann 2-0 sigur gegn KA á Dalvíkurvelli. Ísak Andri Sigurgeirsson kom Stjörnunni yfir með frábæru skoti í slá og inn, og Emil Atlason skoraði sitt sjöunda mark á tímabilinu þegar hann innsiglaði sigurinn. Klippa: KA 0-2 Stjarnan KR og Leiknir gerðu 1-1 jafntefli. KR-ingar komust yfir á 10. mínútu þegar Hallur Hansson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Arons Kristófers Lárussonar. Leiknir jafnaði hins vegar metin eftir slæm mistök Beitis Ólafssonar sem missti boltann til Mikkels Dahl sem þar með skoraði sitt fyrsta mark í sumar eftir að hafa skorað 27 mörk í Færeyjum í fyrra. Klippa: KR 1-1 Leiknir Í Vestmannaeyjum voru engin mörk skoruð í leik ÍA og ÍBV en Eyjamenn fengu þó gullið tækifæri til að tryggja sér sigur í lokin þegar þeir fengu vítaspyrnu sem Andri Rúnar Bjarnason náði ekki að nýta. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Flest mörkin voru skoruð á Kópavogsvelli eða sjö talsins, þar sem Breiðablik hélt sínu striki og vann sjöunda leik sinn í röð. Liðið er núna með fimm stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. FH er aðeins með sjö stig í 7. sæti eftir óvænt tap í Keflavík en ÍBV og Leiknir eru einu liðin enn án sigurs og sitja í fallsætunum, þrátt fyrir að hafa bæði náð í stig um helgina. Víkingur vann Val 3-1 þar sem öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Nicolaj Hansen skoraði fyrsta markið úr víti og þeir Logi Tómasson og Helgi Guðjónsson skoruðu svo framhjá Sveini Sigurði Jóhannessyni sem kom í mark Vals fyrir meiddan Guy Smit. Arnór Smárason klóraði í bakkann með marki úr víti í uppbótartíma. Klippa: Valur 1-3 Víkingur Breiðablik vann Fram 4-3 í bráðfjörugum leik. Kristinn Steindórsson skoraði tvö fyrstu mörk Blika en Guðmundur Magnússon minnkaði muninn á 27. mínútu. Fred jafnaði svo metin fyrir Fram á 58. mínútu en Höskuldur Gunnlaugsson kom Blikum aftur yfir strax í kjölfarið. Framarar jöfnuðu metin í 3-3 þegar Tiago skoraði á 68. mínútu en Omar Sowe, sem er að láni hjá Blikum frá MLS-liði New York Red Bulls, reyndist hetja Breiðabliks þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í sumar skömmu fyrir leikslok. Klippa: Breiðablik 4-3 Fram Keflavík vann sterkan 2-1 sigur gegn FH þar sem mörkin komu öll á korters kafla í fyrri hálfleik. Patrik Johannesen kom Keflavík yfir en Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin. Dani Hatakka skoraði svo sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu, einn og óvaldaður í teignum. Klippa: Keflavík 2-1 FH Stjarnan vann 2-0 sigur gegn KA á Dalvíkurvelli. Ísak Andri Sigurgeirsson kom Stjörnunni yfir með frábæru skoti í slá og inn, og Emil Atlason skoraði sitt sjöunda mark á tímabilinu þegar hann innsiglaði sigurinn. Klippa: KA 0-2 Stjarnan KR og Leiknir gerðu 1-1 jafntefli. KR-ingar komust yfir á 10. mínútu þegar Hallur Hansson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Arons Kristófers Lárussonar. Leiknir jafnaði hins vegar metin eftir slæm mistök Beitis Ólafssonar sem missti boltann til Mikkels Dahl sem þar með skoraði sitt fyrsta mark í sumar eftir að hafa skorað 27 mörk í Færeyjum í fyrra. Klippa: KR 1-1 Leiknir Í Vestmannaeyjum voru engin mörk skoruð í leik ÍA og ÍBV en Eyjamenn fengu þó gullið tækifæri til að tryggja sér sigur í lokin þegar þeir fengu vítaspyrnu sem Andri Rúnar Bjarnason náði ekki að nýta. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira